Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15
Vid þessu komu engin viðbrögð, nema Þorgrímur bættist í aðdáendahóp Kaju. Kaja til mín komdu í nótt konan verður fegin Rúmið upp í hægt og hljótt hægra megin. Um kvöldið komu Húnvetningar til okkar og héldu með okkur ball. Þar voru góðir saman sestir sem að taka nikkur í. Þeir eru eftaust báðir bestir og böllin verða eftir því. 2. dagur Á laugardag ætluðum við í skoðunarferðina um Vatnsdalinn straxeftir morgunverð en töfðumst vegna þess að dekká rútunni var vindlaust. Þá orti Sigríður. A farkosti okkar finnst vera bið um ferðir hans mikið var spurt. Þingeyska loftið þoldi ekki við og þaut í skyndi á burt. Og Fía bætti við. Þetta skeður ekki oft hjá okkur Þingeyingum. Það er hart að þurfa loft að þyggja af Húnvetningum. En bláa tinda ber við loft blíðan svíkur ekki Til Þingeyrar skal þingeyskt loft á þessu svika dekki. Að sjálfsögðu bjargaði Jón Árni dekkinu með húnversku lofti og ók með okkur að Þingeyrum. Við kirkjuna tók á móti okkur staðarhaldari og sagði okkur sögu hennar og gripanna sem í henni eru. Fórum við svo út í góða veðrið og fann Þorgrímur í garðinum svepp með fremur skrítnu nafni, kippti í Sigríði, benti á sveppinn og sagði: Margur reyndist munkur þar mikill kvenna hrellir. Nú eraf sem áðurvar aðeins fýlu bellir. Við þetta varð Sigríði orðfall um stund en það stóð ekki lengi. Ósköp skrítin áðan varð allvel þó ég slippi. Mig eina leiddi út í garð ég átti að skoða.................fyluböll. Næst var áð í Þórdísarlundi og svo ekið í Vatnsdal og Forsæludal. Sigríður fór á kostum í leiðsögunni, sagði deili á bæjum og búaliði og sögur með. Birti ég hér Ijóð eftir hana um sveitina. Hugurinn leitar oft heim í dal Áin lygn og Ijómandi blá hér átti ég bernskusporin. þar liðast bakkanna milli. í fagurri sveit við fjallasal Tignarleg fjöllin og heiðin há þar fuglarnir sungu á vorin. hér líta má skaparans snilli. í Forsæludal tóku ættmenni Sigríðar á móti okkur með viðhöfn og drukkum við miðdegiskaffi í garðinum. Einhver nefndi að það hefði verið langt fyrir Ármann að sækja konuefnið alla leið f þennan afskekkta dal og þóttist Fía eitthvað vita um það. Ég held að þessa löngu leið lítið hafi hann setið. Það eitt er vitað að hann skreið á endanum í fletið. Eftir kaffið í Forsæludal kláruðum við Vatnsdalshringinn í sól og tuttugu stiga hita og héldum heim á Húnavelli. Um kvöldið bauð H.U.H. okkuríléttarveitingarogballíhúsnæði þeirra á Blönduósi. Þar spiluðu bæði Húnvetningar og Þingeyingar og var mikið fjör á dansleiknum. Um kvöldið fékk Sigurður lánaða töflu við höfuðverk hjá Sigríði og þessi vísa fylgdi. Fyrir endann ekki er séð er nú Siggi fallinn. En Fía er ósköp ánægð með uppdópaðan kallinn. 3.dagur Þráttfyrirvöku fram á nóttvöknuðu menn hressirásunnudagog upphófu kveðskap við morgunverðarborðið. Var tilefnið að menn fundu ekki smjörið og kvaðst Stefán Þórisson hafa týnt tönn við að naga þurrar brauðskorpurnar og kyngt henni. Varð sú tönn fljótlega að fleiri tanngörðum, eins og fjöðrin í sögunni forðum, en smjörið fannst og var vel þegið. Um smjörið orti Sigríður. Er á borðum ekkert smjör ýmsum það til baga. Búa mátti bág við kjör brauðið þurrt að naga. Um tennurnar orti Fía. Ósköp fylgja ýmsum mönnum ef þeir smakka brennivín. Stebbi og Ásgeir týndu tönnum tannleysi er ekkert grín. Ekki dugðu eitt né tvö óvíst er um hina En hann Stebbi át nú sjö ofan á brauðsneiðina. Tennur þarf að tyggja smjörið. Allt tókst þó vel í þetta sinn Afsannri snilld þeirsáu um fjörið og samnýttu bara tanngarðinn. Eftir morgunverð tókum við saman föggur okkar því meiningin var að koma við á Landbúnaðarsýningunni á Sauðárkrók, sem við gerðum og heimsækja Alla ísfjörð og Unni, en þau eru nýlega flutt þangað frá Húsavík. Þar fengum við veislu og allir héldu heim saddir og sælir. Aðeins einn maður í ferðinni var klæddur eftir veðri og varð búningurinn Stefáni Þórarinssyni að yrkisefni og finnst mér vel við hæfi að vísan hans séu lokaorð þessarar ferðasögu. Hætta er mjög á heilsutjóni heilsa er öllum mikils verð. Mér sýnist rétt að senda Jóni sokka fyrir næstu ferð. H.B.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.