Harmonikublaðið - 01.05.2009, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Síða 4
Frá formanni S.f.H.U. Góðir félagar. Frá því að síðasta Flarmonikublað kom út hefur margt á daga okkar stjórnarfólks S.Í.Fl.U. drifið, svo ekki sé meira sagt. Eins og þeir sem sátu aðalfundinn í haust vita voru það mikil vonbrigði að rekstur landsmótsins í Reykjanesbæ stóð í járnum þannig að þær tekjur sem sambandið hefur haft af landsmótshaldi eru ekki til staðar núna. Eins og nærri má geta var þetta mjög slæmt því að erfitt er að gera eitthvað án þess að hafa fjármagn til þess. Stjórn hefur því orðið að draga úr rekstr- arkostnaði eins og frekast er hægt og kemur það niður á því meðal annars að ekki var hægt að auglýsa Flarmonikudag- inn eins vel og við hefðum helst kosið að þessu sinni. Ritstjóri Harmonikublaðsins Hreinn Hall- dórsson hefur hætt störfum og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum vel unnin störf íþágu S.Í.H.U. við blaðaútgáfu og annað sem leitað hefur verið með til hans. Afframansögðu séstað útgáfa Harmoniku- blaðsins var í uppnámi og hafa stjórn- armenn leitað eftireinhverjum aðilatilað taka við ritstjórn og umsjón blaðsins en því miður hefur það ekki borið árangur enda Ijóst að miðað við rekstur og umfang blaðsins er ekki um háar greiðslur að ræða fyrir þetta starf. Á stjórnarfundi þann 4. apríl sfðastliðinn voru málefni blaðsins rædd og aðeins um tvennt að gera, það er að segja að leggja blaðið niður eða að stjórnarmenn reyndu að halda því úti fram að aðalfundi. Við stjórnarmenn ákváðum að reyna fyrir okkur í blaðaútgáfu til stutts tíma og eins og margir nú þegar vita höfum við verið að leita að greinum og auglýs- ingum í blaðið sem mun koma út um miðjan maí ef allt gengur að óskum og mun Gunnar Kvaran hafa á höndum umsjón með blaðinu fyrir hönd stjórnarinnar þangað til aðalfundur ákvarðar hver fram- tfð Harmonikublaðsins endanlega verður. Nefndirsem skipaðarvoru á síðasta aðal- fundi hafa hafið störf og miðar vinnu þeirra allvel. Nefndirnar hafa sent frá sér til stjórnar frumdrög að tillögum sem hafa verið rædd og í framhaldi þar af skoðuð betur af nefndunum og tillögur verða lagðar fyrir aðalfund í haust þar sem þær fá afgreiðslu. Stærstu málin sem fjallað er um eru fjármál, markmið, skipulag, ungl- ingalandsmót og landsmót S.Í.H.U., með öðrum orðum er þarna verið að ræða fram- tíð sambandsins og aðildarfélaganna en ég tel að félögin og sambandið fylgist að hvað þessi mál varðar. Við tókum þá ákvörðun að láta framleiða diska með upptökum frá landsmótinu í Reykjanesbæ og bjóða þá til sölu. Fram- leidd hafa verið 100 sett en hvert sett inniheldur 8 DVD diska og er óhætt að segja að Gunnar Kvaran hafi borið hita og þunga af samskiptum við fyrirtækið sem bjó diskana til ásamt því að pakka þeim og senda til okkar stjórnarmanna sem höfum verið að selja þá. Diskarnir inni- halda upptökuraföllu mótinu en efnið var mjöglítið klippt, þarsem slíkvinna ermjög dýr þá var horfið frá framkvæmd þeirrar vinnu. Ef allir diskarnir seljast aflar það sambandinu nokkurs fjár sem ekki er vanþörf á. Heimasíða sambandsins eins og hún er núna virðist ekki vera mikið sótt og félögin hafa ekki nýtt sér hana að neinu gagni sem er ef til vill höfuðástæðan. Það er alveg skýrt að sfðu sem ekkert breytist frá degi til dags nennir enginn að heimsækja. Yfir stendurvinna við að skoða heimasíðumál S.Í.H.U. en ekki er tímabært að ræða þau mál frekar hér að þessu sinni. Þegar þessi grein er skrifuð er Harmoniku- dagurinn 2. maíframundan og að því sem best er vitað munu 12 félög taka virkan þátt f deginum og mun framkvæmd hans verða með ýmsum hætti bæði með stórum hljómleikum, dansleikjum, einnig munu harmonikumenn spila í fyrirtækjum og stofnunum vfðs vegar um landið. Harm- onikudagurinn verður auglýstur á sam- lesnum rásum RUV en félögin munu aug- lýsa það sem þau standa fyrir hvert á sínum stað. Vonandi verður það svo að myndir og greinar frá þessum degi ná því að komast inn í blaðið. Næsti aðalfundur S.Í.H.U. verður haldinn af Harmonikufélagi Héraðsbúa ogverður hann kynntur annars staðar í blaðinu. Framundan er skemmtilegur tími í starfi harmonikufélaga, en þar á ég við hinar ýmsu hátíðir víðs vegar um landið sem félögin standa fyrirogsjálfsagtverða þær kynntar og auglýstar í blaðinu ef ég þekki rétt. Ég vil að gefnu tilefni taka það fram að við stjórnarfólk S.Í.H.U. erum tilbúin til að mæta á þessar hátíðir eða aðrar upp- ákomur félaganna eftir því sem félögin óska og ef við getum gert þar eitthvað gagn erum við tilbúin svo framarlega að við getum komið þvívið sökum annarra starfa, en það er vel líklegt að einhver eða ein- hverjir stjórnarmenn gætu sótt slík mót. Ég vona að eins og fyrr leggi félögin metnað sinn í að gera þessar hátíðir sem best úr garði því að til þess að þær megi stækka og dafna þurfum við að gera betur f ár en ífyrra, betur ídagen ígærefsvo má segja. Ég vona að unga fólkið okkar fari að taka meiri þátt í þessum hátíðum þvf að það er jú unga fólkið sem er framtíðin og fram- gangur harmonikutónlistar í landinu er undir því kominn að það taki við. Góðir félagar. Þó að margt bendi til að komandi ár verði landi og þjóð þar með talið okkur harmonikuunnendum erfitt, þá megum við ekki láta það á okkur fá, heldur verðum við að efla félögin, sambandið og okkur sjálf, fá unga fólkið til starfa og end- urskipuleggja félögin og sambandið, fjár- málin og kynningarmál, þ.e.a.s. athuga öll okkar mál til þess að verða hæfari til að takast á við komandi tíð með það sem takmark að vegur harmonikunnar verði sem mestur á komandi árum. Með sumarkveðjum til ykkar allra. Jónas Þór 4

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.