Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 1. maí 2008 19 Handbolti karla: ÍBV 24 - Valur -Síðasti heimaleikurinn Kaffærðu Eyjamenn alger- lega með hraðaupphlaupum Á sunnudaginn tók Meistaraflokks- lið IBV á móti gríðarsterku liði Vals. Það var greinilegur styrkleikamunur á liðunum tveimur en Eyjamenn byrjuðu leikinn þó betur og náðu þriggja marka forystu. Þessi forysta stóð þó ekki lengi og staðan í hálfleik 13:16 fyrir Val. í seinni hálfleik bættu svo Valsmenn við forystuna og kaffærðu Eyjamenn algerlega með hraðaupphlaupum. Leikurinn endaði því með fjórtán marka sigri Vals 24:38. Það voru líklega ekki margir sem höfðu búist við sigri Eyjamanna í leiknum, enda Valsarar með lið í öðrum styrkleikaflokki en IBV gafst of fljótt upp í leiknum. Eyjamenn klámðu ekki færin sín og spiluðu lélega vöm. Sóknarleikur liðsins var á herðum tveggja manna, Sigurari Bragasonar og Nikolai Kulikov sem áttu ágætis leik. Þetta var seinasti leikur Nikolai fyrir IBV að sinni en hann hélt út á mánu- daginn. Nikolai var duglegur að sækja vítaköst og brottvísanir, eitt- hvað sem hann hefði mátt gera meira af í vetur. Eyjamenn sýndu ekki mikið í leiknum og þá sérstak- lega ekki í seinni hálfleik, liðið fékk mörg tækifæri til að sækja hratt á Valsara en náði einhvern veginn að misnota flestöll þessara færa og voru Valsmenn yfirleitt sneggri í vörn en Eyjamenn fram. Þetta er dæmi um úthaldsleysið sem hefur hrjáð Eyjamenn í vetur. Hefði liðið verið í góðu leikformi er líklegt að það hafi gert betur og kannski endað um miðja deild. Mikill pirringur skapaðist milli Eyjamanna og leiddi það til mikillar örvæntingar í sóknarleik ÍBV. Það jákvæða er að liðið sýndi mik- inn karakter í lokin og náði góðum úrslitum gegn sterkum liðum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Eyjamenn muni tefla fram hand- boltaliði á næsta tímabili. Margir af leikmönnum liðsins eru á leið til höfuðborgarinnar til náms. Liðið mun leika í neðri deild á næsta tíma- bili og því er hægt að stilla upp yngra liði og möguleiki er á því að gefa ungum, efnilegum og metn- aðarfullum leikmönnum tækifæri til að reyna við meistaraflokkshand- bolta. Eyjamenn eru ekki vanir að gefast upp þegar á móti blæs og það er vonandi að ÍBV komi sterkt til leiks í 1. deildinni á næsta tímabili. Karfan: Slúttað í dag í dag, fimmtudaginn 1. maí verður uppskeruhátíð Körfuknattleiks- deildar ÍBV haldin í Týssheimilinu. Húsið opnar kl. 16.00 en þá er aðalfundur félagsins og eru allir hvattir til að koma á þann fund. Þegar fundinum lýkur kl. 17.00 hefst síðan uppskeruhátíðin fyrir alla yngri flokka félagsins og þar verða veittar margar viðurken- ningar. Félagið hvetur sem flesta til að mæta. Körfuknattleiksdeildin hefur staðið sig með sóma í vetur einnig hafa allir flokkar félagsins náð flot- tum árangri. Framtíðin er björt á Körfuknattleiksfélagi ÍBV. Knattspyrna - Meistaraflokkur karla Tap og sigur gegn Grindavík Um seinustu helgi lék Meist- araflokkur karla tvo leiki gegn Grindavík. Annar leikurinn var í Lengjubikarnum en hinn síðari var æflngaleikur. Fyrri leikurinn endaði með tapi Eyjamanna 1:0 en það var Alexander Veigar Þórarinnson sem skoraði mark Grindvíkinga. Seinni leikurinn var betri hjá Eyjamönnum sem komu ákveðnir til leiks. Það var Egill Jóhannson sem kom Eyjamönnum á bragðið með gullfallegu marki snemma leiks. Guðjón Olafsson bætti svo við forystu Eyjamanna með marki eftir laglegt samspil við Anton Bjarnason. Grindvíkingar náðu einu marki fyrir leikslok en þar var að verki Emil Daði Símonar- son. Herrakvöld á föstudaginn Þann 12. maí hefst leikur í i. deild Islandsmótsins, þá tekur IBV á móti Leikni á Hásteinsvelli. Eyjamenn tefla fram sterku liði í sumar sem verður aðallega byggt á leikmönnum sem spiluðu í fyrra. Fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja við bakið á liðinu verður Herrakvöld Knattspyrnudeildar ÍBV haldið í Vélasalnum 2. maí kl. 19.30. Það verða skemmtiatriði og boðið upp á grillmat. Ræðumaður kvöldsins er bakarinn góðkunni, Magnús Bergur Sigmundsson. Ræðumaður herrakvöldsins er bakarinn góðkunni, Magnús Bergur Sigmundsson. Iþróttir með Gunnar Heiðar Forráðamenn norska úrvalsdeild- arliðsins Válerenga hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort þeir muni nýta sér kaupréttinn á Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem hefur verið í láni hjá félaginu frá þýska liðinu Hannover. Stjómarmönnum finnst verð- miðinn á framherjanum einfald- lega of hár. Félögin höfðu þó komist að samkomulagi um kaupverð seinasta haust. En svo virðist sem stjómarmenn Váler- enga séu ekki reiðubúnir að greiða þá upphæð. Hlynur útilokar ekki formanns- framboð Þann 17. maí fer ársþing HSÍ fram. Búast má við athyglisverðu þingi enda liggja fyrir þinginu athyglisverðar tillögur sem verða kynntar í vikunni. Ein tillagan snýr að því að fjölga í stjóm HSÍ úr sjö mönnum í níu. Stjórnarmenn yrðu síðan formenn nefnda innan sambandsins. Aðeins yrði því kosið um for- mann og síðan væri það stjórnar að kjósa varaformann, gjaldkera og formenn nefnda. Guðmundur Agúst Ingvarsson býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og ekkert mótframboð barst fyrir tilætlaðan tíma. Talið er að eina mögulega mótframboðið gæti komið frá Eyjamanninum Hlyni Sigmarssyni sem situr í stjóm HSÍ sem stendur en hann ku hafa gengið þannig frá hnútum að hann gæti boðið sig fram í formanninn en ekki er víst hvort hann láti verða af því. Hlynur vildi ekkert tjá sig um málið en hann útilokaði ekki formannsframboð. Gunnar Heiðar Skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson framherji Válerenga skoraði mark í sigri 3-2 sigri liðsins á Viking frá Stafangri. Gunnar byrjaði inni á en var tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. Válerenga er sem stendur einu stigi á eftir toppliði deildarinnar eftir fimm umferðir. Framundan Sunnudagur 4. maí Kl. 14.00 Akureyri-ÍBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.