Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ Bragginn ,. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 39. tbl. I Vestmannaeyjum 25. september 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is FYRSTU DEILDAR meistarar Siggi, Kiddi og Gústi með bikarinn sem ÍBV fékk afhentan eftir leikinn á Selfossi. Með sigri í fyrstu deild tryggði IBV sér sæti í efstu deild að ári. Eyjamenn í fjórða sæti yfir ánægðustu íbúa landsins: Komin í úrvalsdeild -Hvatning til að gera enn betur, segir bæjarstjóri Capacent Callup gerði viðhorfs- könnun í fimmtán stærstu sveitar- félögum landsins til að gera saman- burð á ánægju íbúa með þjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu. Bráðabrigðaniðurstöður hafa nú verið kynntar og samkvæmt upplýs- ingum frá Elliða Vignissyni bæjar- stjóra eru íbúar í Vestmannaeyjum í 4. sæti yfir ánægðustu íbúa landsins. Aftur á móti eru íbúar í Árborg í 15. og neðsta sæti og íbúar í Reykjavfk í 13. sæti þegar þeir eru spurðir um ánægju með búsetu. Fréttir hafa niðurstöður fyrir Vestmannaeyjar undir höndum en netkönnun fór fram 12. júní og 14. júlí. Þegar íbúar eru spurðir hversu ánægðir þeir efu með Vest- manneyjar sem stað til að búa á, þá eru 61.6% mjög ánægðir, 30,2% frekar ánægðir sem er 91,9 prósent íbúa, 1,2% hvorki né og 1,2% frekar eða mjög óánægðir. Þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu Vestmannaeyja þá er 29,1% mjög ánægðir, 45,3% frekar ánægðir, 16,3% hvorki né og 9,3% frekar eða mjög óánægðir. Ánægja með framboð á leik- skólaplássum sýnir að 30,4% íbúa eru ánægðir og 30,4 % frekar ánægðir, 23,2 % hvorki né og 15,9% frekar eða mjög óánægðir. Þá eru 43% íbúa mjög ánægðir eða frekar ánægðir með skipulagsmál, 32.% hvorki né og 23,2% frekar eða mjög óánægðir. Ánægja með þjónustu við barna- fjólskyldur er mikil því 67% eru mjög eða frekar ánægðir, 21% hvorki né, og 10,3% frekar eða mjög óánægðir. Ibúar sem eru ánægðir eða frekar ánægðir með grunnskólann eru 59,8%, 20,7% hvorki né en 19,5% eru mjög eða frekar óánægðir. „Niðurstöðurnar ættu ef til vill ekki að koma okkur á óvart þar sem þær eru í samræmi við þá tilfinningu sem við höfum haft og þann kraft sem okkur hefur fundist íbúar búa yfir," segir Elliði. „Við höfum hinsvegar verið að glíma við erfið mál á þessu kjör- tímabili svo sem framtíðarsamgöng- ur, sölu á hlut okkar í Hitaveitu Suðurnesja, aldurskiptingu grunn- skóla, sameiningu leikskóla, hag- ræðingu í rekstri, nýtt miðbæjar- skipulag og margt fleira. Ibúum virðist því lfka við ákvarðanir og áræðni bæjarstjórnar. Þá er einnig hverjum degi ljósara að þetta er fyrst og fremst stór rós í hnappagat starfs- manna Vestmannaeyjabæjar." Elliði sagði áhugavert að velta því fyrir sér hversvegna íbúum fækkar stöðugt þar sem íbúar eru jafn ánægðir með búsetu og raun ber vitni. „Til samanburðar getum við aftur nefnt Árborg (Selfoss) þar sem ánægja íbúa er hvað minnst af óllum þeim bæjarfélögum sem voru mæld en samt fjölgar þar. Maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki sé vitlaust gefið. Hvert er hið raunverulega frelsi til búsetu þegar ánægðustu íbúarnir flytja í bæjarfélag þar sem ánægjan er langtum minni? Þrátt fyrir þetta velur ríkið að byggja endalaust upp á Suðvestur horninu og er þess skemmst að minnast þegar Landbúnaðarstofnun fór á Selfoss og Vaktstöð strand- siglinga frá Eyjum til Reykjavfkur. Það er það sem viðheldur straum- num á suðvestur-hornið." Elliði sagði hvatningu felast í þess- um niðurstöðum fyrir stjórnendur og starfsmenn bæjarins til að gera betur. „Rétt eins og ÍBV vann fyrstu deildina og tryggði sér sæti í úrvals- deild þá lít ég svo á að við séum með þessu búinn að vinna fyrstu deildina og farin að keppa í úrvals- deild. Stefnan er af sjálfstöðu tekin á sigur í efstu deild og fara upp fyrir Seltjarnarnes sem hingað til hefur trónað á toppnum. Það er það verkefni sem við okkur blasir núna," sagði Elliði að endingu. Svaka- legasta Lundaball aldarinnar í aðsigi Nú liggur það fyrir að stærsta, flottasta og glæsilegasta Lunda- ball sem haldið hefur verið á hinni fögru Heimaey er orðin stað- reynd. Jú, það er rétt Helliseyjar- lundaballið fer að hefjast. Herlegheitin hefjast á laugar- dagskvöld næstkomandi og stað- urinn er Höllin. Við vitum að Lundaböll sl. 6 ár hafa verið dálítið þung og jafnvel þvingandi. En nú verður gerð bragarbót á og gleðin verður í fyrirrúmi. Skemmtiatriðin eru fjölmörg og má t.d. nefna að orðrómur er uppi um að hinn stór- fenglegi töframaður, Macabra, muni stíga á svið. Erum þar ekki að tala um þorramat. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér og stefnir í stærsta lundaball sem haldið hefur verið. Fólk vill skemmta sér og veit að það gerist aðeins á 7 ára fresti. Maturinn verður glæsilegur hjá Einsa Kalda sem tjaldar öllu tii. Þjónustan verður einstök enda Helliseyingar liprir og liðugir. Þá er salurinn einstaklega fallegur enda kvennadeild Helliseyjar með eindæmum smekkleg. En ágætu gestir, allir mæta í sínu fínasta pússi. Þið þurfið ekkert að taka góða skapið með ykkur. Það verður nóg af því á staðnum. Geymið það frekar heima til sunnudagsins. Kveðjafrá Hellisey Bæði axla- bönd og belti „Vegna umræðu um aðkomu heimamanna að hönnun og eftir- liti með smíði á væntanlegri ferju langar mig að gera grein fyrir eftirfarandi," segir Elliði Vignis- son bæjarstjóri. „Fulltrúi Vetmannaeyjabæjar í viðræðum hefur verið Andrés Þorsteinn Sigurðsson hafnsögu- maður Vestmannaeyjahafnar. Ekki er ástæða til að efast um heilindi hans eða getu til að sinna þessu vandasama verki. Hins vegar er eðlilegt að girða sig bæði með belti og axlaböndum í jafn- mikilvægu máli og því gerði ég samning við Bárð Hafsteinsson skipaverkfræðing hjá Skipatækni um ráðgjóf til okkar fulltrúa. Andrés og Bárður hafa átt ein- hverja upplýsingarfundi nú þegar og vinna að þessu sem teymi fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar." VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM l SMURSTÖÐOGALHLIÐABÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! ne amar VÉLA-OGBÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.