Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 11 upp úr skónum S S i fyrrum bankastjóri Utvegsbanka Islands í Vestmannaeyjum í mjög siðferði í viðskiptum í dag sem rís ekki mjög hátt að hans mati gull, eru í miklum erfiðleikum, ef ekki við það að leggja upp laupana. Hvernig getur þetta gerst án þess að menn sjái þessi ósköp fyrir? „Það voru ýmis teikn á lofti. Lánsfé var ódýrt og kannski hefur mátt setja það þannig upp að það var hagstætt að stofna til skulda og kaupa ýmislegt dót sem hugurinn gimtist. Viðskiptaáætlanir geta verið fallegar á pappír en ekki er víst að allar hugmyndir gangi upp. Hvernig á þá að sleppa út? Menn eru að fást við hluti sem þeir ráða ekki við og kunna ekki. Öll fjölmiðlaumræða um Atlanta gekk öll út á hver veltan væri í tengslum við stóra samninga. Við höfum aldrei séð tölur um afkomu félagsins." Hverjir bera ábyrgðina? „Stjórnir hlutafélaga hafa bmgðust og menn átu upp eftir hver öðrum. Sumir hafa við- skiptaþekkingu og siðferðisbresti, en ekki viðskiptasiðferði.“ Nú er talað um aðgerðarleysi ríkistjórn- arinnar? „Ríkisstjórnin á helst ekkert að gera annað en skapa aðstæður fyrir atvinnulíf og mannlíf og á ekki að skipta sér að rekstri fyrirtækja.“ Ekki frá því að þjóðin vilji sam- drátt Vilhjálmur spáir þvf að staðan í efnahags- lífinu verði erfið í a.m.k. tvö ár til viðbótar enda erum við að ganga í gegnum aðlögun- arskeið. „Ýmis fyrirtæki eru í vandræðum og á höfuðborgarsvæðinu eru 2500 óseldar íbúðir. Bankar og íbúðalánasjóður hafa farið offari í lánveitingum til fyrirtækja og ein- staklinga. Það fara ábyggilega einhverjar illa. Ég reyndi alltaf að standa með mínum við- skiptavinum þegar ég var bankastjóri og gjaldþrot þarf ekki að vera lausn.“ Þú talar um að bankar og lánastofiianir hafi farið ojfari. „Já, eitthvað hefur farið úrskeiðis í greiðslu- mati hjá lánastofnunum. Það er ekkert at- hugavert við að veita 100% lán en meginmáli skiptir hvað fólk hefur í afgang eftir að búið er að greiða af lánum. Er þá eitthvað eftir til að lifa af? Ég hrósa mér oft af því að þegar ég var bankastjóri þá hækkaði ég oft lánin til viðskiptavinanna. I viðtölum við fólkið kom fram hvað það þurfti og þá var stundum samið um hærra lán en það taldi sig þurfa í upphafi en þau voru borgunarmenn þegar svo stóð á. Lánastofnanir eiga að leysa vanda en ekki skapa vanda“ Menn eru ekki sammála um hvort hér ríki samdráttur eða niðursveifla og Vilhjálmur svarar því til að niðursveifla verði kreppa þegar samdráttur verður í landframleiðslu í tvo ársfjórðunga. „Atvinnuleysi leysist að einhverju leyti með því að erlent vinnuafl fer. Ég er ekki frá því að þjóðin vilji samdrátt og erfiðleika. Ég get nefnt atvinnuuppbyggingu á landbyggðinni sem dæmi. I Vestur-Skafta- fellssýslu hafa menn haft áform um að virkja á, sem enginn eða allavega mjög fáir hafa heyrt um. Þá rjúka einhverjir upp og fara að tala um fallega náttúru. Þetta er virkjun, sem svipar til einnar virkjunar í Soginu. Það er alveg öruggt að landið hefur þörf fyrir raf- orkuframleiðslu og ef við ætlum að hverfa frá henni þá verðum við að fara að prjóna lopa- peysur eða endurvekja sauðfjárrækt á Melrakkasléttu. Það er spurning hver á að njóta afurðanna ef þéttbýlið á að vera fátækt." Hrifnari af hvalveiðum en hvalaskoðun „Ég vil hafa blómlega landsbyggð," segir Vilhjálmur þegar hann er spurður frekar út í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. „Við erum í þeirri stöðu að ef höfuðborgin er í ólagi þá eru litlu tunglin í ólagi líka. Nú þegar illar horfir í höfuðborginni þá kemur það niður á landsbyggðinni líka. Sjávarútvegurinn hefur verið meginstoðin í atvinnulífinu úti á landi og afkoman ræðst af því hvernig hann stendur. Vandinn er að sjávarútvegur hefur gengið í miklar breyt- ingar t.d. voru 16 togarar á Vestfjörðum á árunum 1980 til 1990 og þeir eru fimm í dag. Það getur vel verið að staðir á landsbyggð- inni séu búnir að taka út sitt samdráttaskeið en skuldir sjávarútvegsfyrirtækja í erlendri mynt hafa hækkað gríðarlega með gengisfalli krónunnar. Á móti kemur hærra afurðaverð. Ferðaþjónusta verður aldrei annað en auka- búgrein, ég hef skoðað ferðaþjónustu vel og haldið fyrirlestra um efnið. Það eru yfirleitt starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem halda uppi flugi á áfangastaði á landsbyggðinni. Ég er þar af leiðandi miklu hrifnari af hval- veiðum en hvalaskoðun. Aukin ferðaþjónusta bjargar engu og