Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 BlogghQlmar Eyjamaður vlkunnar: Kirkjur bazjarins: Magnús Bragason: Er súluball framtíðin? Lundaballið hefur verið haldið í tugi ára. Margar hefðir hafa skapast í kringum ballið, margar skemmti- legar og aðrar síðri eins og þegar Bjam- areyingar syngja. Stóru veiðifélögin sjö skiptast á að standa fyrir ball- inu, þ.e. að sjá um skreytingar og skemmtiatriði. Reyndar hafa menn oft fengið aðstoð við það síðar- nefnda frá Ystaklettsmönnum, sem hafa oft skemmt gestum með hegðun sinni. En sagan og hefðin er skemmtileg og það hefur sýnt sig að fólk kann að meta þessa hátíð. Fjöldi þeirra sem mæta hefur marg- faldast síðari ár. En svo er það framtíðin!! Nú lítur allt út fyrir það að lundaveiði verði bönnuð eða alla vega mjög tak- mörkuð á næsta ári. Þá verður ekki til lundi fyrir ballið. Hins vegar hefur súlan verið að fjölga sér. Þannig að við gætum breytt þessu í Súluball! Hellisey er eina eyjan þar sem er súla, af þeim eyjum sem hefur staðið fyrir Lundaballinu. Þannig að hér eftir verður þetta alltaf í umsjón Helliseyinga og heitir Súluballið. Bjarnareyingar fara offari á heim- síðunni sinni. Þar sannast hátt hreykir....sér!!! http.V/maggibraga. blog. is/blog/mag gibraga/ Helgi Gunnarsson: Bakkafjöru- ævintýri * * * * Mig langar að vekja máls á sam- göngumáli sem virðist stefna í ævintýri eins og nýju fötin keis- arans, en ég vitna í grein sem Grímur Gíslason skrifar í Fréttir þann 18. september, mér sýnist að stjórnsýslan í samgöngumálum okkar Islendinga sé að klúðra svo- kölluðu ferjumáli all svakalega. Sé allt satt sem Grímur skrifar um, allavega er ekki byrjað að smíða nýtt skip og eftir því sem mér sýnist þá er nýjasta útboð jafndýrt og tilboð Vinnslustöðvarinnar og Vestmanneyjabæjar frá þvf í vor. Þannig að ég skil ekki hvað er í gangi hjá Siglingamálastofnun, annað en stjórnsýslusukk, eftir grein Gríms að dæma þá eru ein- hverjir hagsmunir þar á ferð innan Siglingarstofnunar fslands eða annarstaðar í stjómkerfmu. Eitt mesta klúðrið hjá Samgöngu- ráneytinu var að láta NAVIS koma að þessu máli, en það eru sömu aðilar og klúðruðu Grímseyjar- ferju, sem var nú frægt, það er alveg með ólíkindum hvað sam- fylkingarmaðurinn Kristján Möller Iætur embættismenn vaða upp með hverja vitleysuna á eftir annari. Mig langar að endingu að þakka Grím Gíslasyni fyrir góðar greinar sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina og það sýnir hvað hann er mikil eyjamaður og góður drengur. http://helgigunnars.blog.is/blog/hel gi/ Mold og skítur kom fyrir vikur Umhverfts- og skipulagsnefnd Vest- mannaeyjabæjar og Rotaryklúbbur Vestmannaeyja afhenti umhverfis- verðlaun fyrir árið 2008, síðasta fimmtudag. Fallegasti garðurinn er í eigu Ingibjargar Hjálmarsdóttur og Júlíusar Óskarssonar, Áshamri 16. Það útheimtir mikla elju og vinnusemi að rækta garðinn sinn og fallegur garður er bæjarprýði. Ingibjörg Hjálmarsdóttir er Eyja- maður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir Fæðingardagur: 02.04.1955 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Maðurinn Júlli og synimir Daði og Hjálmar Draumabíllinn: Honda Uppáhaldsmatur: Fiskur Versti matur: Þetta er erfitt, oftast hægt að þræla flestu í sig Ingibjörg er Eyjamaður vikunnar. Uppáhaids vefsíða: Heimaslóð. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Rokk og ról; Aðaiáhugamál: Útivera og Skógræktarfélagið. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Engan, fer aldrei á miðilsfundi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Hjálmar í körfunni. Ertu hjátrúarfull: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fræðsluþættir Hvenær byrjaðir þú að taka garðinn í gegn: 1999 byrjuðum við að moka upp vikri og setja í staðin mold og skít. Þurftirðu að skipta um jarðveg: Það þarf að skipta um jarðveg all- staðar þar sem eithvað annað en gras á að vera hér í vesturbænum. Hvað er lóðin stór og hvað ert þú með margar tegundir: Hún er stór og tegundirnar eru margar. Matgazðingur vikunnar: Mexíkóbrauð ‘a la Rakel Ég vil byrja á að þakka Heiðrúnu mágkonu minni og Gunna fyrir að treysta mér til að vera sælkeri vikunnar. Ég er mikill sælkeri og elska að borða góðan mat, eftirrétt- irnir þykja mér þó oftar en ekki bestir. Ég hef ákveðið að setja fram uppskrift sem ég samdi fyrir síðasta saumaklúbb og kellurnar mínar voru rosa hrifnar. Mexico brauð ‘al La Rakel Þetta er uppskrift fyrir 2 stk. rúllu- brauð Vi kassi niðurskornir sveppir 1 rauð paprika 1 rauðlaukur Vi hvítlauk 4 tómatar Slatti af svörtum ólífum 2 msk Hot Chiliisósa (mexíkósk) 1 '/2 -2 krukkur af Hot Mexico sósu 1 poki Dorritos flögur að eigin vali, Rakel Björk matgœðingar vikunnar. (rosa góðar í þennan chilli flögurnar). Rifinn ostur '/2 msk majones Aðferð: Saxa allt grænmeti niður. Tómatar skornir niður og tekið innan úr þeim, þeir svo