Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 17
Fféttir / Fimmtudagur 25. júlí 2008 17 Karialið ÍBV í handbolta 2008-2009 Birkir Gylfason Bragi Magnússon Daði Pálsson Davíð Óskarsson Einar Ólfasson Friðrik Sigmarsson Haraldur Pálsson Hjalti Pálsson Kolbeinn Árnason Leifur Jóhannsson Sigurður Bragson Kristinn Árnason Sindri Ólafsson Vignir Stefánsson Svavar Vignisson þjálfari Mætum dýrvitlausir til leiks með Eyja- hjartað að vopni - sesir Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV leikur í fyrstu deildinni í handbolta í vetur og teflir fram blöndu af ungu liði og reynsluboltum sem eru að taka skóna fram, sumir eftir nokkurt hlé. Þjálfari verður línumaðurinn knái, Svavar Vignisson. f samtali við Fréttir sagði Svavar að tímabilið legðist vel í hann. „Tímabilið leggst vel í mig. Það verða spilaðar 3 umferðir þannig að það er mikilvægt að byrja vel.“ Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Við byrjuðum að æfa um mið- jan júlí sem telst nokkuð snemmt í Vestmannaeyjum. Oft höfum við byrjað eftir þjóðhátið þannig að við getum ekki kvartað núna. Við höfum því miður ekki fengið nógu marga æfmgaleiki fyrir mótið. Höfum aðeins spilað fjóra æfingaleiki sem er ekki nógu gott en önnur lið í deildinni eru búin að spila 15 til 20 leiki áður en mótið byrjar. Við ætlum samt ekki að láta þetta trufla okkur heldur að koma dýrvitlausir til leiks með Eyjahjartað að vopni.“ Er nœgileg breidd í hópnum? „Við erum með 16 til 18 stráka á æfingum og fimm að auki í Reykjavík þannig að breiddin er góð. Þetta er góð blanda af ungum strákum og gömlum refum.“ Hvaða lið heldur þú að muni veita ykkur mesta keppni? „Samkvæmt spá þjálfara fyrir mótið er okkur spáð 5. sæti af 8 liðum og Selfoss og Grótta efstu tveimur þannig ætli þau verði ekki nokkuð sterk. Okkur er samt nákvæmlega sama um þessa spá og tökum hvern leik sem úrslitaleik. Það verður ekkert geftð eftir alveg sama hver þróunin verður." Hver eru þín markmið fyrir mótið? „Markmið nr. eitt er að berjast meira en hin liðin og mark- mið nr. tvö er að hafa meira gaman að þessu en hin liðin. Heildar markmið okkar í vetur er af sjálfsögðu að berjast um tvö efstu sætin en róðurinn verður að sjálfsögðu mjög eftður. í vetur erum við að brjóta blað í sögu handboltans en þetta er í fyrsta skipti í sögu IBV þar sem enginn leikmaður okkar verður á launum. Einnig er þetta í fyrsta skipti í mjög lan- gan tíma að liðið verður eingöngu skipað leikmönnum sem eru fæddir og uppaldir hér í Eyjum. Það verður markmið okkar að það sjáist þegar við spilum að við eru Eyjamenn og leggjum okkur í þetta. Við gerum þetta fyrir IBV, fyrir Vestmannaeyjar og fyrir okkur sjálfa. Krafa bæjarbúa hefur oft verið sú að þeir vilja sjá sína menn á vellinum. Nú látum við reyna á það hvort bæjarbúar standi við stóru orðin og fylgi okkur í gegnum þetta í blíðu og stríðu með því að mæta á pallana." Hvað leikmaður telur þú að eigi eftir að blómsta í vetur? „Allir. Lið er annað og meira en einn leikmaður. í okkar liði eru frábærir og reyndir bardagahundar eins og Daði Páls. Siggi Braga og Sindri Haralds. Með þeim eru svo ungir peyjar sem ég ætlast til að bæti reynsluleysi upp með Eyjahjartanu. Spá fyrirlióa, formanna 03 þjálfara: Selfoss spáð sigri Fyrir skömmu birtist árleg spá formanna, þjálfara og fyrir- liða fyrir