Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 13 Bankar og bissniss Rosalega hef ég þurft að hugsa mikið undanfarið. Eg er ekki þakklátur fyrir það. Mér fínnst það erfiðast af öllu. Þess vegna fmnst mér gott að láta aðra hugsa fyrir mig og vera svo bara sammála þeim. Núna veit ég ekki hvort það er hægt lengur. Það er bara erfiðara að treysta nokkrum sköpuðum hlut. Hvert sinn sem ég kveiki á útvarp- inu þessa dagana segir dimmradd- aður þulur að krónan hafi fallið í morgun. Það er víst svakalegt mál. Það er kreppa. íslenskir bankar fá bara lán hjá suðuramerískum eitur- lyfjabarónum. Þegar ég kveiki á sjónvarpinu er Eimskipafélagið komið á hausinn. Vonandi fer Herj- ólfur á morgun!!! Fullt af gaurum sem voru aðalgæjamir fyrir nokkr- um vikum og ferðuðust bara á þyrlum og þotum eru nú flóttalegar taugahrúgur í strætó, enda lána- drottnar þeirra víst þekktir fyrir sérstaklega ónotalegar innheimtu- aðferðir. Seðlabankastjórinn, foringinn úr Iraksstríðinu, birtist reglulega með alpahúfu á heysátunni og segist elska krónuna en nauðsynlegt sé að hækka vexti til þess að redda tauga- hrúgunum. Það er alltaf jafn gaman að honum. fsland er á leiðinni á hausinn. Beint á ennið. Heví bömmer. Eg viðurkenni það að ég sótti vegabréfið og athugaði hvort það væri ekki örugglega í gildi. Ég íhugaði það alvarlega að flýja land. En guggnaði á þvf. Eins og reyndar oft þegar ég ætla að taka sjálfstæða ákvörðun. Ég man þegar ríkið seldi bankana. Það var flott. Þá heyrði ég fyrst orðið kjölfestufjárfestir. Ég hélt fyrst að það væri svakalega stór þvinga eða eitthvað stórt verkfæri sem væri notað í slippum. Ég var heppinn að nefna það ekki við nokkurn mann. Kjölfestufjárfestir er nefnilega maður eða menn sem pólitíkusar velja til að kaupa eignir af ríkinu á mjög lágu verði. Það er algjörlega nauðsynlegt. Það væri ekki hægt að rétta bankana til einhverra bavíana eins og venjulegra Islendinga. Ég er algjörlega sammála því. Hugsið ykkur ef allir lyftaramennimir í Vinnslustöðinni hefðu tekið sig saman og keypt banka. Þá væri allt í einu kominn Lyftarabanki á íslan- di. Tattúeraður tjakkur á hlýrabol í bankastjórastól. Það væri ekki góður bissniss. Mikið betra væri að setja bank- anna í hendur einhverra sem Dabbi og Dóri þekktu og treystu. Fyrir skít og kanil. Það væri mikið betri bissniss. Ef ég ætti banka og ætlaði að selja hann, þá hugsa ég að ég myndi auglýsa hann og selja hann þeim sem væri til í að borga mest, frekar en að leita að einhverjum sem er til í að borga lítið. En ég er hálfviti, og það er örugglega enginn bissniss í því. Eitt finnst mér meiriháttar gott hjá bönkunum. Það em þessar grein- ingardeildir. Frábært öryggistæki. I þessum deildum vinna bara sam- viskusamir, stórgáfaðir og góð- hjartaðir menn sem hægt er að treysta. Þarna fær enginn vinnu nema hann hafi lokið námi í við- skiptafræði og guðfræði. Þeir stíga reglulega fram yfirveg- aðir og glerfínir eins og peninga- biskupar og láta þjóðina vita að allt líti nú vel út og sérstaklega bjart sé framundan. Öllum sé óhætt að halda áfram að taka helling af lánum og kaupa hundrað hlutabréf. Ég veit að svona menn myndu líka óhikað stíga fram og segja lands- mönnum að taka eins og skot út alla peninga úr bönkunum, og geyma þá í frystikistunni heima, ef allt væri á leiðinni á hausinn. Þetta finnst mér ótrúlega sanngjamt og auðveldar mér lífið. Einn gaur kom eins og stormsveip- ur inn í bissnissinn. Kári Stefáns- son. Þrælflottur, gráhærður og gáfulegur. Hann talaði líka svona hálfgerða útíslensku. Hann stofnaði Islenska erfðagreiningu og fékk allar sjúkra- og veikindaupplýsin- gar um alla Islendinga á silfurfati frá ríkisstjórninni. Það voru nú ekki allir sjöunda himni með það. Einn vinur minn varð miður sín yfir þessu. Hann fékk einu sinni lekanda þegar hann var á vertíð í Grindavík og nú sá hann fyrir sér að allir á kaffistofunni hjá fslenskri erfðagreiningu væm að gantast með þetta og ein vinkona konunnar hans er að skúra þar. Kári sagði að enginn þyrfti að óttast. Hann ætlaði bara