Harmonikublaðið - 01.05.2009, Qupperneq 8

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Qupperneq 8
Harmonikudagurinn á Norðfirdi Heilirog sælirfélagar. Við hjá Félagi harmonikuunnenda Norðfirði vorum með skemmtifund 2. maí sl. í Nes- skóla. Fengum við marga góða gesti á aldr- inum 3-93 ára. Ragnar Ingi Axelsson 12 ára spilaði og svo 2 gestir, Karl Kjelm og Bjarki Friðgeirsson. Við vorum með margar harmonikurtilsýnis, bæði félagsmanna og einnig sem við fengum lánaðar hjá bæjarbúum, einnig settum við upp smá myndasýningu af starfsemi félagsins, ferðalögum og gömlum spilurum, notuðum allar myndir sem við náðum í. Boðið var upp á kaffi, konfekt og kleinur. Það voru allir ánægðir með kvöldið bæði gestirogfélagar. Góðar kveðjur frá FHUN Elín Ólafsdóttir Harmonikulandsmót 2008 Helgina 17. -19. nóvember var Harmoniku- landsmót að Reykjum í Hrútafirði. Við sem tókum þátt í þessu komum að Reykjum kl. 17:30 á föstudeginum, við byrjuðum á því að fá herbergið okkar, svo fórum við að flytja farangurinn upp í herbergi og gerðum það tilbúið fyrir nóttina, svo fengum við að borða (nammi, namm). Eftir mat fórum við að æfa uppi í herberginu hans Halldórs tónlistarkennara og Einars Hólm. Næst fórum við á æfingu í íþróttahúsinu og það gekk vel, svo fórum við út að leika okkur. Upp úr kl. 23:00 fórum við upp í herbergi að lesa og sofa. Morguninn eftir fengum við morgunmat, svo var æfing í íþróttahús- inu og þá var Lydía Nína komin. Svo fórum við í leikjasalinn í næsta húsi við skólann og það varfjör en svo þegarvið vorum búin að vera svolítið lengi þá þurftum við að borða hádegismat kl. 12:00. Eftir hádegi var aðal samspilið, þá spiluðu sumir einir en aðrir íhópum, Steinþór Logi spilað einn og gekk það vel hjá honum, svo fórum við íkaffi. Þegar viðvorum búin íkaffi þáfórum við aftur í leikjasalinn og sund, við fórum í “Grísinn í miðjunni”. Svo fengum við kvöld- matinn og svo fórum við að leika okkur aftur. Elísa Katrín og Steinþór Logi fóru að lesa en Lydía Nína var að dunda sér eitt- hvað. Svo komu Árný, Kolbrún og Sóley og þá fórum við að gá hvar Lydía Nína væri og þá var hún bara steinsofnuð ZZZZZZZZ. Við Harmoniku- dagurinn í Reykjavík Félag harmonikuunnenda í Reykjavík lét sitt ekki eftir liggja á Harmonikudaginn. Félagar tóku daginn snemma og hófu harm- onikuleik og kynningu á hljóðfærinu á nokkrum stöðum íborginni ogmá þarnefna staði eins og Kringluna, Smáralind, Kola- portið og Byko. Hljóðfæraleikurunum var mjögveltekið oger óhættað segja að þeir sem gáfu sér tíma til að leggja við hlustir kunnu þessu uppátæki vel og létu óspart í Ijós ánægju sína með framtakið. Það er augljóst að Harmonikudagurinn er kominn til að vera og hreint ótrúlegt hvað margir áheyrendur sögðust bíða þessa dags með óþreyju. Það er von okkar að þessi dagur eigi eftir að ná enn frekari útbreiðslu meðal lands- manna og að aðildarfélögin í landinu sýni metnað sinn f að gera þennan dag sem ánægjulegastan næstu árin. G. Kvaran töluðum við stelpurnar nokkuð tengi en svo fórum við að sofa kl. 24:00. Um morguninn vöknuðum við snemma til að taka saman dótið og fórum með það út í bfl. Eftir morg- unmatinn fórum við út í íþróttasal og við spiluðum á harmonikurnar, svo fengum við viðurkenningu og svo fórum við heim. Harmonikulandsmótið var mjög skemmti- legt og það var mjög gaman að taka þátt í því. Steinþór Logi í 4. bekk og Elísa Katrín í 6. bekk, Grunnskólanum Tjarnarlundi, Dalabyggð. Kveðja frá Hreini Halldórssyni Ágætu áskrifendur og lesendur Harmoniku- blaðsins! Undanfarin þrjú ár hef ég borið ábyrgð á Harmonikublaðinu ogreyntað koma þvítil skila með m.a. f huga að: • blaðið miðlaði upplýsingum til lesenda sinna um starf hinna ýmsu félaga innan S.Í.H.U. • blaðiðværi vettvangurskoðanaskipta um málefni tengd harmonikunni. • blaðið gæti aukið áhuga á harmonikunni sem hljóðfæri og tónlist tengdri henni fyrir alla aldurshópa. Þar má t.d. nefna lagasmíðar ungmenna. • blaðið væri fræðandi, upplýsandi og ekki síst skemmtilegt aflestrar. Nú er það svo að þetta hefur gengið misvel og kannski ekki mitt að dæma hvernig til hefur tekist. Ég vil þó beina þvítil allra sem þetta lesa að vera vakandi fyrir efni sem hugsanlega væri gaman að sjá í blaðinu. Það er auðveldara fyrir ritstjóra að skera niður efni heldur en að að leita að því vítt og breitt. Þó Harmonikublaðið sé ekki stórt þá þarf að leggja all nokkurn tíma í efnisöflun, búa blaðið til prentunar, pakka og setja í póst ásamt því að halda utan um áskrifendur og greiðslur árgjalds sem misvel gengur að innheimta. Þrátt fyrir þetta þá hef ég haft allnokkra ánægju af umsjón blaðsins og vil hér með þakka öllu því góða fólki sem hefur aðstoðað mig með einum eða öðrum hætti. Sérstakar þakkir fær þó Jóhanna, konan mín, sem hefur að mestu leyti séð um pökkun blaðsins, sem er þó nokkur handa- vinna. Um leið og ég þakka fyrir mig þá óska ég lesendum öllum gleðilegs sumars og vona að allir reyni að njóta þess að vera til. Að lokum þá óska ég Harmonikublaðinu langra lífdaga og nýjum ábyrgðaraðilum góðs gengis. Hreinn Halldórsson 8

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.