Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 19 ni Knattspyrna - ÍBV leikur í Úrvalsdeild á næsta ári eftir sigur á KS/Leiftri BÆNDURINIR, Sæmundur Ingvarsson, Hræfinnur frá Mykjunesi og Sigurður Guðmundsson, Búmannshnykkur frá Stórakroppi leiddu liðin. Búmannshnykkur frá Stórakroppi hafði betur Hin árlega bændaglíma Golfklúbbs Vestmannaeyja fór fram um seinustu helgi. Aðstæður voru afar slæmar en þátttaka þótti vonum framar. Um 30 manns tóku þátt í þessu skemmtilega móti og þótti öllum vel takast. Búmannshnykkur frá Stórakroppi bar sigurorð af Hræfinni frá Mykjunesi eð 22 stigum gegn 20 og þótti afar mjótt á munum. Eftir að keppni lauk var keppendum boðið í mat og var það Hræfinnur sem þjónaði Búmannshnykk til borðs, hefð er að tapliðið þjóni sigurvegurum. Tap í fyrsta leik Eyjamenn hófu keppni sína í l.deild karla j handbolta með tapi á útivelli gegn ÍR á föstudaginn. IR byrjaði betur og eftir 10 mín- útna leik var staðan orðin 5:2 fyrir ÍR. Eyjamenn voru samt ekki á því að hleypa ÍR-ingum langt frá sér og voru tveim mörkum undir í hálfleik 16:14. Sama barátta hélst í seinni hálfleik en IR var ávallt skrefinu á undan Eyjamönnum og vann að lokum þriggja marka sigur eins og áður sagði 34:31. Leikurinn var ekki áferðafallegur en mikil barátta einkenndi leik beggja liða. Leikmenn voru útaf í samtals 32 mínútur sem verður að teljast nokkuð mikið. IR-liðið er að miklu leyti skipað ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í mfl. og gæti verið gaman að fylgjast með því á komandi árum. Brynjar Steinarsson var yfirburðarleikmaður í hinu unga ÍR liði. Hjá ÍBV var það Sigurður Bragason sem stóð upp úr. Markaskorarar ÍBV voru: Sigurður Bragason 10, Sindri Olafs- son 4, Svavar Vignisson 4, Sindri Haraldsson 3, Leifur Jóhannesson 3, Bragi Magnússon 2, Daði Pálsson 2, Benedikt Steingrímsson 2 og Grétar Eyþórsson 1. |Norðurlandaskákmót skólasveita: Eyjapeyjar höfnuðu í fimmta sætinu Norðurlandaskákmót Skólasveita fór fram fyrir stuttu á Alands- eyjum. Grunnskólasveit Vestmannaeyja tók þátt fyrir hönd Islands en hún tryggði sér þátttökurétt á mótinu með sigri á Islandsmóti Grunnskólasveita. Sveitina skipa Kristófer Gautason, Valur Marvin Pálsson, Daði Steinn Jónsson og Ólafur Freyr Ólafsson. Arangur strákanna var ágætur en þeir lentu í fimmta sæti af sex liðum. Þátt tóku Iið frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og tvo lið frá Finnlandi. Strákarnir unnu A-lið Finna, gerðu jafntefli gegn Dönum og Svíum en töpuðu gegn B-liði Finna og Norðmönnum en Norðmenn fóru með sigur af hólmi á mótinu. Með strákunum fóru Karl Gauti Hjaltason, Ólaf- ur Týr Guðjónsson og Björn Ivar Karlsson. HEIMKOMAN. Peyjarnir við komuna til Eyja að loknu móti. Með þeim er þjálfari þeirra, Björn Ivar Karlsson. iKynning á fimleikakrökkum Hrafnhildur Stefánsdóttir Foreldrar: Svava og Stefán Hvað lengi hefur þú æft: Ég hef æft í tæp fimm ár Uppáhaldsgrein: Trampólín Leiðinlegast: Slá Markmið í fimleikum: Að komast í 1. þrep og keppa á Ólympíuleik- unum Uppáhalds fimleika- stjarna: Shawn Johnson Hefur þú önnur áhugamál: Tónlist, dans og hestar Unnur Ástrós Magnúsdóttir Foreldrar:Anna Hulda og Magnús. Hvað lengi hefur þú æft: Ég hef æft í fimm ár. Uppáhaldsgrein:Trampó- lín og Tvíslá. Leiðinlegast:Allt .skemmtilegt. Markmið í fimleikum: Að komast í 1. þrep. Uppáhalds fimleika- stjarna:Shawn Johnson Hefur þú önnur áhugamál: Fótbolti og tónlist. I íþróttir Heimir besti þjálfarinn Á þriðjudaginn var lið ársins í 1. deild karla opinberað. Það var fót- bolti.net sem fylgdist sem stóð fyrir valinu og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta valið á liðinu, leik- manni ársins og efnilegasta leik- manninum. IBV á sjö leikmenn í hópnum og Heimir Hallgrímsson var valinn besti þjálfarinn. Byrjunarlið: Markvörður: Albert Sævarsson (ÍBV) Varnarmenn: Daníel Laxdal (Stjarnan) Andrew Mwesigwa (ÍBV) Dusan Ivkovic (Selfoss) Matt Garner (ÍBV) Miðjumenn: Dean Martin (KA) Andri Ólafsson (ÍBV) Henning Eyþór Jónason (Selfoss) Augustine Nsumba (IBV) Sóknarmenn: Sævar Þór Gíslason (Selfoss) Atli Heimisson (ÍBV) Varamannabekkur: Sandor Matus (KA), ntarkvörður Alexander Linta (Þór), varnar- maður. Bjarni Hólm Aðalsteinsson (ÍBV), vrnarmaður Halldór Orri Björnsson (Stjarn- an), viðjumaður Ellert Hreinsson (Stjaman), sóknarmaður. Atli Leikmaður ársins Atli Heirnisson lék mjög vel í framlínu Eyja- manna í sumar að mati fót- bolti.net og er leikmaður 1. deildarinnar í sumar. „Hann hjálp- aði liðinu að endurheimta sæti sitt í Landsbankadeildinni. Hann skoraði fjórtán mörk og endaði sem næstmarkahæsti leikmað- urinn í fyrstu deiid,“ segir á fót- bolti.net. Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins eru Sævar Þór Gíslason (Selfoss), Henning Eyþór Jónasson (Selfoss), Augustine Nsuntba (ÍBV), Andri Ólafsson (ÍBV), Pétur Runólfsson (ÍBV), Matt Garner (ÍBV), Sveinbjörn Jónasson (Fjarða- byggð), Einar Hjörleifsson (Víkingur Ólafsvík) Framundan Næstu leikir í karlahand- boltanum: Laugardagur 27. september ÍBV-Þróttur Kl. 14.00 Laugardagur 4. október Afturelding-ÍBV kl. 14.00 Laugardagur 11. október Fjölnir-ÍBV Kl. 14.00 Laugardagur 18. október ÍBV-Selfoss Kl. 14.00 Sunnudagur 26. október Haukar U-ÍBV Kl. 14.00 Laugardagur 8. nóvember ÍBV-Grótta Kl. 14.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.