meistaraflokk karla og kvenna. I 1 .deild karla var Selfossi spáð sigri en Gróttu öðru sæti. Þátttaka var 100% og var mest hægt að fá 240 stig. Röð Lið Stig 1. Selfoss 215 2. Grótta 198 3. Afturelding 190 4. ÍR 179 5. ÍBV 164 6. Haukar U 121 7. Þróttur 102 8. Fjölnir 79 Aðalfundur TV: „Hér búa bestu skák- krakkar á landinu“ Á mánudaginn var haldinn haldinn aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja. Stjórn félagsins tók nokkrum breytingum frá fyrra ári, þegar Sigurjón Þorkelsson og Guðjón Hjörleifsson gengu úr stjóminni. Sigurjón hefur starfað í stjórn félagsins í hartnær þrjá áratugi, lengst af sem formaður, en hann tekur sér nú hvfld frá stjórnar- setu. Nýjiynn í stjórnina gengu þeir Björn ívar Karlsson og Kristófer Gautason. Aðrir í stjóm eru þeir Karl Gauti Hjaltason formaður, Ólafur Týr Guðjónsson, gjald- keri, Sverrir Unnarsson, Stefán Gíslason og Þórarinn I. Ólafs- son. Fjárhagur félagsins hefur stór- batnað á síðasta ári og skuldir hafa verið greiddar niður. Tekjuhlið uppgjörsins hljóðar upp á 4 milijónir króna og fást þær tekjur bæði frá fyrirtækjum hér í bæ auk þess sem verulegur hluti safnast með almennum fjáröflunum félagins. Félagið á sér marga bakhjarla í bænum og þar standa fremst í flokki Sparisjóðurinn, Vinnslu- stöðin, Isfélagið auk Glófaxa og Frá. Ekki má gleyma Vestmanna- eyjabæ, sem árlega styður dyggi- lcga við félagið. Framundan í starfinu er að lagfæra útlit húsnæðis félagsins að Heiðarvegi 9 auk þess sem vilji er til að nota tölvur meira í kennslunni og leitar félagið að nýlegum tölvum ef einhver ætti í fórum sínum, en að auki vantar húsgögn, t.d. borð og hillur ef einhver er aflögufær. Á aðalfundinum var rætt um mólahald sem framundan væri og ber þar hæst Haustmótið, sem hefst þriðjudaginn 30. september og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig hjá stjórnarmönnum. Mótið veröur 7 til 9 umferðir eftir þátttöku og stendur fram í nóvember. í Eyjum fer fram íslandsmót Pilta og Stúlkna 15 ára og yngri, helgina 18. október nk. Helgina 3. til 5. október n.k. fer stór hópur frá félaginu til þátt- töku í Islandsmóti skákfélaga, eða deildakeppninni svokölluðu og er í ráði að senda 4 sveitir til þátttöku í þetta sinn. A-sveitin keppir í 2. deild og hafa margir nýjir skákmenn gengið til liðs við félagið síðustu mánuði og er vonast til að liðið verði í topp- baráttu bæði í 2. og 4 deild að þessu sinni. Þá mun félagið senda eina sveit skipaða yngri skákmönnum, d-sveit félagsins. Skákkennsla era ð hefjast í félaginu þessa dagana og verður boðið upp á framhalds- og byrj- endaflokka. Margt skemmtilegt verður á dagskrá í vetur, bæði hér heima og ferðir upp á land. Stefnan er tekin á að senda stóra hópa til þátttöku í íslandsmótum bama og bama- skólasveita, en í vor lönduðu krakkar, sem æfa hjá félaginu, íslandsmeistaratitlum í báðum þessum flokkum, í einstakl- ingsflokki barna í þriðja sinn á 4 árum og þá varð sveit frá Grunnskóla Vestmannaeyja íslandsmeistari bama annað árið I röð. Ætlunin er að freista þess að verja þessa titla. Skákkennslahófst í yngri bekkjum Grunnskólans í haust og er það stórt stökk fram á við í málefnum skákarinnar hér í bæ og skref í þá átt að skapa skák- inni þá umgjörð sem sæmir bæ þar sem búa bestu skákkrakkar á landinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.