Harmonikublaðið - 01.05.2007, Qupperneq 6

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Qupperneq 6
Dagur harmonikunnar Haldinn hátíðlegur um land allt yz áfe3Eik'Mife JrrC ^yjv> ^TC JrnC ^J*> STC Harmonikufélag Héraðsbúa Harmonikufélag Héraðsbúa hélt upp á dagharmonikunnar5. maf meðtónleikum í Fellaskóla. Þar spilaði sveit félagsins fjögurlög, þávorutveirdúettar. Feðgarnir Hreinn og Bjarmi fluttu Eldmarsinn, lag Hreins rétt mánaðargamalt og sfðan fluttu Guttormur og Torvald Gjerde tvö lög. Félagar úr HFH léku í nokkrum verslunum, sjúkrahúsinu á Egilsstöðum ogíþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Um kvöldið var dansað í Ekkjufelli en þar hefur félagið verið með lífleg danskvöld annan hvern föstudag síðan sl. haust í umsjón Jóns Karlssonar. HÉRAÐSBÚA í stuttu spjalli við Jón kom fram að áður hafði félagið leigt annað húsnæði sem var óhentugt fyrir þessa starfsemi. Sem fyrr segir var spilað og dansað annað hvertföstudagskvöld sl. vetur. Þetta þótti góð æfing fyrir alla og var vel sótt af félögum sem öðrum enda allir velkomnir og gjaldi stillt í hóf, kr. 500,- Kjörorðið er „maður er manns gaman". Ætlunin er að halda áfram á sömu braut með haustinu enda mikil ánægja með framtakið og til marks um það þá gengu 11 í félagið sama kvöldið. Gylfi, Dvalinn, Guttormur; formaður og fyrrv. formaður HFH. Dansað á Ekkjufelli. Svavar Máni á tönleikum HFH. SveitHFH á tónleikum ÍFellasköla 5. maí. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík Félag harmonikuunnenda f Reykjavík tók daginn snemma og voru 8 sveitir og einstaklingar á vegum félagsins komnir á kreik um kl 11.00 umrædddan dag og hófu að leika fyrir gesti og gangandi á nokkrum helstu stöðum borgar- innar. Áheyrendur kunnu þessari uppákomu einkar vel og voru viðtökur frábærar. Má segja að spilað hafi verið nær linnulaust til kl 17.00 og var há- punkturþessadagstónieikaríRáðhúsinu sem tókust mjög vel. Þarna komu fram vaskar sveitir frá Harmonikufélagi Reykjavíkur, Félagi harmonikuunnenda í Reykjavfk, Harmo- nikufélagi Suðurnesja, Harmonikufélagi Selfoss og Hljómsins. Viðtökur áheyr- enda voru frábærar, enda var dagskrá hljómleikanna hin vandaðasta í alla staði. Það er óhætt að segja að þessi dagur tókst f alla staði mjög vel og vonandi er dagur harmonikunnar kominn til að vera. Bestu kveðjur, Gunnar Kvaran Ungtingahljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík á tónleikum í Húsgagnahöllinni á Degi harmonikunnar5. maísl.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.