Harmonikublaðið - 01.05.2007, Síða 16

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Síða 16
Kári Viðar Árnason Minning ~ jrpc arnc Enn á ný erum við minnt á hversu hverfult lífið er og hversu stutt er á milli iðandi lífs og dauða, hversu lítið við mannanna börn vitum. Þessu fundum við féiagarnir fyrir við skyndilegt og ótímabært fráfall Kára Viðars Árnasonar. Hann fæddist í Gilsbakka á Húsavík 25. ágúst 1950 og lést 22. janúar 2007, sonur hjónanna Katrfnar Friðbjarnardóttur og Árna Kárasonar ábúenda á Hallbjarnar- stöðum. Þar ólst hann upp og átti heima upp frá því. Strax á unglingsárum varð hann þátttakandiíbúskapoggrásleppuveiðum sem faðir hans stundaði, en tók síðan við því þegar heilsa foreldra hans bilaði. Ennfremur stundaði hann ýmsa íhlaupa- vinnu. Hann var völundur í höndunum sama á hverju hann snerti og þess nutu nágrannar hans og vinir. Snemma fékk hann áhuga á jarðfræði og fylgdist með störfum jarðfræðinga sem voru við rannsóknir f Hallbjarnar- staðakambi, eins las hann sér til í jarðfræðibókum. Árið 1994 réðst fjöl- skyldan í að setja upp safn með steingerfingum úr Tjörneslögunum. Greindi hann sjálfur hinar ýmsu tegundir skelja og kuðunga, svo steingerfinga- fræðingar þurftu ekki mikið að leiðrétta. Kári kvæntist 18. febrúar 1973 Fanneyju Sigtryggsdóttur frá Húsavík. Börn þeirra eru Árni Viðar og Sigrún Hulda. Tónlistin skipaði stóran sess ílífi Kára. Fyrstu kynni hans af harmonikunni voru um fermingu, en þá fékk Eiður bróðir hans harmoniku hjá Ingólfi Friðbjarnar- syni móðurbróður þeirra. Um tvítugt eignaðist hann fyrsta rafmagnsorgelið, nokkru seinna fyrstu harmonikuna. Árið 1990 gekk hann í Harmonikufélag Þing- eyinga, þar sat hann tvisvar í stjórn og síðast sem varaformaður. Fljótlega fór hann að spila á dansleikjum félagsins, fyrst með Strákabandinu, síðan með Hákoni Jónssyni en síðustu tvö árin einn. Hann var góður harmoniku- og hljóm- borðsleikari. Hann gekk ekki í tónlistar- skóla utan örfárra tíma sem hann tók sér til gamans í trommuleik en hann hafði næmt tóneyra og var því fljótur að læra lög sem hann spilaði síðan eftir eyranu. Kára þótti vænt um Harmonikufélag Þingeyinga, þar starfaði hann af lífi og sál, ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Við félagarnir kveðjum nú góðan félaga og vin og þökkum fyrir samfylgdina. Þá minnumst við góðra stunda á samkomum og eins úr ferðalögum félagsins. Ég veit að þessar minningar létta okkur söknuðinn. Við sendum Fanneyju, Árna, Sigrúnu og David innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Sólglit á silfurfleyi Sál þinni fylgja megi Gakktu svo guðs á vegi Góði vinuryndislegi. Höfundur Svanhildur S. Leósdóttir Fyrir hönd Harmonikufélags Þingeyinga. Kristján Kárason „Hjá mér er oft vísnavon“ Bókina „Hjá mér er oft vísnavon" gaf ég út síðla árs 2005. Upplagið seldist á rúmum mánuði. Ég lét prenta smávegis viðbót ári síðar og á eitthvað til af þeirri prentun ef einhverjir hefðu hug á að eignast bókina. Ég læt fljóta með eina vísu úr bókinni með smávegisviðbót. Þessi vísavarðtilsem sjálfskynningá vísnakvöldi fyrir meira en 40 árum. Hjá mér oft er vísnavon, vfðlesinn og pennaglaður. Heiti Birgir Hartmannsson hesta- drykkju og kvennamaður. Einhverjum áratugum seinna varð kynningarvísan svona: Hjá mér oft er vísnavon, víðlesinn og glaður. Heiti Birgir Hartmannsson hesta- og drykkjumaður. Og enn hallar undir fæti: Og að lokum þessi: Getunni aftur í flest öllu fer, förlast mér kraftur að brölta, í gleymskunnar hafti ég gáfuna ber, gómar 1 kjaftinum skrölta. Hjá mér enn er vísnavon, voða glaður. Heiti Birgir Hartmannsson hestamaður. Með bestu kveðju, Birgir Hartmannsson Nýr geisladiskur kominn út Út er kominn geisladiskur hjá Félagi Harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Félagið var formlega stofnað 5. október 1980. í tilefni af 25 ára afmæli félagsins var ákveðið að gera geisladisk með leik nokkurra félaga. Þessi diskur er nú loksins orðinn að veruleika. Það er ósk okkar að sem flestir eignist diskinn sem vonandi er nokkurs konar spegilmynd þessara ára, þó svo að upptökur hafi farið fram á 25. afmælisárinu.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.