Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 1
bílaverkstæðið BrAGGÍNNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 18. tbl. I Vestmannaeyjum 1. maí 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is DIMMITERAÐ Stúdentsefni frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum dimmiteruðu á föstudag. Hópurinn var fremur ófrýnilegur að þessu sinni en undir grímunum leynist hið fríðasta fólk. Stúdentsefnin eru átján að þessu sinni en alls munu um þrjátíu manns útskrifast frá skólanum að þessu simii. Skólaslit verða laugardaginn 17. maí. Landeyjahöfn og stór- skipahöfn aðskilin mál Þrátt fyrir ákvörðun rfkisstjórnar og bæjarstjórnar um hafnagerð í Bakkafjöru hefur verið mikil um- ræða um samgöngumál Vestmanna- eyja undanfarnar vikur. Umræðan snýst um hvort ráðist skuli í gerð Landeyjahafnar eða áfram siglt í Þorlákshöfn. Mikilvægi stórskipa- hafnar er einnig rætt og engu lfkara en að hægt sé að flytja fjármuni frá hafnargerð í Bakkafjöru til stór- skipahafnar í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, var spurður út í málið en á þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar er gert ráð fyrir umtalsverðu fjármagni til stórskipahafnar. Þið gerið ráð fyrir 730 milljónum í stórskipahöfn á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæj- ar. Það hlýtur að þýða að þið ætlið að koma upp stórskipahöfn sam- hliða Landeyjahöfn? ,Já, við ætlum okkur að koma upp aðstöðu fyrir stórskip. Eyjamönn- um hefur verið ljóst í langan tíma að næsta kynslóð flutningaskipa kemur ekki til með að eiga gott með að athafna sig við núverandi aðstæður. Vestmannaeyjar hafa lengi haft forustu á sviði veiða og vinnslu og þá stöðu ætlum við að verja. Út- gerðarmenn hafa verið að leggja í miklar fjárfestingar og við hjá sveitarfélaginu höfum metnað til að bjóða ætíð upp á fyrsta flokks hafn- araðstöðu. Svo er það mat margra að enn aukin þörf verði á við- legukanti fyrir stærri flutningaskip og skemmtiferðaskip í Eyjum eftir að Landeyjahöfn verður komin í gagnið." Þarf ekki að sækja peninga til rfk- isins í stórskipahöfn rétt eins og í Landeyjahöfn, hvert er hlutfall milli bæjar og ríkis? „Jú, auðvitað þarf ríkið að skila sínu í svona framkvæmdum. Gild- andi hafnalög gera ráð fyrir 60% kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er stór fjárfesting en hún skilar líka sínu, bæði í bæjarkassann og til rík- isins. Við Eyjamenn þurfum ekki að biðjast afsökunar á tilveru okkar. Við erum öflugasta sjávarútvegs- byggðarlag á landinu og sem slík skilum við miklu til reksturs rík- isins. Ríkisstjórn og þingheimur hefur skilning á því að höfnin er lífæð okkar og hún þarf að vaxa í takt við breytingar í sjávarútvegi. f hvaða farvegi er málið? „Verði þriggja ára áætlun sam- þykkt við seinni umræðu í bæjar- stjórn hefur Vestmannaeyjabær þar með ákveðið að fara þessa leið svo fremi að ríkið standi við sitt. Við höfum þegar óskað eftir því að framkvæmdin fari inn á sam- gönguáætlun. Fjármagn hefur verið tekið frá hjá okkur og ekkert að van- búnaði að ráðist verði í þessa mikil- vægu framkvæmd." Eru ekki Landeyjahöfn og stór- skipahöfn tvö aðskilin mál og af hverju heldur þú að andstæðingar Landeyjahafnar telji að hægt sé að sækja þá peninga sem þar eru eyrna- merktir og setja í stórskipahöfn? „Jú, auðvitað eru þetta aðskilin mál. Það er í raun og veru vont hvernig þessu hefur verið stillt upp þegar farið er fram á stórt skip sem sigla á til Þorlákshafnar um leið og stórskipahöfn hér í Vestmanna- eyjum. Ef Herjólfur væri einhverj- um tugum metra lengi myndi það kalla á miklu öflugri hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn, nánast stórskipahöfn þar. Heldur einhver að það að koma upp stórskipahöfn í Þorlákshöfn auki líkurnar á því að önnur stór- skipahöfn verði byggð upp hér í Eyjum í tæplega þriggja tíma sigl- ingafjarlægð? Við höfum átt gott samstarf við Þorlákshöfn og íbúa þar frá því að siglingar þangað voru teknar upp. Nú eru hins vegar uppi nýjar kröfur sem sigling þangað getur illa mætt. Við eigum að forðast það að gefa undir fótinn með það að færa fé úr nútíma samgöngubótum yfir í stórskipahöfn. Við þurfum nefnilega á þessu hvoru tveggja að halda. Miklu munar á tilboðum og kostnað- aráætlun Á þriðjudag voru opnuð tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna byggingar fjölnota fþróttahúss í Vestmannaeyjum. Sex tilboð bárust og voru öll langt yfir kostnaðaráætlun. Fyrir- tæki sem buðu í verkið eru: Bor- verk ehf. 49.3 milljónir króna, Nettur ehf. 52 milljónir, Hallgeir ehf., Bíldrangur ehf., Sigurgeir L. Ingólfsson 55.5 milljónir, ís- lenska Gámafélagið ehf. 64,7 milljónir, GT Verktakar ehf. 66.4 milljónir, Urð og Grjót hf. 66.9 milljónir Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 34.540.500 krónur og munar því 14.753.500 á henni og lægsta til- boði 49.294.000 krónum frá Borverki hf. Hins vegar munar 32.370.300 á kostnaðaráætlun og hæsta tilboði sem barst frá Urð og Grjóti hf. og hljóðaði upp á 66.910.800 krónur. Frá Hitaveitu Suðurnesja: Bull og vitleysa I þeirri umræðu sem fram fer í bænum vegna fyrirhugaðra fram kvæmda við Landeyjahöfn, hefur vatnsveita Eyjamanna dregist inn í þá umræðu á ótrúlegan hátt. Að því tilefni vill Hitaveita Suður- nesja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum. Fyrirhuguð Land- eyjahöfn er langt frá legu nú- verandi neðansjávarvatnslagna og lagnaleið nýju leiðslunnar sem lögð verður milli lands og Eyja í sumar. Fyrirhuguð Landeyjahöfn er 2 km austar en lega neðan- sjávarvatnslagna. Vatnslindir Eyjamanna eru í landi Syðstu Merkur. Fyrirhugað grjót- nám sem nota á í Landeyjahöfn er uppi á Seljalandsheiði við svo- kallaðan Kattahrygg. Fjarlægðin milli vatnslinda og Kattahryggs er milli 10-20 km með fjöllin Stóra Dagmálafjall, Háfell og Litla Dagmálafjall á milli. Hitaveita Suðurnesja telur engar líkur á því að fyrirhugað grjótnám geti mengað eða haft áhrif á vatns- lindir Eyjamanna. I Suðurlands- kjálftunum árið 2000 varð engin breyting á rennsli úr lindunum, þannig að einhverjar sprengingar í þessari fjarlægð munu ekkert hafa að segja. Virðingarfyllst ívar Atlason tœknifrœðingur. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUML.! amar VÉLA-OGBÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐOGALHLIÐABÍLAVIÐGEÐIR / <S£ ÞJÓNUSTUAÐILI I EYJUM FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.