Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 15 áttað mig á því fyrr að æfa meira sjálfur. Hefði ég byrjað fyrr á því hefði ég kannski getað gerst at- vinnumaður. Þess vegna segi ég alltaf að ég sé minn besti þjálfari." Líður hvergi betur en í Eyjum „Mér líður hvergi betur en í Vest- mannaeyjum og gæti ekki hugsað mér að búa annars staðar. Eg bjó í höfuðborginni í fjögur ár og þar leið mér ekki vel og langaði alltaf að koma heim. Ég er einnig það mikill Eyjamaður að það er líklega erfitt að finna jafn mikinn Eyjamann. Ég elska náttúruna og hef þennan bar- áttuanda. Það má auðvitað sumt betur fara en mér þykir hugarfar Vestmannaeyinga hafa breyst á sein- ustu árum og ég tel að framtíðin sé björt hér. Eg var mikill baráttu- maður fyrir jarðgöngum á sínum tíma en eftir að það fór út um glugg- an held ég að það besta í stöðunni sé Bakkafjara og ég er spenntur að sjá hvemig það kemur út.“ Aðhyllist ekki flokkapólitík En hefur Sigurður einhvem áhuga á að fara út í pólitík? „Ég hef mjög gaman af því að fylgjast með pólitík en ég held að ég yrði allt of æstur í þannig starfi en óbeint hafa allir aðgang að pólitík í Eyjum. Ég þekki flesta í bæjarstjóminni og get alltaf rætt við þá og komið mínum skoð- unum á framfæri. Ég aðhyllist samt ekki flokkapólitík í svona litlu sam- félagi. Tel að það verði að reka eins og fyrirtæki þar sem eru bara sjö manns í stjóm. Til að hjálpa okkar samfélagi þarf fólk að vinna saman að málefnunum. Ég er hins vegar mjög stoltur og dáist að fólkinu sem kemur saman til að hjálpa samfélag- inu okkar.“ Föðurhlutverkið spennandi Sigurður og sambýliskona hans, Elísa Sigurðardóttir, eiga von á bami. „Föðurhlutverkið leggst mjög vel í mig en í sannleika sagt hef ég kannski ekki alveg áttað mig á þvi að ég sé að verða faðir. Ég held samt að ég gæti orðið góður faðir. Ég á líka góða konu sem er kennari og þar af leiðandi frábær uppalandi og mun vafalaust leiðbeina mér vel í þessu hlutverki." Föðurhlutverkið er tímafrekt en hefur Sigurður ákveðið hvort hann muni taka þátt í handboltanum á næsta ári? „Ég hef tekið ákvörðun um það að reyna að læknast af veikindum sem hafa hrjáð mig síðustu fjögur ár. Ég fæ mikinn hausverk og hef leitað til margra lækna en ekki fengið nein svör. Þegar hausverkurinn verður hvað verstur fæ ég mikil svimaköst og get lítið unnið og æft. Þess vegna hef ég ákveðið að leggja metnað minn í það að reyna að læknast af þessum veikindum og sjá svo til með fram- haldið." GAMLIR félagar Sigurður með félögum sínum, núverandi Haukamönnum og * Islandsmeisturum, Gunnari Berg og Arnari Péturs, Hefur áhuga á sjómennsku „Ég hef áhuga á sjómennsku, það er mitt mesta áhugamál. Ég tók punga- prófið í fyrra og hef í hyggju að kaupa hlut í trillu með pabba. Að mínu mati er fátt betra en að fara út á sjó í góðu veðri og fiska. Þetta er líka smá business, við eigum kvóta og svo eru alls kyns auka vandamál sem þarf að tækla í útgerðinni. Þetta sameinar líka mörg áhugamál hjá mér því ég er mikill náttúruunnandi og það er held ég genetískt. Ég hef líka gaman að félagsskapnum og fínnst skemmtilegt að vera með pabba. Ég hef einnig gaman af golfinu og langar að starfa fyrir Golklúbbinn með Helga bróður.“ Sigurður hefur sýnt það og sannað að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hann hefur verið burðarás og einn mest áberandi leikmaður ÍBV á síðari árum. Það hafa allir gaman af því að vera í kringum Sigurð sem finnst fátt skemmtilegara en að fífl- ast og hafa gaman af lífínu. ÓHUGNANLEG SJÓN - Æfíngin fór fram á austurenda flugvallarins þar sem komið var fyrir bflflökum sem kveikt var í. STUMRAÐ yfir einum farþeganum sem var „stórslasaður“. Velheppnuð flugslysaæfing: Allir brugðust rétt við og gengu yfirvegað til verks -sagði Hrafnhildur Brynja hjá Flugstoðum Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Flugstoða, var ánægð með æfmguna sem fór fram um síðustu helgi. Um 300 manns tóku þátt í æfingunni með einum eða öðrum hætti, lögregla, slökkvilið, starfsfólk heil- brigðisstofnunar, björgunarsveitar- menn, Landhelgisgæsla og fleiri komu að æfingunni. „Æfingin gekk ljómandi vel og allir brugðust rétt við og gengu yfirvegað til verks. Það má alltaf laga eitthvað sem má fara betur og það verður brugðist við því næst. Við vorum með fund á sunnudeginum þar sem farið var yfir málin og þar kom fram að það æfingin tókst í alla staði vel,“ sagði Hrafnhildur þegar hún var spurð út í æfinguna. „Slökkvibfll Flugstoða hafði náð ágætum tökum á eldinum áður en slökkvilið bæjarins kom á staðinn og þegar búið var að tryggja vettvang komu aðrir inn á svæðið. Allir farþegamir voru fluttir inn í Flugstöðina en á fyrri æfingum hafa þeir verið fluttir inn í flugskýli. Þetta kom betur út og það gekk vel að greina sjúklinga. Þeir voru flokkaðir í þrjá flokka, rauða sem voru mikið slasaðir, gula sem máttu aðeins bíða og græna en það voru farþegar sem gátu gengið og vom ekki eins mikið slasaðir. Síðan var tekin ákvörðun hverjir fæm með þyrlu eða flugi, á Heilbrigðis- stofnunina o.s.frv. Aðgerðastjóm á vettvangi gekk ágætlega en þetta er þriðja æfingin og greinilegt að það er komin reynsla á þetta.“ Hrafnhildur segir að dagamir fyrir æfmguna hafi verið vel nýttir fyrir námskeið og fræðslu. „Slökkviliðið hélt fyrirlestur fyrir sitt fólk og heil- brigðisfólk fyrir sína starfsmenn og kvöldið áður var í sameiningu sett upp lítil æfing við Bamaskólann. Það var athyglisvert hvað heil- brigðisstarfsmenn voru fljótir að bregðast við aðstæðum því búið var að gera sjúkrahúsið klárt til að taka við fjölda sjúklinga aðeins fjömtíu mínútum eftir slysið. Þessi reynsla er mjög dýrmæt og nýtist líka við önnur fólksslys. Það komu gestir til að fylgjast með frá Reykjavík og vora ánægðir með hvemig til tókst,“ sagði Hrafnhildur. SLÖKKVILIÐSMENN koma til bjargar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.