að nota þessar upplýsingar til þess að búa til undralyf. Bjarga heiminum og stórgræða í leiðinni. Fyrst af öllu ætlaði hann að finna lyf við hraðsperrum og losa heiminn við offituvandamálið. Vinur minn sem fékk lekandann í Grindavík skyldi ekki alveg sam- hengið en fannst gott að eiga stóran þátt í því að fækka beljunum í heiminum. íslendingar urðu stór- hrifnir af hugmyndinni enda margir spikfeitir og með stórkostlegt of- næmi fyrir harðsperrum og settu allt sitt sparifé í fyrirtækið. Græða og gera gagn. Góð hugmynd. Á hverju ári er sagt í fréttunum að fslensk erfðagreining hafi tapað mörgum milljörðum og enn eru allir spikfeitir og að drepast úr harðsperrum. Kári galdralæknir segir á góðri útíslensku að það taki langan tíma að hræra lyf við harðsperrum. Sýnið þolinmæði. Mér er mjög hlýtt til Bónusfeðga. Þeir eru englar. Bónus bjargaði buddunni hjá íslenskri alþýðu. Það er rétt,verðlag á helstu nauðsynjum, klósettpappír og kleinuhringjum gerbreyttist. Mér fmnst Jóhannes algjör jaxl. Sjónvarpsstöðvarnar náðu aldrei tali af Jóhannesi nema hann væri í eða við sendibíl. Jóhannes hætti ekki að vinna meðan hann var í viðtölum. Nei, það var miklu lík- legra að hann héldi á 50 lítrum af rabbabarasultu í fanginu eða fleygði tveim tonnum af hrossa- bjúgum inn á lager meðan frétta- maður ræddi við hann um við- skiptin, daginn og veginn. Hann var greinilega svakalega duglegur að halda verðlaginu niðri. Guð blessi Bónusfeðga. Það birtist því sem þruma úr heiðskýru lofti þegar Jónína trambólínbudda mætti æp- andi og gólandi að þessir heiðurs- menn væru harðsvíraðir glæpa- menn sem nauðsynlegt væri að draga fyrir dómstóla. Ég heyrði reyndar að hún væri bara fúl af því að Jóhannes hætti með henni þegar hann var orðinn brjálaður á trambólíninu. Hún kynnti til sögunar vitni, Jón Gerald Sullenberger. Svakalegt nafn. Ég reiknaði með gaur sem væri lágmark tveir og hálfur meter. Nei, birtist ekki eitthvað æðislega sorrí rjóma toffí. Hann hefði ekki einu sinni getað lyft 10 lítrum af marme- laði. Hann sagðist hafa undir hönd- um sannanir. Hann hefði útbúið reikning fyrir Bónusfeðga út í Bandaríkjunum upp á 30 kassa af Libbís tómatsósu, 12 kassa af Cherrios og eina lúxus skemmti- ferðasnekkju sem kostaði hundrað milljónir. Glæpurinn var sá að snekkjan var aldrei flutt til íslands og sett upp í hillu í Bónus, þó fyrirtækið hefði greitt reikninginn. Snekkjan var bara höfð á sólar- strönd í Ameríku. Þar sleiktu þeir Bónusfeðgar og vitnið með stóra nafnið víst sólina allan daginn. Hver á að trúa svona andskotans þvælu um heiðvirða og dauðþreytta menn sem hafa ekki gert annað en að rogast með rabba- barasultu og rúsínur fyrir alþýðu- fólk í áratug. Enda skíttöpuðu tram- bólínbuddan og rjómatoffíið mál- inu. Rjómatoffíið fór að gráta í sjónvarpinu af þvf að hann kærði og var svo sjálfur dæmdur í skil- orðsbundið fangelsi. Ríkislögreglustjórinn var að horfa á sjónvarpið og fann svo til með rjómatoffíinu að hann stútfylltist af bræði og ruddist með her manna inn á skrifstofuna hjá Bónus að reyna að finna reikninginn. Dómsmálaráðherra, Ríkislög- reglustjóri og allar löggur í landinu lögðu nótt við dag í mörg ár við rannsóknir á bókhaldinu og þeir rannsökuðu og rannsökuðu. Loksins fundu þeir reikning. Jón Ásgeir hafði keypt sér pulsu með sinnepi og smá remólaði og epla- svala í lúgusjoppu og greitt með kreditkorti fyrirtækisins, en étið allt sjálfur. Húrra fyrir löggunni. Jón fékk dóm. Afhverju í ósköpunum fá löggumar ekki Fálkaorðuna eins og Handboltalandsliðið? Það er bara eitt sem ég skil ekki með Bónusfeðga. Hvernig er hægt að verða grilljónamæringur á því að selja Islendingum tómatsósu og túr- tappa, með engri álagningu? Það er reyndar allt of margt sem ég skil ekki f þessari veröld. Stundum vildi ég að ég væri gáfaður. SEBNN Spurning vikunnar: Hvaða útey er bestP Goði Þorleífsson: -Hellisey. Friðrik Magnússon: -Hellisey. Jóhann Ingi Óskarsson - Bjamarey. Þórir Sigurjónsson: - Elliðaey er lang best. Ég er líka Elliðeyingur.. HELLISEY: Helliseyingar