Harmonikublaðið - 01.05.2007, Qupperneq 10

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Qupperneq 10
Harmonikutónar í Dölunum Dagur harmonikunnar var haldinn hátíðlegur í Búðardal 5. maí sl., eins og svo víða annars staðar á landinu þann dag. Harmonikufélagið Nikkólína stóð fyrir tónleikum í Grunnskólanum í Búðardal. Þar komu fram nemendur í harmonikuleik við Tónlistarskóla Dala- sýslu undir stjórn kennara síns Halldórs Þórðarsonar skólastjóra. 15 nemendur, bæði börn og fullorðnir, stunda nám á harmoniku í Tónlistarskólanum núna á vorönninni og þeir eru: Aníta Rún Harðardóttir, Árný Björk Brynjólfsdóttir, Björgvin Harðarson, Elísabet Ásdfs Kristjánsdóttir Guðlaugur Týr Vilhjálms- son, Hafþór Sævar Bjarnason, Jóhanna Sigrún Árnadóttir, Jónfríður Esther Friðjónsdóttir, Kolbrún Rut Sæmunds- dóttir, Kristinn Helgi Bogason, Sóley Rós Þórðardóttir, Stefán Jónsson, Steinunn Matthíasdóttir, Sunna Björk Karlsdóttir og Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Einnig komu fram á tónleikunum hljóðfæra- leikarar í Nikkólínu og spiluðu nokkur lög eftir heimamenn. Harmonikufélagið Nikkólína veitti öllum nemendunum viður- Nikkólína spilar við messu. kenningu fyrir að spila á þetta skemmtilega hljóðfæri sem harm- onikan er og að taka þátt í degi harmonikunnar. Fengu allir platta með nafninu sínu, ásamt mynd af ungum manni að spila á harmoniku og áletrunina: Dagur harmonikunnar 5. maí 2oo7,kveðjaHarmonikufélagiðNikkólína. Var ekki annað að sjá en allir væru ánægðirmeðviðurkenninguna. Plattarnir eru gerðir af fyrirtækinu Leir og Postulín Súðarvogi 24 Reykjavík. Jörvagleði.menningarhátíðDalamanna var haldin um sumarmálin og Nikkólína spilaði á harmonikudansleik íÁrbliki 20. apríl og við þjóðlagamessu hjá sr. Sjöfn Þór í Staðarhólskirkju í Saurbæ 22. apríl. í messunni voru eingöngu sungin þjóðlög og sumarlög í stað sálma, enginn sérstakurkirkjukórvarímessunni, kirkju- gestirsunguvið undirleik Nikkólfnu. Allir viðstaddir voru mjög ánægðir með þessa tilbreytingu hjá sr. Sjöfn og má búast við að þetta verði endurtekið. Melkorka Ben. „Eldri deildin" ásamt kennurum. Hluti áheyrenda. Stoltir nemendur med vidurkenningarsínar, ásamt kennara og stiórn Nikkólínu. Opið hús á degi harmonikunnar í Skagafirði Á degi Harmonikunnar 5. maí sfðast- liðinn var Félag harmonikuunnenda í Skagafirði með opið hús á skemmti- staðnum Mælifelli Sauðárkróki. Þannig vildi til að þetta var laugardagur, loka- dagur Sæluvikunnar. Húsið var opnað kl. 13 og var í sal á efri hæð þess sýnt myndband frá Landsmóti harmonikuunnenda í Neskaupstað 2005. Kl. 14 hófst dagskrá í sal á neðri hæð þar sem fram komu meðal annars: Aðalsteinn ísfjörð, Geirmundur Valtýsson, Guðmundur Sigurbergsson, Jón Þorsteinn Reynisson, Jón Gíslason ásamt Kristínu Höllu Bergsdóttur en hún leikur á fiðlu, Linda Valbjörnsdóttir, Sunna Bjarnadóttir og Tanja Mjöll Magnúsdóttir. Auk þess komu fram hljómsveitir félagsins ásamt söngvurum, þeim Ingunni Kristjánsdóttur og Þorbergi Jósepssyni. Sfðast en ekki síst komu börn úr 3. bekk Árskóla og dönsuðu nokkra dansa undir stjórn Loga Vígþórs- sonar. Þeir sem litu inn til okkar þennan dag voru mun fleiri en okkur óraði fyrir eða rúmlega 200 manns. Var okkur vel tekið og átti fólk þarna góða stund, hlustaði á tónlist, fékk sér kaffisopa og horfði á börnin dansa. Allir sem mættu fengu barmmerki merkt degi harmon- ikunnar frá S.Í.H.U. Tónleikum lauk um kl. 17. Þeir sem komu fram fengu pening frá Félagi harmonikuunnenda íSkagafirði með þökk fyrir þátttökuna. Um kvöldið var dansleikur frá kl. 22 - 02. Þar léku 3 htjómsveitir fyrir dansi. Ekki mættu á dansleik nema einn fjórði af því sem kom á tónleikana að deginum en allir skemmtu sér vel. Þetta þótti ta kast svo vel a ð vi ð stefn u m að því að hafa svona dag á hverju ári lokadag í Sæluviku. Viggó Jónsson var fenginn tii þess að taka upp tónleikana þannig að ef einhverjir hafa áhuga á að eignast þessa tónleika hjá okkur þá hafið samband við Gunnar Ágústsson sími 891 6120. Með kveðju úr Skagafirði, Kristín Snorra.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.