það sem bjargar ferðaþjón- ustunni er öflugt atvinnulíf. Ferðamenn eru hér í nokkra mánuði á ári og það þýðir tímabundna atvinnu í ferðaþjónustu. Höfn í Bakkafjöru breytir engu þar um. Menn hafa talað um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum með uppbyggingu Þekkingarseturs, Surtseyjarstofu o.s.frv. enda hafa verið byggð upp háskólasetur á lands- byggðinni. „Það er engin stóriðja og ekkert sem skiptir sköpum. Aðalbreytingin er að nú eru rekin tvö frystihús í Vestmannaeyjum í stað fjögurra. Fólksfækkun í bænum hefur orðið 25%, m.a. fyrir hagræðingu í fiskvinnslu sem hefur að hluta til færst út á sjó. Það sem getur bjargað okkur er frekari úrvinnsla á sjávarafurðum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem kaupendur vilja fer- skan fisk. “ Fólk mætti líka viðhafa meiri náungakærleik Talið hefur borist aftur að Eyjum og því er ekki úr vegi að spyrja Vilhjálm hvað megi fara betur hjá okkur í Eyjum og það stendur ekki á svari. „Vestmannaeyingar þurfa aðeins að lyfta upp miðbænum. Ég held það muni bæta andann ef hús og þök eru máluð og rífa þau sem ekki er hægt að lagfæra. Það breytir ásýndinni en bærinn var þekktur fyrir hvað hann var snyrtilegur um áratuga skeið. Fólk má lfka viðhafa meiri náungakærleik í umsögnum um fólk. Samfélagið er stundum dálítið hart og ég get nefnt nýútkomna bók um viðumefni sem dæmi um hreint einelti. Ég varð var við þessa hörku þegar ég bjó í Eyjum.“ Hver er ástceðan fyrir þessari hörku, getur verið að menn séu að passa sitt? „Nei, þetta er ofstopi og aulafyndni." Beindist hún að þér? „Stundum. Ég var aðkomumaður og þeir eru í Vestur- Skaftafells- sýslu hafa menn haft áform um að virkja á, sem enginn eða allavega mjög fáir hafa heyrt um. Þá rjúka einhverjir upp og fara að tala um fallega náttúru. Þetta er virkjun, sem svipar til einnar virkjunar í Soginu. Það er alveg öruggt að landið hefur þörf fyrir raf- orkuframleiðslu og ef við ætlum að hverfa frá henni þá verðum við að fara að prjóna lopapeysur eða endurvekja sauðfjár- rækt á Melrakkasléttu. gjaman, hinn vondi. Aðkomumaður kemur oft með ný sjónarmið og það er ekki alltaf vel séð þó svo að aðkomumaðurinn vilji vel og geri eins og samviskan býður honum. Á móti kemur mikil samstaða þegar slys verða eins og ég hef bent á.“ „Svo hleypur hann líka“ Vilhjálmur er í fínu formi og lét sig ekki muna um að hlaupa hálft maraþon í ágúst sl. en hann hefur tekið þátt í Reykjavíkurmara- þoni í yfir tuttugu ár. Það er ekki hægt annað en forvitnast um hvenær og hvers vegna hann fór að stunda hlaup. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir 30 ámm þegar ég kom til Eyja og hljóp þá frá Iþróttahúsinu inn í Dal og suður fyrir Steinsstaði „Svo hleypur hann líka“ var sagt um mig og það var auðvitað til viðbótar við aðra bilun. Þetta þróaðist þannig að til varð hópur sem hljóp saman um helgar. Þetta vom Páll Zóphó- nfasson, Guðjón Ólafsson, Sigurður heitinn Einarsson, Hörður Óskarsson, Bjami Jónasson og Kjartan klerkur. Við vomm kallaðir Skuldahalinn eða Vomm skuldunau- tum. Þegar ég kom til Reykjavíkur hljóp ég hálft maraþon og er búinn að hlaupa í 21 ár. Nú er ég eiginlega skyldugur til að mæta næstu fjögur ár og kannski næstu níu ár. Mér finnst gott að hlaupa og það á við um líkama og sál. Ég er illa ættaður og mikið af hjartasjúk- dómum í minni fjölskyldu. Ég þarf að stunda hreyfingu og er miklu frískari, bæði líkam- lega og andlega. Hver sá sem hefur fundið skítalyktina af hlaupagallanum veit að það er gott að vera búinn að losa þau efni úr líkam- anum. í kringum hlaupin er líka heilmikill og góður félagsskapur." Hvað með undirbúninginn fyrir 21 kílómetra hlaup? „Minn undirbúningur felst í því að ég hleyp 10 km þrisvar til fjómm sinnum í viku. Ég hleyp seinni part dags nema á sunnudögum, þá hleyp ég á morgnana. Það er frekar að ég fari í golf kl. 06. á morgnana í góðu veðri. “ Þú hleypur ekki lengra réttfyrir hlaup? „Sá sem kemst 10 kílómetra vatnslaus kemst 21 kfiómetra með því að fá vatn, “ segir Vilhjálmur að lokum og það er kannski dæmigert fyrir hann. Maður sem lætur aldrei deigan síga og fór óhræddur á móti straumn- um þegar honum fannst nóg komið á sviði viðskipta og fjármála. Við erum í þeirri stöðu að ef höfuðborgin er í ólagi þá eru litlu tunglin í ólagi líka. Nú þegar illar horfir í höfuðborginni þá kemur það niður á landsbyggðinni líka.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.