stjórna Lundaballinuí ár. ✓ Kristín Osk - Skyndibitar fyrir sálina: af mistökum þínum Lærðu Komið þið sæl kæm lesendur! Nú er komið að geðorði númer fjögur: Lærðu af mistökum þínum. Ég skrifaði reyndar pistil fyrr á þessu ári sem hét Mistök eða reynsla? Þannig að hafið þau orð kannski bakvið eyrað við lesturinn, þar sem ég er mun hrifnari af því að breyta þessum svokölluðu mis- tökum í reynslu. Ég heyrði líka frábært gullkom í kvikmynd sem ég horfði á um daginn - AUt hið fullkomna í lífinu er röð mistaka. Ég veit að enginn er fullkominn en það er dásamlegt að vita til þess að ákveðinn mistök leiði mann áfram til betri vegar. Segja má að fjórða geðorðið sé framhald af því þriðja því það mik- ilvægasta fyrir eigin þroska er lík- lega það að geta lært af eigin reynslu. Eftirfarandi setning er líka hluti af lífspekinni minni. „Það er mikilvægt að átta sig á því að enginn hefur lofað okkur að lífið verði auðvelt og alltaf sanngjamt." Karl faðir minn kenndi mér þetta heilræði og hefur það komið mér ansi langt í lífinu. „Með því að gera ráð fyrir mótlæti er hægt að vinna sér inn smá forskot og láta það ekki koma sér á óvart þegar mótlæti eða erfiðleikar verða á veginum. Sama á við um mistökin. Öllum verða einhvem tíma á mistök og það er eins gott að sætta sig við það strax. Fullkomnunarárátta leiðir ekki til hamingju því þeir sem sætta sig ekki við annað en fullkomnun verða aldrei sáttir. Enginn er full- kominn og það sem betra er, enginn getur ætlast til þess af okkur að við séum fullkomin.". Ur bókinni Vel- gengni og vellíðan, um geðorðin 10. Það er að sjálfsögðu óraunhæft að ætlast til þess af sjálfum sér að vera fullkomin. Ég get sagt ykkur af eigin reynslu að ég reyndi og það mistókst, ég hef sjaldan verið jafn ánægð með þau mistök! „Þeir sem em óhamingjusamir þurfa ekki að hafa lent í fleiri áföll- um eða orðið á fleiri mistök en þeir sem em hamingjusamir, samkvæmt rannsóknum. Munurinn á þeim sem ná því að verða hamingjusamir og þeim sem ná því ekki er meðal annars hugarfarið og hvemig þeir takast á við vandamál, erfiðleika og mistök. Með því að líta á erfiðleika sem eitthvað til að sigrast á og að læra megi af mistökum, aukast líkurnar á því að okkur takist að vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Þeir sem njóta mikillar velgengni á einhverju sviði hafa yfírleitt gert nokkur mistök á leiðinni á toppinn, Iært af þeim og nýtt sér þann lærdóm til að ná afburðaárangri." Úr bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Ég til dæmis trúi því af alhug að veikindin sem ég glími við séu eitt stórt lærdómsferli. Að einn daginn muni ég standa einhvers staðar og gera mér nákvæmlega grein fyrir af hverju ég var látin ganga í gegnum þetta og þessi reynsla mín komi til með að hjálpa öðrum! Ég veit að ég bregst stundum vitlaust við, fer fram úr sjálfri mér, ætla mér ALLTOF mikið og fæ það í bakið en þegar öllu er á botninn hvolft þá læri ég á endanum af reynslunni. Það er því mikilvægt að ákveða hvort við ætlum að láta mistökin buga okkur eða læra af þeim. „í grófum dráttum er það þetta sem skilur hamingjusama frá óhamingjusömum. Það getur líka hjálpað að reyna að sjá spaugilegu hliðina á mistökunum, leyfa sér að hlæja að þeim og taka sig aðeins minna hátíðlega. Við getum aldrei breytt því sem liðið er en við getum lært af því sem miður fór og reynt að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Takist okkur það þá erum við á góðri leið.“ Úr bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Þessi bók er alveg hreint mögnuð að mínu mati og segir í raun allt sem segja þarf. Ég hef sem betur fer húmor fyrir sjálfri mér og held ég því fram að það sé ástæðan fyrir því að ég næ að halda í jákvæða hugsunaháttinn. Njótið því hvers dags með allri þeirri reynslu sem verður á vegi ykkar og ef ykkur finnst þið hafa breytt rangt, þá setjið þið atburðinn í reynslu- bankann og mætið nýjum degi með brosi á vör! Kœr kveðja, ykkar Kristín Ósk kristino @ vestmannaeyjar. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.