Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 7
Dagur harmonikunnar í Dýrafirði Dýrfirskir harmonikuleikarar, sem eru deild í Harmonikufélagi Vestfjarða og nefna sig Harmonikukarlarnir og Lóa, eru 9 talsins og hafa nú síðasta æfingatímabil fengið tit liðs við sig 2 ágæta hljóð- færaleikara, þá Lína Hannes á hljómborð og bassa og Jón Sigurðsson á strengja- hljóðfæri, tóku sig til og héldu upp á dag harmonikunnar í félagsheimilinu á Þing- eyri, en það voru tilmæli frá landsfundi harmonikuunnenda að svo væri gert 5. maí ár hvert. Það var svo kvenfélagið Von á Þingeyri sem stóð fyrir veitingasölu á meðan á hljómleikum stóð, með sínu vfðfræga kaffi og vöfflubakkelsi. Gerður var góður rómur að samkomu þessari, sem taldi rúmlega 50 manns, og hljóðfæraleikurum klappað lofílófa. Ásvaldur I. Guðmundsson, ritari Harmonikufélags Vestfjarða. Dagur harmonikunnar og önnur starfsemi H.U.H. 2007 Komið þið sæl. Hér er litið til baka yfir það helsta sem gerst hefur frá áramótum 2007. Starfsemi félagsins hefur gengið vel það sem af er þessu ári, lít ég þannigá að húsnæðið okkar hjálpar til með að starfsemin hjá félaginu er líflegri. Við vorum með þorrablót í Ósbæ, sáum sjálf um matinn og framreiðslu, síðan var dansleikur, þar spilaði harmonikusveit H.U.H. með aðstoð trommara og söngvara. Tókst þetta í alla staði vet. Stundum voru spilakvöld í vetur, með félagsvist, voru þá veitt góð verðlaun. Einnig voru markaðsdagar í Ósbæ, fékk þá fólk leigð borð í húsinu og seldi þarna ýmislegt handverk, en H.U.H. hafði ágóðann af leigu borðanna. Dansæfingar voru svo stundum í Ósbæ í vetur, kom þá fólkið þar saman að skemmta sér við harmonikutóna. Það er orðin töluverð útleiga á þessum sal okkar í Ósbæ, þegar við þurfum ekki að nota hann sjálf fyrir okkar félagsstarf. Þarna hefur verið leikfimi á vegum félags eldri borgara einu sinnu í viku í vetur. Næsta stórsamkoma hjá okkur var svo síðasta vetrardag með hagyrðingum og dansleik á eftir þar sem H.U.H. menn spiluðu. Hagyrðingar voru allir fengnir f heimabyggð, ásamt stjórnanda. Var þetta hin besta skemmtun og tókst f alla staði vel. Hagyrðingar og makar þeirra voru boðnir í mat í Ósbæ, þar sem við vorum með þessa skemmtun. Hagyrðingar fóru alveg á kostum og komu upp miklu stuði. Svo á Sumardaginn fyrsta 19. apríl, komu til okkar góðir gestir, var það Einar Guðmunds með tvo finnska harmoniku- leikara með sér, voru það Tatu Kantomaa og Reijo Kumpulainen, þeir voru á tónleikaferðarlagi um landið með við- komu hjá harmonikufélögunum sem höfðu tök á þvf að fá þá til sín. Var þetta mikil tónlistarveisla og er gaman fyrir félögin að fá svona snillinga til sfn í heimsókn. Var gaman að sjá hvað margir komu og breytilegur aldurshópur. Úr Tónlistarskólanum komu kennarar og nemendur þeirra og nutu þeir þess sem fram fór. Þeir gistu svo hér á Blönduósi um nóttina. Morguninn eftir lá svo leiðin áfram að Breiðumýri til Þingeyinga. Næst var svo Dagur harmonikunnar 5. maf s.l. hjá H.U.H. Dagskráin var þannig að úr Tónlistarskólanum komu ungir harmonikuleikarar og spiluðu ýmist einir eða með kennara sínum. Það komu margir gestir á þessa tónleika, sem voru hafðir í Ósbæ. Þótti gott að setjast niður ogfá sér kaffi, spjalla og hlusta á snillinga framtíðarinnar. H.U.H. menn tóku líka nokkur lög. Allir sem komu á þessa tónleika ogdansleikinn um kvöldiðfengu afhent merki fá S.Í.H.U. sem það lét gera í tilefni dagsins og það er gaman fyrir þá sem komu að eiga þetta sem minjagrip. Framundan er svo Fjölskylduhátíðin Húnaveri um Jónsmessuna, dagana 22. til 24. júnf nk. Kveðja, Alda Friðgeirsdóttir

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.