Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 9 Alþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið Helgina 17. til 19. október nk. stendur Sögusetur - 1627 fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Tyrkja- ránið í Vestmannaeyjum. Fjöldi innlendra sem erlendra fyrirlesara munu flytja erindi auk þess að taka þátt í stefnumótunarvinnu með Sögusetrinu, sem undirbýr stofnun sögu- og fræðaseturs sem byggir á þessum merka atburði í Islandssög- unni. Meðal fyrirlesara verða Mohamed Magani, rithöfundur frá Alsír, sem fjalla mun um sjórán frá sjónarhóli hins íslamska heims og Robert C. Davis, sem hefur gefið út fjölda rita um sjórán á Norður-Atlantshafi. Þá munu Torbjöm Ödegaard frá Nor- egi, Þorsteinn Helgason og Stein- unn Jóhannesdóttir flytja erindþauk þeirra Adam Nichols og Karls borsm htmW tormlcKa þó sínu fram í flestum málum. Borgin miðstöð sjórána Mára sem hraktir voru fn ewópska trúskiptinga í hópi sjóræningja. Ra WTio were the Tuttóh raiders? Aléough ntuslim> WK gen ‘ yj leader in the ratd m t or Kure Morat má «*Thc pww ** thcn (swtrna* h'1 L in Morocco, *=> »“ "" “ Lni w*® oK" , calW Munt B"’- C*mf ^10 ' putch ori*1" and ' ' nnned .1"' T»** ............................................ Smára Hreinssonar, sem þýddu reisubók Ólafs Egilssonar á ensku. Kjartan Ragnarsson og Þorsteinn Ingi Sigfússop fjalla um sögu- og fræðasetur á íslandi, auk þess sem fulltrúar Söguseturs - 1627 munu segja frá framtíðaráformum félagsins. Sigurður E. Vilhelmsson formaður Söguseturs - 1627 segir mikinn feng í því að fá þessa fyrirlesara til Eyja. „Þeir munu varpa nýju ljósi á þennan einstæða atburð í Islands- sögunni og setja hann í alþjóðlegt samhengi. Þá fræðumst við um hlutverk sögu- og fræðasetra og reynslu annarra af uppbyggingu þeirra. Eg trúi því að bæði fræði- menn og almenningur muni hafa mjög gaman af því að mæta, því þetta fólk er allt mjög skemmtilegir fyrirlesarar fyrir utan að vera sér- fræðingar á sínu sviði. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir okkur að fá þetta fólk að stefnumótun Sögu- setursins, því ætlunin er að markaðssetja það jafnt til ferða- manna sem fræðimanna um allan heim.“ Laugardagskvöldið 18. október verður svo Matarganga í Höllinni, þar sem ferðasaga séra Ólafs Egilssonar frá Islandi til Alsír og aftur heim verður sett fram á hlaðborði af meistarakokknum Einsa kalda. Ókeypis er á fyrir- lestrana og eru þeir öllum opnir á meðan húsrúm. leyfir. Æskilegt er þó að áhugasamir skrái sig á vef- síðu félagsins, www.1627.is, þar sem einnig er hægt að skrá sig í Matargönguna. Vel haldið á málum hér s -segir Sigurbergur Armannsson, nýráðinn íjármálastjóri bæjarins SIGURBERGUR, sem ólst upp í Eyjum, segist græða einn til tvo klukkutíma á dag við að flytja hingað því það taki svo langan tíma að keyra börnin í gæslu og til og frá vinnu í Reykjavík. Sigurbergur Ármannsson er tekinn við sem fjármálastjóri Vestmanna- eyjabæjar. Hann er viðskipta- lögfræðingur að mennt og tekur við af Páli Einarssyni sem hefur gegnt starfmu undanfarin rúm 20 ár. Sigurbergur er kvæntur Karitas Vaisdóttur og þau eiga tvö börn. „Mér líst mjög vel á nýja starfið sem er bæði krefjandi og spenn- andi. Það hefur verið tekið mjög vel á móti mér og Páll verður mér innan handar til mánaðamóta, hann er góður kennari og hefur sett mig inn í starfið. Það er líka góður vinnuandi í húsinu,“ segir Sigur- bergur þegar hann er spurður út í nýja starfið. „Staðan er góð hjá bænum og samt er verið að vinna hlutina af ábyrgð. Eg hef á tilfmningunni að vel sé haldið á málum og að ég sé að taka við góðu búi. Ég kem til með að koma að gerð fjárhagsá- ætlunar og það er svolítið mitt að fylgja henni eftir. Þannig að ég verð mikið í samskiptum við stjóm- endur og starfsmenn bæjarins. Sigurbergur er fæddur 1968 og ólst upp í Vestmannaeyjum frá sex ára aldri. „Ég hef alltaf litið á mig sem Vestmannaeying þó svo ég sé ekki fæddur hér í húsinu,“ segir Sigur- bergur og brosir en skrifstofa hans er í Ráðhúsinu, gamla sjúkrahúsinu. Sigurbergur var sextán ára gamall þegar hann fór í Samvinnuskólann á Bifröst og lauk svo stúdentsprófi frá framhaldsdeild Samvinnu- skólans í Reykjavík 1988. „Ég hélt svo aftur á Bifröst 2005 og út- skrifaðist sem viðskiptalögfræð- ingur sl. vor. Árin 1988 til 1998 var ég að mestu í Eyjum og vann m.a. á endurskoðunarstofu Sigurðar Stefánssonar sem nú heitir Deloitte, en lengst af vann ég fyrir Matthías Óskarsson sem gerir út Bylgju VE-75. Ég hélt svo til Reykjavíkur og vann sem áfengis- ráðgjafi hjá SAÁ 1999 til 2005 og seinni árin þar sá ég um kennslu nýrra ráðgjafa. Áður en ég kom hingað vann ég hjá Skattstofu Reykjavíkur.