Harmonikublaðið - 01.05.2009, Page 17
Bréf til Harmonikubladsins
Ágætu harmonikuunnendur, komið þið öll
blessuð og sæl oggleðilegt sumar. Nú hillir
undir að okkar ágæta harmonikublað komi
út með öllum upplýsingum um sumarstarfið
ogýmislegt fleira. Því það styttist í að stór-
fjölskyldan hittist, vertíðin fer að hefjast.
Það var haft samband við mig og ég beðinn
að setja eitthvað saman fyrir blaðið, sem
stendur nú á tímamótum þar sem ekki hefur
tekist að fá arftaka Hreins Halldórssonar
sem sinnt hefur blaðinu með ágætum, en
er nú hættur. Égvil nota tækifærið og þakka
honum hans ágæta framlag til blaðsins und-
anfarin ár.
Ef ég stíg nú skref afturábak til haustfund-
arins sem haldinn var að Núpi í Dýrafirði
sl. haust, en þar mætti ég sem fulltrúi harm-
onikuunnenda Vesturlands. Þar talaði
jónas Þór Jóhannsson formaður S.Í.H.U. um
að það væruð þið einsoghann orðaði það,
sem ákvæðuð hvað S.Í.H.U. þyrfti að gera,
eða íþeim dúr ef ég man þetta rétt. Sem er
bara gott mál.
Þá dettur méríhug hvortS.Í.H.U. gæti ekki
beitt sér fyrir betra aðgengi að nótum af
lögum til að spila. Ég var í tónlistarskóla
eins og svo margir aðrir og lærði nótur og
spila eftir þeim. Ég veit að það eru margir
á sama báti og ég. Það er mjög erfitt og
jafnvel ómögulegt með örfáum undantekn-
ingum að fá nóturaft.d. dægurlögum sem
passa harmonikunni. Lög með hljóm-
sveitum eins og hljómsveit Ingimars Eydal,
Ragga Bjarna, Hauki Morthens, Óla Gauk,
Svavari Gests ogfleirum íþeim dúr, þessari
flottu sveiflutónlist sem var sem vinsælust
á árunum fyrir 1970. Nú ertæknin orðin það
mikil að það er hægt að spila af hljómborði
beint inn í tölvu sem les hljóðið og breytir
þvíyfirínótur. Það þarfekki nemaeinfalda
laglínu með hljómum fyrir ofan til að það
gagnist mörgum. Ég tek ofan fyrir þeim
heiðursmönnum eins og Braga Hlíðberg,
Aðalsteini ísfjörð, Guttormi Sigfússyni og
fleirum sem hafa látið nótusetja lögin sín
oggefið fólki kostá að kaupa heftin sín. Ef
menn spila á gítar þá er hægt að fá nánast
hvaða lag sem er textað og hljómasett á
netinu, en ef maður er svo óheppinn að
spila á píanóhljóðfæri er allt annað í gangi.
Það er að vísu gaman að spila valsa, polka,
ræla og vínarkrusa, en það er líka gaman
að breyta til og spila falleg dægurlög, en
þau eru bara Iftt fáanleg á nótum. Efég get
orðið að liði við slíkt er ég til, ég skal t.d.
taka að mér að gorma öll þau hefti sem
gefin verða út, ef af verður. Lfka ef menn
eru með handskrifaðar nótur, skal ég ef
menn vilja skrifa þær upp ítölvunni þannig
að þær verði læsilegri.
Svo vil ég sjá að félögin um landið bjóði
nemendum tónlistarskólanna upp á að æfa
saman með öllum hljóðfærum danslög,
halda svo ball með þeim á eftir þar sem þeir
geta spilað saman eða skipta hópnum
niður, þannig að nemendur fái tilfinningu
fyrir dansmúsík og þeir sjái árangurinn á
dansgólfinu. Því það er unun á þá að hlusta
þegar þeir eru að spila á sviði, hvað sumir
eru orðnir frambærilegir og komnir langt í
spilaleikni, en mér finnst vanta danspró-
grammið með f þeirra spilamennsku. Vil ég
svo Ijúka þessu með því að óska öllum
harmonikuunnendum bjartrarframtíðar og
velgengni um ókomin ár.
Bestu kveðjur til ykkar allra,
G.Helgi Jensson, félagi í Harmonikuunn-
endum Vesturlands. Sími: 894-1645
Hagyrdingakvöld í Húnavatnssýslum
Hið árlega hagyrðingakvöld harmoniku-
félaga í Húnavatnssýslum, var haldið að
venju síðasta vetrardag þann 22.apríl.
Er þetta í þriðja sinn sem það er haldið f
húsnæði félagsins f Ósbæ. Hér áður fyrr
var það haldið í félagsheimili Blönduóss.
Aðsóknin var mjög góð að þessu sinni, því
húsfyllir var.
Hagyrðingar voru fimm, þeir heimamenn
Jóhann Guðmundsson og Einar Kolbeins-
son, Jón Gissurarson úr Skagafirði og svo
Þórdís Sigurbjörnsdóttir og Dagbjartur Dag-
bjartsson bæði úr Borgarfirði.
Þeir létu gamminn geysa um menn og mál-
efni líðandi stundar, undir styrkri stjórn
Jóhanns Viðars, stemmingin var góð og
mikið hlegið.
Að lokum varsvo dansinn stiginn fram eftir
nóttu. Þar sem Elín og Hermann úr Skaga-
firði þöndu dragspilin ásamt liðsauka
heimamanna.
Hagyrdingará mótinu.
Þakka góða skemmtun Húnvetningar.
Björg Hans.
Elín og Hermann.
17