Harmonikublaðið - 01.05.2007, Page 18

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Page 18
 Samtök harmonikukennara og atvinnuharmonikuleikara á Islandi Þann 14. janúar sl. voru stofnuð samtök harmonikukennara og annarra atvinnu- manna við harmonikuleik á íslandi. Nafn félagsins er Harmonikuakademían á íslandi. Tilgangur félagsins er að auka veg og virðingu hljóðfærisins út á við, svo sem flestir fái að njóta harmonikutónlistar og átta sig á fjölbreytileika harmonikunnar. Standafyrirkynningumískólumlandsins, ásamt sýningum og tónleikahaldi víðs- vegar innanlands og utan. Einnig að standa að aukinni fræðslu fyrir þá er stunda harmonikukennslu á íslandi. Stjórn félagsins skipa eftirtaldir: Guðmundur Samúelsson formaður, Reynir Jónasson ritari, Gunnar Kvaran gjaldkeri og Vadim Fedorov meðstjórn- andi. Fyrsta verkefni Akademíunnar verður, að beiðni Sambands íslenskra Harmon- ikuunnenda, að sjá um landsmót fyrir nemendur í harmonikuleik á Hellu á Rangárvöllum um miðjan október, nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir ennþá, þar sem stutt er síðan Akademían tók verkefnið að sér. Aðildarfélög sambandsins eru vinsam- legast beðin um að fylgjast vel með og hvetja til þátttöku hvert á sínu svæði. í tengslum við mót þetta stendur til að skipuleggja námskeið fyrir kennara og lengra komna nemendur. Hinn frábæri harmonikukennari og eftirsótti námskeiðahaldari um allan heim, Lars Holm, hefur tekið jákvætt í það að koma til okkar einu sinni enn, en hann kom til okkar í tvfgang árið 2001 sælta minninga. Hann hefur ekki gefið okkur ennþá nákvæmari tímasetningu. Á Unglingamótið, sem haldið var að Hrafnagili við Eyjafjörð f maí á sl. ári með miklum myndarskap, mættu 63 nemendur ásamt aðstandendum. Markmiðið er að tvöfalda þá tölu. Harmonikukennarar munu fá senda dagskrá mótsins eins fljótt og mögulegt er. Ég vona að sem flestir geti mætt og mót þetta verði mikill menningarviðburður. F.h. Harmoniku- akademíunnar á íslandi, Guðmundur Samúelsson wmn vmDí'Œmn swtOímwrr swkjíœwtí swvAumrf swlœbtí smUiŒwn swL.Œmrf wvh Bíldudalur 2007 Melódíur minninganna Tónlistarsafnið Melódíur minninganna á Bíldudal má heita einstakt í sinni röð. Að minnsta kosti voru í þeim dúr ummæli Henryks M. Broder, hins heimskunna blaðamanns hjá þýska fréttatímaritinu Der Spiegel, sem kom þangað í fyrra og skrifaði um það grein f blað sitt. Hljómsveitin Facon á Bíldudal var þjóðþekkt á sínum tíma, ekki sístfyrirsöngjóns Kr. Ólafssonarog lögogtexta Péturs Bjarnasonar, síðar fræðslustjóra, sem jafnframtvar einn af hljóðfæraleikurum íFacon. Enn munu flestir kannast við smellinn gamla „Ég er frjáls“. Á löngum ferli hefurjón Kr. Ólafsson kynnst persónulega mörgu af besta fólki íslenskrar dægurtónlistar á liðnum áratugum. Þeirra kynna nýtur safnið. Þar má líta fjölmargt úr eigu landsþekktra listamanna, svo sem eldrauðan jakka af Hauki Morthens heitnum, vini og velunnara Jóns, hvítan jakka af Ragnari Bjarnasyni og pallíettukjól sem Anna Mjöll Ólafsdóttir átti og þar áður Hallbjörg Bjarnadóttir. Mikið er af gömlum hljómplötum og plötuumslögum f safninu, myndum, nótum og gömlum auglýsingum svo eitthvað sé nefnt. Eitt hornið er sérstaklega helgað Svavari Gests, sem var fyrstur til að gefa söng Jóns Kr. Ólafssonar út á plötu. Jón Kr. Ólafsson leggur á það áherslu að safnið sé heimilislegt og fólk geti notið þess að rifja þar upp í rólegheitum Ijúfar minningar frá liðnum tíma. Safnið Melódíur minninganna er í húsi Jóns Kr. sem nefnist Reynimelur og stendur rétt á móti Veitingahúsinu Vegamótum. Hægt er að fá að skoða safnið nánast á hvaða tíma sem er. — TONLISWRSAFtl 3öns REYNItlfL BÍLDUOAL MELODIUR MlhhlflGANNA I7.3ÚNÍ 2000.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.