“ Sigurbergur segir það lengi hafa blundað í þeim hjónum að flytja út á land. „Karitas er ekki héðan en hún hafði komið hingað nokkrum sinnum áður en við tókum ákvörðun um að flytja. Það tók hana smá tíma að átta sig á staðnum en þegar starfið var aug- lýst var það ekki síður hún en ég sem vildi flytja. Miklu réði að ég ólst hér upp og þetta er mjög fjöl- skylduvænn staður og við sjáum ekkert nema kosti við að ala börnin upp hér en þau eru þriggja og eins árs. Karitas var byrjuð í sjúkra- liðanámi og stefnir á að setjast aftur á skólabekk um næstu áramót. Við vonumst til að hún geti lokið náminu við skólann hér. Það liggur við að maður græði einn til tvo klukkutíma á dag við að flytja hingað því það tekur svo langan tíma að keyra börnin í gæslu og til og frá vinnu í Reykjavík. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur á vinnustaðnum og hjá bæjarbúum þannig að við erum ánægð með að vera sest að héma,“ sagði Sigurbergur. Endurbótum lokið á Höllinni: Hljóðmæling fór fram á mánudaginn Dansleikjahald í Höllinni hefur legið niðri eftir að Heilbrigðis- eftirlit Suðurlands úrskurðaði að húsið stæðist ekki kröfur vegna hávaða sem bærist frá því. Húsið hefur aðeins haft leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt eftir miðnætti. Eigendur hússins eru Spari- sjóður Vestmannaeyja og Glitnir banki hf. og þessar stofnanir hafa lagt í miklar endurbætur á hús- inu undanfarnar vikur. Austurhluti þaksins hefur verið hljóðeinangraður, einnig aust- urveggur og hljóðeinangrandi hurðir settar í húsið. Ólafur Eiísson, sparisjóðsstjóri sagði að undanfarnar vikur hefði verið unnið við hljóðeinangrun á húsinu. Austurhluti þaksins var einangraður, sviðið var fært fram OFT hefur verið þröngt setið í Höllinni. um þrjá metra og þar fyrir aftan var settur upp hljóðeinangrandi veggur. Auk þess voru settar upp hljóðeinangrandi hurðir o.fl. Hljóðmæling fór fram í húsinu á mánudag og síðan er hugmyndin að mæla aftur þegar viðburðir verða í Höllinni Björgvin Þór Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Hallarinnar, sagði að vinnu við hljóðeinangrun á Höllinni væri lokið og húsið tilbúið fyrir samkvæmi og tengda starfsemi. Einkasamkvæmi var í Höllinni um síðustu helgi og Lundaball næsta laugardag. „Þetta er mikil framkvæmd hjá eigendum hússins og hljóðmæling fór fram á mánudag, en mér er ekki kunnugt um niðurstöðuna. Samkvæmið sem haldið var á á laugardag er eitt það flottasta sem haldið hefur verið í Höllinni. Salurinn var glæsilegur og starfs- fóikið stóð sig allt með sóma,“ sagði Björgvin Þór. Sigurður Jónsson: Hugmynd fyrir Eyjamenn Dœldu vodka til Eistlands í geg- num ólöglega leiðslu. Ja,flest dettur mönnum nú í hug þegar um áfengi er að ræða. Reyndar er nú ekki annað hægt en dást að hugmyndaflugi þess- ara náuna, að láta sér detta í hug að smygla áfengi á þennan hátt. Mér datt reyndar í hug að hér væri komin sérlega góð hugmynd fyrir Eyjamenn til að nýta sér. Það eru vatnsleiðslur sem liggja til Vestmannaeyja frá fastaland- inu og þannig fá íbúar og fyrirtækin frábært vatn. Nú er spurning hvort það væri ekki upplagt að leggja eina leiðsl- una enn og nota hana til að flytja bjór, vodka, koníak eða aðra góða drykki. Ég er alveg viss um að þetta væri góð leið til að fjölga íbúum í Veslmannaeyjum. Hugsið ykkur fyrir íbúana að hafa þrjá krana, einn fyrir kalt vatn, annan fyrir heitt vatn og þann þriðja fyrir bjór eða vodka. Það myndu rnargir fagna svona nýungum. Ibúatalan myndi rjúka upp. Ég trúi ekki öðru en Elliði bæjarstjóri og félagar gangi snarlega til verks og nýti hugmyndina. Sig.Jónsson j «::r 1 nr •'vxF jí; :fm t X i' M i jf-ÁhiL :iÆ1 j'i'- Í-v». V ; iÆM'M Fóstruðu rituunga í sumar Rut Zohlen og Sigurgeir Scheving björguðu ritungum sem lágu bjarglausir inn við Spröngu og þeir hafa verið í fóstri hjá þeim í sumar. Ungarnir sem eru fjórir hafa verið merktir en þar sem ungar eru forvitnir fara þeir stundum á flakk. Ef einhver finnur merktan unga sem á í ein- hverjum vandræðum með að finna leiðina heim er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að skila unganum í Hreiðrið aftur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.