Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 17
Reijo Kumpulainen ogTatu Kantomaa Tónleikaferð um landið 19. - 24. apríl 2007 17. apríl kom Reijo til landsins. 18. apríl fóru þeir félagar í upptöku í sjónvarpinu sem birtist þá sama kvöldið. Þar léku þeir Jolly Cabalero eftir Petro Frosini. 19. apríl voru þeir með tónleika í Neskirkju kl. 13:00 Mætingvarþokkaleg, eða um 160 manns og móttökur góðar. Eftir tónleikana á öllum stöðunum var harmonikusýning hjá EG-Tónum og voru þar sýndar rúmlega 40 harmonikur, að vísu sumstaðar færri þar sem húsrúm leyfði ekki meira pláss. Vorum við með Ford Transit til ferðarinnar og mátti sá bíll ekki minni vera. Þegar klukkan var að verða 17.00 þennan dag, þó enn væru áhugasamir tónleikagestir að skoða harmonikur, þá var allt drifið út f bíl og haldið á Blönduós þar sem tónleikar byrjuðu f Vinabæ kl. 20:30. Vinabær er húsnæði Flarmonikufélags Húnvetninga og var okkur mjög vel tekið þar. Við vorum rétt komnir ítæka tíð til að stilla upp harmonikum og gera allt klárt áður er fólkið fór að streyma að. Þar var kvöldið. Þingeyingar mættu vel og var stemmningin á þessum tónleikum ein sú besta í ferðinni. Þarna kom fólk allt frá Þórshöfn á Langanesi og vestan frá ísafirði. Um kvöldið um kl. 24, þegar við lögðum af stað til Akureyrar, var farið að hríða og kominn svolítill snjór á Fljótsheiðina en allt gekk þetta þokkalega samt. 21. aprfl voru síðan haldnir tónleikar Laugarborg f Eyjafirði kl. 15:00 sem gengu vel miðað við vonir. Undirtektirvoru góðar og þokkalega mætt. Eftir harmonikusýn- ingu þar um kvöldið var haidið til Egils- staða. Við vorum ekki sérstaklega heppnir með veður á þessari leið og skyggni í Mývatnssveit ekki gott en náðum þó í Egilsstaði fyrir miðnætti. ásamttónleikum um kvöldiðf Nýheimum. Undanfarna daga hafði verið tónleikaröð þar þannig að okkur var tjáð að Hornfirðingar myndu nú kannski ekki fjölmenna en þetta voru góðir tónleikar og þeir síðustu í þessari röð. 24. apríl héldum við snemma morguns af stað í átt til höfuðborgarsvæðisins og stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni. Finnarííslensku landslagi. Tónleikar og harmonikusýning. nánast fullt hús og kom fólk frá Hvammstanga ogSkagafirði. Eftirþennan dag voru allir orðnir þreyttir og því var ekki farið lengra þann daginn. Föstudaginn 20. apríl var svo haldið í átt til Akureyrar eftir að Alda Friðgeirs hafði boðið okkur í morgunverð íVinabæ. Á Akureyri var stoppað einhverja stund og tekið smá viðtal í svæðisútvarpinu þar, síðan hatdið austur í Breiðumýri í Reykjadal og haldnir tónleikar þar um 22. apríl voru haldnir tónleikar í Egilsstaðakirkju kl. 13:00 og síðan í Grunnskóla Reyðarfjarðar um kvöldið. Báðir þessir tónleikar tókust vel þrátt fyrir dræma þátttöku á þessum stöðum. Þess skal getið að auglýsingin sem átti að koma í Sjónvarpsdagskránni á þessu svæði birtist ekki þannig að einungis var um að ræða útvarpsauglýsingar. Að morgni 23. apríl. var haldið til Hornafjarðar og tókum við daginn í það Þó veðurblíðan léki ekki við okkur þá lét Reijo það ekkert á sig fá og naut þess að skoða náttúru landsinsokkar. Þeirfélagar voru þreyttir en ánægðir með þessa ferð. Við viljum þakka öllum þeim sem upplifðu þessa tónleika með okkur fyrir komuna og hver veit nema við eigum eftir að heyra meira frá þeim félögum í framtíðinni. Einar Guðmundsson

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.