Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 11
Þingeyingar á Breiðumýri 5. maí 2007 Dagur harmonikunnar var haldin að Breiðumýri 5. maí af Harmonikufélagi Þingeyinga og hófst dagskráin kl. 14. Fyrst spiluðu 4 nemendur úr Litlu- laugaskóla, síðan 5 nemendur úr tón- listarskólanum Húsavík ásamt Árna Sigurbjarnarsyni kennara sínum og loks einn nemandi úr Hafralækjarskóla. Spiluðu krakkarnir ýmist einir eða með kennara sínum. Eru þetta allt mjög efnilegir og skemmtilegir harmoniku- nemar. Næstir á svið voru gestaspilarar sem komu úr Reykjavík, Steini Sævar Þorsteinsson sem spilaði á sög og Ásgeir Einarsson á harmoniku og var mjög forvitnilegt að sjá það og heyra. Þá spilaði einnig sem gestaspilari Þórdís Birna Lútersdóttir úr Forsæludal á harmoniku nokkurlögogá hún örugglega eftir að spila lengi þar sem hún er orðin mjög fær, þó hún sé einungis rúmlega tvítug. Svo var hálftfma kaffihlé þar sem Harmonikufélagið bauð öll- um viðstöddum upp á veit- ingar. Að því loknu spilaði Strákabandið okkar ásamt Þórdísi Birnu tvö lög og svo hún ein nokkur. Er það skoðun okkar að Strákabandið hafi sjaldan litið betur út eða verið betra. Næstir komu Steini Sævar og Ásgeir aftur og spiluðu um stund og að lokum var öllum harm- onikuspilurum sem treystu sér til boðið upp á svið þar sem þeir spiluðu nokkur lög saman. Þetta var venjan hjá okkar félögum að byrja dansleiki svona og enda fundi á samspili. Er þetta skemmtilegur siður sem við viljum endurvekja. Þetta fannst okkur takast mjög vel allt en sérstaklega var gaman að finna framþróunina hjá krökkunum. Aðsókn var ágæt og endaði dagskráin kl. 17. Sigurður Ólafsson formaður Harmonikufélags Þingeyinga. Hátíöin hefst á föstudagskvöld meö uppákomum og dansleik. Tónleikar verða laugardaginn kl 14:00 þar sem sérstakir heiðursgestir verða Osló Trekk Spill klubb sem er 16 manna norsk harmonikuhljómsveit. Sameiginlegt grill verður að sjálfsögðu og endað á dansleikjum frá kl.22:oo-03 (dansað á tveimur stöðum bæði inni og úti) Við vonumst til að sjá sem flesta harmonikuunnendur. F.h. stjórna félaganna, Siguróur Ólafsson / Einar Gudmundsson 9{armoniÍQiunnendur 9{in árCega Breiðumýrarfiá tíð H.F.Þ. og F.H.U.E. verður að Breiðumýri 27. - 29. júlí 2007

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.