Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 14
Skemmtiferd hjá H.F.Þ. áfe • N v áfe & 36 áfe 3t£ & Harmonikufélag Þingeyinga hefur undanfarin ár farið í skemmtiferðir minnst einu sinni á ári, heimsótt önnur harmonikufélög og haldið böll. í sumar heimsóttum við félag Harmonikuunnenda í Húnavatnssýslu, gistum að Húnavöllum og skoðuðum okkur um. Þetta var góð ferð, móttökur frábærar og veður gott. Það er hefð í þessum ferðum að segja sögur í rútum og yrkja og reynum við að halda saman vísunum þar sem þær gefa nokkra mynd af stemmningunni í ferðinni. Hér fer á eftir ferðasaga og megnið af þeim kveðskap sem til varð í þessari ferð, sem var þó með minna móti þar sem Friðrik Steingrímsson var ekki með. Lagt var upp föstudaginn 18. ágúst 2006 og komu farþegar til móts við rútuna hver með sínum hætti. Við Breiðumýri vantaði hjón sem við vonuðumst eftir en Óli frá Vatnsleysu svaf þar sem fastast f bít sínum. Við Laugar kom svo Ásgeir Stefánsson skokkandi með harmonikuna á hjólbörum og fór mikinn. Þá hóf Ffa vísnaleikinn. Gunnhildi sást ekkert af hún okkur bara gleymdi en undir stýri Óli svaf og öl og konur dreymdi. Ásgeir kom hér akandi í ekta sveitastfl hjólbörurnar höktandi hafði fyrir bfl. Við Vatnsleysu í Fnjóskadal beið Sigríður ívarsdóttir ásamt manni sínum Ármanni og fleirum. Var hún leiðsögumaður okkar enda uppalin í Forsæludal f Húnaþingi. Þegar hún kom upp í bílinn orti Þorgrímur Björnsson. Þvottinn háttvið himinn bar hékk á traustum viðum Brækur Siggu blöktu þar bfsna stórar í sniðum. Og Sigríður svaraði að bragði. Víst mínar brækur viðra ég oft að viðra er siður hjá konum. En þar sem þær blöktu og báru við loft byrjaði löngun hjá honum. Og Þorgrímur svaraði. Á náttúru víst nokkuð bar næstum eins og hjá törfum. Er sá hann brækur Sigrfðar saman með Ármanns lörfum. ÁAkureyri tilkynnti SigurðurÓlafsson fararstjóri að stansaðyrði við ríkið því vissara væri að byrgja sig upp. Einnig hvatti hann fólktil þess aðyrkja ogfór sjálfur með nokkrar stökurtilað sýna gott fordæmi. Þá orti Þorgrímur. Engavísuyrkja kann á því mjög í stími Stuðlum öllum stelur hann og stundum endarími. Og Stefán Þórarinsson bætti við. Enga vísu yrkja kann eða festa í minni. Stöðugt rfmi og stuðlum hann a stelur af konu sinni. Og Sigríður. Ég hélt að Siggi væri að gera grín geystust menn í röðum inn í Rfkið Að Húnvetningar veiti ekki vfn ég vissulega undrast nokkuð mikið. Það tók tíma að versla og bera út veigarnar, svo hægt væri að leggja upp í næsta áfanga sem var Blönduvirkjun. Þar ætluðum við meðal annars að sjá sýningu úr Grettissögu. Var farið með okkur langt undir yfirborð jarðar þangað sem við gárungar kölluðum í Neðra og orti þá Fía. Ekki var ég örugg þó aldrei syndgi ég héðra. Sigrfður og Siggi Ó sendu mig í Neðra. Eftir kaffi í Blönduvirkjun var áfram haldið, en þegar við nálguðumst Húnavelli varð einhver umræða um hvernig hótelstjóri mundi raða á herbergi. Þá spurði Fía. Er rétt það sem ég heyrði hér að hending ráðið geti hvern hótelstjórinn hugsar sér að hafa í mfnu fleti? Og Sigríður svaraði. í rúmin Siggi raða býst reyndi vel að haga. Efað vandi af þvíhlýst yrði kannske að draga. Upphófst nú glens um valmöguleika á herbergisfélögum og Fía spurði. í Kaju bjóða bæði Siggi og Jón og báða virðist konan ætla að þyggja. Nú verður hver að bera upp sína bón Hver býður mér í kvöld hjá sér að liggja?

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.