Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 13 Málverkasýning Guðna Hermansen EFTIR eldgosið. Af www.heimaslod.is/gudnihermansen. Grein Friðrik Asmundsson skrifar: Höfundur er fyrrum skólastjóri Stýri- mannaskólans í Vm. Sýningin á málverkum Guðna Hermansen var fjölsótt frá 18. til 27. apríl sl. Hún var haldin til þess að heiðra minningu hans og minnast þess að 28. mars sl. hefði hann orðið 80 ára, ef hann hefði lifað, en hann dó langt um aldur fram, 61 árs, árið 1989. Þeir sem að sýningunni stóðu og skipulögðu djasstónleika í tengslum við hana eiga þakkir skilið fyrir framtakið. Eins og allir Vestmanna- eyingar muna var Guðni listamaður, af guðsnáð, hvort sem það var málaralist eða sem djassleikari á saxófón eða píanó. Undirritaður er ekki menntaður listfræðingur en ég á auðvitað minn smekk eins og aðrir og hef lengi dáðst að listamanninum Guðna Her- mansen. Hann var mikill Vest- mannaeyingur. Enginn hefur talað eins fallega um fegurð Eyjanna í mín eyru eins og hann gerði. Og þegar saman fór fallegur rómur og mikil einlægni, hreifst maður með. Engum hefur tekist eins vel og honum að sýna fegurð Eyjanna í málverkinu. Fell, fjöll og eyjar sjást hvergi fallegri en hjá Guðna. Ég undanskil heldur ekki himin og haf og fantasíur hvers konar. Allt hrífur þetta þegar skoðað er. Sjaldan hef ég orðið eins undrandi og þakklátur og þegar Guðni mætti, vorið 1978, á skólaslit Stýrimanna- skólans með málverkið, Eftir gosið, sem gjöf til skólans. Ég fullyrði að þetta var verðmætasta gjöfin sem skólinn fékk þótt hún væri ekki notuð til kennslu eins og margar aðrar frábærar gjafir sem honum bárust. Eftir gosið úreldist ekki eins og siglinga- og fískileitartæki. Það merkilega við þessa mynd var að hún var máluð 1972, fyrir eldgosið 1973, en allir sjá hvað hún táknar. Aðra mynd málaði Guðni fyrir eld- gosið, hún heitir Hefnd Helgafells og á sama máta og Eftir eldgosið virðist sem Guðni hafi séð það fyrir. Hvað á maður að halda? Hann var mjög sár yfir meðferðinni á Helgafelli eins og hún var á árum áður. Mikil efnistaka úr því sámaði honum mikið og sættist hann alls ekki við þá meðferð á heilögu fjalli eins og hann kallaði það. Ég kann ekki að gagnrýna mynd- list. Það eina sem ég get sagt um myndir Guðna Hermansen er að mér finnst þær hver annarri fallegri og hef notið þess að virða þær fyrir mér, oft á vinnustofunni hans, þar sem andrúmsloftið var sérstaklega ljúft og gott í anda þessa ágæta meistara. Þessi ágæta sýning og tónleikarnir voru gott framtak Skafta Olafssonar og félaga og þeirra sem það studdu. Gaui í Gíslholti var sýningarstjóri með sóma eins og hans var von og vísa. Friðrik Ásmundsson. Kvenfélagið Líkn og Slysavarna- deildin EykyndiII buðu til suðrænnar veislu síðasta vetrardag. Níutíu konur mættu í veisluna sem var haldin í Alþýðuhúsinu en þetta er í fyrsta skipti sem félögin bjóða til sameiginlegrar veislu. Hafdís Snorradóttir var veislu- stjóri og matseðillinn var að sjálf- sögðu á suðræna vísu. I boði voru fjölbreytt skemmtiatriði m.a. voru Silja Elsabet og Hjálmar Ragnar með tónlistar- atriði og sömuleiðis Rakel og Þröstur. Súsanna Georgsdóttir, danskennari, kenndi konunum suðræna sveiflu og allar tóku lagið með Einari og Friðriki sem stóðu fyrir fjöldasöng. Happ- drætti með glæsilegum vinning- um frá Volare, Póley, Lyfjum og heilsu og Forlaginu vakti auð- vitað lukku. Volare og Lyf og heilsa gáfu einnig borðgjafir og snakkið var í boði Heildverslunar Karls Kristmannssonar. Stjórnir félagana voru að vonum DANSINN stiginn Súsanna Georgsdóttir, danskennari kenndi konunum suðræna sveiflu ánægðar með hvernig til tókst og til fyrirtækja sem studdu fram- sér vel og ákveðið er að halda vildu koma á framfæri þakklæti takið en allar konurnar skemmtu sameiginlega veislu á næsta ári. Sögustund 2007-2008 lauk á Bókasafninu með því að yfir 60 börn fengu kennslustund hjá Hafdísi Kristjánsdóttur. Greinilegt er af myndinni að hið nýja slagorð bókasafna landsins, „bókasöfn - heilsulmd hugans“ slær hér í gegn! A sögustund undangengins vetrar kom sam- tals 501 barn á 20 Sögustundir eða 25 börn að meðaltali. Við fengum góða gesti til að lesa upp, t.d. komu bæjarstjórinn og for- maður menningar- og tóm- stundaráðs til okkar og lásu úr uppáhaldsbókunum sínum. Við fengum margar aðrar góðar heimsóknir: slökkviliðið, lögreglan, leikfélagið o.fl. lásu upp úr bókum og spjölluðu við börnin. Allt þetta hjálpaði okkur við meginmarkmið safnsins: að laða börnin að bókasafninu. Frá Bókasafninu. Krakkarnir lögðu sig alla fram í jógaæfingunum. Spurning vikunnar: Fórstná tónlelka um heigina? Ragnhíldur Svansdóttir - Nei, því miður, ég komst ekki. Gunnlaugurfirn Guðjónsson -Nei, ég komst ekki þá. LaufeyKonný Guðjónsdóttir - Nei, hefði viljað fara á Trfkót og Lúðró. Björn Sigursteinsson - Nei. Hvoruga. ií / lÖGiEffljlN Fullur velti bíl og ungl- ingateiti Undir morgun sunnudaginn 20. aprfl sl. var tilkynnt til lögreglun- nar um bflveltu á gatanamótum Heimagötu og Vestmannabrautar. Ökumaður var ekki á staðnum þegar lögreglan kom en vitni gátu bent á ökumann. Hann fannst síðan á heimili sínu og var færður á lögreglustöð. Hann neitaði í fyrstu að hafa ekið bifreiðinni en síðar um daginn viðurkcnndi hann að hafa ekið bifreiðinni og verið undir áhri- fum áfcngis við aksturinn. Einnig að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Á 107 km hraða Af öðrum umferðarmálum er að frétta að þrír voru kærðir vegna vangoldinna trygginga. Einn fyrir að vera ekki með öryggis- belti spennt. Þá var aðili kærður fyrir að aka á 107 km/klst. á Höfðavegi. Hann á von á 30.000.- kr. sekt. Tvö minniháttar umfer- ðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar þessa viku. Unglingapartý Um helgina hafði lögreglan afskipti af unglingapartýi þar sem stúlkur á 15 ári voru undir áhrifum áfengis. Foreldrar þeirra voru látnir vita og málið tilkynnt til félagsmálayfirvalda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.