Harmonikublaðið - 01.05.2007, Qupperneq 4

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Qupperneq 4
Frá formanni S.Í.H.U. Ágætu félagar. Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að árið 2007 verði okkur öllum gott og farsælt harmonikuár. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að halda dag harmonikunnar og hefur stjórn S.Í.H.U. unnið að skipulagningu og auglýsingum á honum, en eins og allir vita var dagur harmonikunnar haldinn þann 5. maí síðastliðinn. Það ég best veit þykir þokkalega hafa til tekist og er fjallað um það sem félögin gerðu á sínum félags- svæðum í blaðinu. Auðvitað hefðum við viljað að öll aðildarfélögin tækju þátt í deginum en við öllu verður ekki séð. Ekki er komið fyllilega í Ijós hver auglýsinga- og kynningarkostnaður er af degi harm- onikunnar en við vonum, hver sem hann er, að þeim peningum hafi verið vel varið. Innan skamms verður ný heimasíða S.Í.H.U. tekin í notkun en að henni hefur verið unnið f vetur og verður vonandi til þess að auðveldara verði að koma fréttum afstarfi á framfæri. Eitter þó Ijóst að okkur vantar einhvern sem hefur áhuga og getu til þess að sjá um síðuna því að heimasíða sem ekki er í takt við það sem er að gerast á hverjum tíma er til lítils. Áhugasamir hafi sambandi við undirritaðan. Fyrir nokkru síðan var Einar Guðmunds- son varaformaður á ferð um landið með tvo frábæra finnska harmonikuleikara, þá Tatu Kantomaa og Reijo Kumpulainen. S.Í.H.U. lagði fram styrk til þessarar ferðar þannig að hægt væri að halda tónleika á sem flestum stöðum. Þessir tónleikar voru hin besta skemmtun og sýndi svo ekki verður um villst að það er hægt að spila margbreytilega tónlist á harmoniku. Stjórn S.Í.H.U. hefurskipað ungmenna- nefnd og er hlutverk hennar meðal annars að gera tillögur til stjórnar lands- sambandsins til eflingar á harmonikuleik almennt en einnig að laða ungt fólk að harmonikuleik. í nefndinni eiga sæti Oddný Björgvins- dóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Arnar Ingi Tryggvason og hefur nefndin þegartekið til starfa. Stjórn S.Í.H.U. hefur verið að vinna að unglingalandsmóti ognú ersvo komið að ákveðið er að mótið verði haldið f haust, á Hellu og mun Harmonikuakademían á íslandi taka að sér framkvæmd og skipulag f samvinnu við jóhann Bjarna- son formann Harmonikufélags Rang- æinga. Því miður hefur farið svo að sökum mikilla verkefna baðst Egill Jónsson ritari S.Í.H.U. undan því að sinna störfum í stjórninni þetta starfsár. í stað hans kom inn varamaður, Hildur Petra Friðriksdóttir sem, eftir til þess að gera stuttan tíma í stjórn, baðst einnig undan því að starfa með okkur sökum mikilla anna. Við sem eftir erum verðum að leysa úr þeim verkefnum sem að kalla, fram að næsta aðalfundi en þeim Agli og Hildi Petru er hér með þökkuð störf í þágu sam- bandsins. Næsti aðalfundur S.Í.H.U. verður haldinn á vegum Félags Harmoniku- unnenda í Skagafirði í haust og verður nánar boðaður er nær dregur. Ljóst er að þar þurfum við að ræða málin og taka mikilsverðar ákvarðanirvarðandi framtfð sambandsins og félaganna. Ekki varð sá árangur sem vænst var af áskriftarsöfnun fyrir Harmonikublaðið en þó mun áskrifendum hafa fjölgað talsvert. Fyrir hönd S.Í.H.U. vil ég þakka Hreini Halldórssyni fyrir mikla vinnu og lofsvert framtak við útgáfu blaðsins en margir hafa sagt mér að sjaldan hafi blaðið verið betra frá upphafi. Kæru vinir og félagar! Vona að sumarið verði ykkur gæfuríkt og sjáumst á hinum fjölmörgu samkomum harmonikumanna í sumar. JÓNASÞÓR Jón Þorsteinn Reynisson lýkur framhaldsprófi í harmonikuleik Jón Þorsteinn fæddist í Skagafirði 1988. Hann er sonur hjónanna Reynis Sveins- sonar bónda í Mýrakoti og Önnu K. Jóns- dóttur organista og tónlistarkennara. Hann byrjaði að læra á pfanó og blokkflautu 5 ára gamall og hóf samhliða því nám á harmoniku 8 ára, en það sama ár lék hann einleik á harmoniku með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum hennar á Hofsósi. 10 ára tókjón Þorsteinn þátt í hæfileikakeppni á vegum F.H.U.R. í Reykjavík og sigraði í sínum aldursflokki og 13 ára sigraði hann í einleikarakeppni MENOR sem haldin var á Akureyri. Hann hefur auk þess spilað á harmoniku- landsmótum og ýmsum öðrum samkom- um og tónleikum víða um land. Fram til vorsins 2006 lék hann eingöngu á píanóharmoniku en skipti þá yfir á hnappaharmoniku. Nú í vor lýkur hann framhaldsprófi í harmonikuleik auk tónfræðigreina frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Jón ðsamtSveini Sigurbjömssyni skólastjóra Tóniistar- skóla Skagafjarðar og Stefáni R. Gíslasyni. Kennarar hans eru Stefán R. Gíslason sem kennt hefur honum á pfanó og harmoniku frá upphafi og Thomas R. Higgerson sem kennir honum bóklegu greinarnar. Samhliða tónlistarnáminu stundar Jón nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Tónleikadagskráin Sonata í C-dúr- Domenico Scarlatti 24th Caprice - Niccolo Paganini Nocturne op. 9 nr. 2 - Frederic Chopin Libertango - Astor Piazzolta Flightofthe bumble bee - N. Rimsky-Korsakov Inventio nr. 4-Johann Sebastian Bach Suite Gothique op. 25 - Leon Boellmann Coral - Introduction Menuett Priere A Notre Dame Toccata

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.