skomir smátt. Jukkinu og flögunum er öllu blandað saman nema majonesinu og smá tekið frá af osti til að setja ofan á brauðið. Þetta er smurt inn í brauðið og osti stráð yfir, brauði rúllað upp. Majonesi smurt á brauð og osti stráð yfir. Til skreytingar er flott að strá papriku kryddi eða chilli dufti yftr ostinn ofan á brauðinu. Hitað í ofni á 200°c þangað til ostur er farin að brúnast. Þetta er svo borið fram með sýrðum rjóma og flögum, rosa gott að drekka einn ískaldan með! Mig langar svo til að skora á vinkonu mína og klúbbfélaga hana Salome Yr til að verða næsti mat- gæðingur vikunnar. Ég veit að hún lumar á flottum uppskriftum. Verði ykkur að góðu. Steindór Jónsson - Árnað heilla hundrað ára 100 ára afmæli á í dag, miðviku- daginn 24. sep- tember, Steindór Jónsson, fæddur 1908 að Steinum Austur Eyja- fjöllum. Sonur hjónanna Jó- hönnu Magnús- dóttur og Jóns Einarssonar er þar bjuggu. Árið 1920 flutti móðir hans, sem þá var orðin ekkja, til Vestmanna- eyja með fimm börnum sínum, tengdasyni og tveimur barnabörn- um. Um þær mundir voru fyrstu bifreiðamar að koma til Vest- mannaeyja. Steindór var einn af fyrstu mönnum sem hóf bifreiða- akstur í Eyjum í fyrstu hjá beinaverksmiðjunni Heklu er síðar varð Lifrasamlag Vestmannaeyja. Þegar Bifreiðastöð Vestmannaeyja var stofnuð 1929 gerðist Steindór þar meðlimur. Þar starfaði hann til ársins 1940 er hann flutti til Reykjavíkur og hóf störf hjá Land- símanum. Þar var hann undir stjórn Einars bróður síns er var að leggja símalínur víða um land. Síðar gerðist hann bifreiðavirki og vann lengst hjá Landleiðum. Áður en Steindór hóf bifreiða- akstur vann hann við gerð hafnar- garðsins á Hörgeyri. Síðar var sett listaverk á garðsendann sem jafn- framt er leiðbeiningarmerki fyrir sjómenn. Listaverkið er eftir son Steindórs, Grím Marínó. Víða má sjá listaverk eftir hann, stór og smá er setja mikinn svip á Eyjarnar. Steindór er nú vistmaður í Sunnu- hlíð í Kópavogi. Hann er vel ern en sjón og heyrn eru farin að daprast. Ættingjar og vinir ætla að samfagna með honum á afmælis- daginn. Magnús Guðjónsson, Illugagötu 5 Vestmannaeyjum. Gamla myndin: Hér er enn mynd úr ljós- myndasafni Kjartans Guðmundssonar. Páll Steingrímsson síðar frægasti náttúruvernd- arsinni þessa lands, situr fyrir ásamt félögum sínum úr skátunum. Páll er neðst á myndinni til hægri. En hverjir eru félagar hans? Hvenær var myndin tekin og við hvaða tækifæri? Þar skortir okkur þekkingu, þó ýmsar tillögur hati borist um einstaka dren- gi á myndinni. Nú er enn leitað til lesenda Frétta - enda aðeins einu sinni komið fyrir að greið svör hafi ekki borist. Þá var auglýst eftir mynd af Axel Einarssyni listamanni og hefur engin slík fundist. Lesendur sem luma á upplýsingum um myndina sem hér birtist eru vinsamlegast beðnir um að líta við hjá okkur á Bókasafninu eða hringja til okkar í síma 481 1184. landakirkja Fimmtudagur 25. september Kl. 10.00. Foreldramorgunn, kaffi og spjall, gengið inn frá Skólavegi. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu Kl. 20.00. Æfmg hjá kirkjukór Landakirkju. Föstudagur 26. september Kl. 13.00. Æfmg hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 28. september Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Söngur og gleði em allsráðandi. Mýsla og Músapési kíkja í heim- sókn og skoðað verður í fjársjóðs- kistuna. 6-8 ára starf byrjar uppí kirkju á sama tíma og heldur áfram í fræðslustofunni. Kl. 14.00. Messa. Kór Landakirkju syngur. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Guðnýju Bjarnadóttur djákna. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra. Kaffi og spjall í safn- aðarheimili eftir messu. Kl. 15.15. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kl. 15.30. NTT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 17.00. ETT-starf í fræðslustof- unni. Kl. 20.30. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 29. september Kl. 19.30. Vinir í bata, andlegt ferðalag fyrir konur og karla á öllum aldri. Opinn kynningarfundur í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 30. september Kl. 14.20 og 15.10. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í safnaðarheimili Landa- kirkju. Miðvikudagur 1. október Kl. i 1.00. Helgistund á Hraun- búðum. KI. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfæðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Aglow í safnaðarheimili Landakirkju. Huítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Kl. 20.30 Bænaganga. Biðjum um blessun. Laugardagur KI: 20.30 Brauðsbrotning. Þökkum dauða Jesú. Sunnudagur Kl: 13.00 Samkoma Guðni Hjálm- arssson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir Bænastundir alla virka morgna kl: 7.30, verið velkomin. Aðventkirklan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir börnin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.