Harmonikublaðið - 01.05.2007, Page 8
Harmonikufélag Reykjavíkur
Dagur harmonikunnar var haldinn í
Ráðhúsi Reykjavíkur 5. maí 2007. Hátíðin
hófst kl. 13:00 með því að Reykjavíkur-
félögin spiluðu á göngum Ráðhússins til
kl. 14:00 en þá hófst auglýst dagskrá
með því að undirrituð bauð gesti
velkomna fyrir hönd allra sem tóku þátt í
þessu tónleikahaldi. Jónas Þ. Jóhannsson
form. S.Í.H.U. sendi sfnar bestu kveðjur
og hamingjuóskir til gesta og hljóð-
færaleikara ítilefni dagsins. G.G. kom inn
á það í ávarpi sfnu hvað það væri
merkilegt að stofnað hefði verið félag
utan um eitt hljóðfæri en nú væru félögin
orðin 20 og hefðu með sér landssamtök.
Segði þetta okkur hvað harmonikan á sér
djúpar rætur í menningu okkar þjóðar.
G.G. óskaði gestum góðrar skemmtunar.
Fimm félög tóku þátt í Degi harmonik-
unnar að þessu sinni. Það voru
Harmonikufélag Reykjavíkur, Félag
Harmonikuunnenda á Suðurnesjum,
Harmonikufélag Selfoss, Félag
HarmonikuunnendaíReykjavíkognýjasta
félagið Harmonikufélagið Hljómur. Það
er ánægjulegt að félögum skuli vera að
fjölga og óska ég þeim velfarnaðar í
framtfðinni.Tilefni tónleikanna var 20 ára
afmæli S.Í.H.U.
Ljóst er að öllum sveitum sem þátt tóku
hefur farið mikið fram, tríó Vadims
Federow var algjör snilld, leyndi það sér
ekki á fagnaðarlátunum. Einnig voru
Reynir Jónasson og félagar mjög góðir
enda Reynir einn af okkar færustu
harmonikuleikurum. Gaman var að heyra
íunglingasveitinni frá F.H.U. Þá voru mjög
skemmtileg tilþrif hjá Hildi Petru.
Tónleikunum lauk kl. 16:20 með því að
allir sem voru með harmoniku í húsinu
tóku 3 lög saman við mikinn fögnuð við-
staddra.
Harmonikufélag Reykjavíkur hélt
dansleik um kvöldið og var hann vel
sóttur miðað við stærð hússins. Það er
leiðinlegt til þess að vita að ekki skuli
vera hægt að bjóða okkar frábæru
dönsurum upp á almennilegt dansgólf
Dagur harmonikunnar 2007
á Akureyri
Um hádegisbil léku nokkrir harmoniku-
leikarar í stórmörkuðum fyrir gesti og
gangandi.
Síðan voru haldnir tónleikar á Hótel
KEA þar sem fram komu nemendur úr
Tónlistarskóla Dalvfkur og Tónlistar-
skólanum á Akureyri ásamtstórsveit
F.H.U.E. og fleiri félögum sem tóku
lagið. Þessir tónleikar voru vel sóttir eða
hátt í 100 manns og stóðu f 2 tíma.
Um kvöldið var svo dansleikur á Hótel
KEA þar sem félagar í F.H.U.R. léku með
hefðbundnu sniði. í lok dansleiksins
rákust þar inn nokkrir Spánverjar með
harmonikur og tóku lagið.
Þess má geta að á Degi harmonikunnar
kom út geisladiskur í tilefni af 25 ára
afmæli Félags Harmonikuunnenda við
Eyjafjörð þar sem heyra má leik
félagsmanna. Inn á þennan disk var
reyndar leikið á sfðasta ári sem var
afmælisárið og einnig eru þar eldri
upptökur.
Einar Guðmundsson form. Félags
Harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
en það er nánast útilokað að fá slíkt hús
fyrir harmonikuball og er ástæðan líklega
sú að ekki er nóg að gera á barnum.
Dansleikurinn tókst vel, mikið dansað og
allir fóru ánægðir og sáttir heim nema
aumingja barþjónninn.
Ég óska öllu áhugafólki um harmo-
nikuna gleðilegs sumars.
Guðrún Guðjónsdóttir form.
Harmonikufélags Reykjavfkur.