Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 20
Sun investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com pius IM ™ MM sumBRFERÐiR UMílOÐ I fYJUM; EyjafréttirJs - fréttir milli Frétta TILBÚNIR að taka á móti fjölda fólks um helgina. Guðbjörn og Haraldur í verslun sinni, Eyjatölvudagur á laugardag Eyjatölvur hafa fengið til liðs við sig samstarfsaðila sína, Vodafone, Hátækni og Opin kerfi og saman ætla þau að efna til Eyjatölvudags á laugardaginn. Verða þau með ýmsar uppákomur og kynningar á vörum og þjónustu sem eru í boði hjá Eyjatölvum. Á staðnum verður lukkuhjól og eitthvað fá gestir í svanginn. Haraldur Bergvinsson og Guð- björn Guðmundsson reka Eyja- tölvur sem þeir eiga með fjöl- skyldum sínum. „Nú þegar haustið er að ganga í garð langar okkur til að hressa aðeins upp á hversdaginn í Vestmanneyjum og efna til Eyja- tölvudags,“ sagði Haraldur í sam- tali við Fréttir. Samstarfsaðilar okkar, Vodafone, Hátækni og Opin kerfi tóku strax vel í þetta og ætla að vera með kynningu á því sem þeir eru að bjóða og ýmis tilboð verða í gangi. Vodafone verður með tilboð á símum, Hátækni er með sjónvörp, útvörp, heimabíó og fleira og Opin kerfi er með umboð fyrir HP tölvumar." Þeir sem freista gæfunnar í lukku- hjólinu geta hreppt myndarlega vinninga og eitthvað verður að borða og drekka. „Með þessu erum við að gera eitthvað fyrir fólkið sem ég veit að kann að meta þetta framtak." Haraldur kom inn í fyrirtækið 1. mars og er hann ánægður með hvernig hefur gengið. „Viðtökumar hafa verið mjög góðar, eiginlega framar vonum og erum við bjartsýn á framhaldið," sagði Haraldur að lokum. Ómar Smárason sér um leyfisveitingar hjá KSÍ: Viðbrögð Eyjamanna hafa komið á óvart -Reglurnar, sem miða við aðsókn, hafa verið í gildi frá 2003 og voru kynntar fyrir öllum félögum haustið 2002 ÍBV er komið upp í efstu deild í knattspymu en Hásteinsvöllur upp- fyllir ekki skilyrði KSÍ um aðstöðu fyrir áhorfendur. Leikir ÍBV í efstu deild verða að fara fram á leikvangi með a.m.k. 700 sæti fyrir áhorf- endur og þarf helmingur sætanna að vera yfirbyggður. Stefna bæjarins er að byggja fjöl- nota fþróttahús og bygging á stúku við Hásteinsvöll er, eftir því sem næst verður komist, ekki á stefnuskránni. Omar Smárason sér um leyfisveit- ingar hjá í KSÍ og segir viðbrögð Eyjamanna að vissu leyti hafa komið á óvart. „Reglurnar hafa verið í gildi frá 2003 og voru kynnt- ar fyrir öllum félögum haustið 2002. Félögin fengu frest til aðlögunar til 2007 og í sérstökum tilfellum til upphafs keppnistímabilsins 2010. IBV lagði á sínum tíma fram loforð frá bæjarvöldum um að ráðist yrði í framkvæmdir og að þeim yrði lokið á tilsettum tíma. Síðan gerist það að IBV fellur í I. deild og völlurinn uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru um leiki í deildinni. Nú eru þeir komnir upp í efstu deild og þá þarf völlurinn að uppfylla skilyrði sem gerðar eru um leiki í efstu deild.“ Ómar segir að menn hafi í raun tímatil2010 ef félagið leggur fram framkvæmdaáætlun í janúar n.k. um að framkvæmdum verði lokið fyrir keppnistímabilið 2010. En eru þetta raunhæfar kröfur og geta lítil bæjar- félög standið undir þeim? „Það er ekki verið að gera meiri kröfur til minni félaga en annarra. Miðað er við aðsókn á leiki og ekkert félag í efstu deild er með kröfu á færri sæti en IBV. Eg er ekki að gera lítið úr þeim kröfum sem gerðar eru en þær miðast við aðsókn hjá hverju félagi fyrir sig. Bæjaryfirvöld úti á landi hafa brugðist við þessum kröfum t.d. þurfi að fjölga sætum á Akranesi. Fjarðarbyggð mun ráðast í framkvæmdir til að uppfylla kröfur um leiki í 1. deild, Akureyri er að byggja aðstöðu fyrir Þór og KA. Vellimir í Keflavík og Grindavík uppfylla allar kröfur." Verður IBV þá að leika heimaleiki annars staðar? „KSÍ skiptir sér ekki af því hvar lið leika sína heimaleiki svo framarlega sem leikvangurinn uppfyllir kröfur sem gerðar em. KSI hefur sagt opin- berlega að þeir em tilbúnir til að leggja til 10 milljónir í verkefnið. Það er ekki í okkar valdi að ákveða hvernig staðið verður að fram- kvæmdinni, hvort menn byggja við stúkuna sem fyrir er eða byggja yfir- byggða stúku sunnan við völlinn," sagði Ómar. Nýjar innkaupareglur Starfshópur á vegum bæjarins hefur unnið að því að samræma vinnureglur fyrir starfsmenn og stofnanir bæjarins. Vinnureglurnar sem eru um innkaup og ýmis samskipti starfs- manna og stofnana hafa verið lagðar fyrir fagráð bæjarins og verða í framhaldinu teknar fyrir á fundi bæjarstjórnar. Vinnuhópinn skipa Ólafur Snorrason, Rut Haraldsdóttir, Sigurbergur Ármanns- son og Elliði Vignisson Almondy Daim terta verð nú kr 738,- verð óður kr 899,- Léft & laggoff 4oos verð nú kr 168,- verð úður kr 224,- Toppur o,5t verð nú kr 79,- verð óður kr 138,- Vörukynning fimmtu-ogföstudag kl. 16-19 VIKUTILB0Ð 8.-13. maí

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.