Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 3 Búið að plata fólk -segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta oí athyglisverðu viðtali við Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur. Þar er m.a. komið inn á Vjðtal Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Islands, hefur kennt við viðskiptafræðideild skólans undanfarin 11 ár. Meðfram því sinnir hann starfi fyrir Samtök fjárfesta og hefur verið áberandi í umræðum um fjármál, ekki síst um hlutafélög og bankastarfsemi. A stundum hefur hann verið rödd hrópandans í eyðimörkinni og nær öruggt að ekki eru allir hrifnir af þeirri gagnrýni sem hann hefur haldið uppi á fjármálakerfið. Vilhjálmur er oft kallaður til þegar umræður um viðskipti fara fram í fjölmiðlum, ekki síst síðustu vikur og mánuði. Vilhjálmur er kvæntur Auði Aðalsteinsdóttur og þau bjuggu hér í sjö ár þegar hann var bankastjóri Utvegsbanka íslands í Vest- mannaeyjum. Auður lauk djáknanámi í guðfræðideild Háskólans og síðar lauk hún námi í bókasafns- og upplýsingafræði eftir að þau fluttust frá Eyjum en hún starfar nú sem bókavörður í Kvennaskólanum í Reykjavík. Vilhjálmur og Auður eignuðust tvíburadætur þegar þau voru í Eyjum, þær heita Hulda Guðný og Kristín Marta og hafa lokið skólagöngu í Garðabæ og láta vel af sér. Kennari og talsmaður Samtaka fjárfesta Vilhjálmur tekur hlýlega á móti blaðamanni á skrifstofu sinni í Gimli þar sem margir af stjórnendum og kennurum skólans hafa skrifstofur. Húsnæðið er opið og staðurinn virkar lifandi a.m.k. þegar farið er um gang- ana með Vilhjálmi. Hann spjallar við nem- endur, kennara og starfsfólk og andrúmsloftið í kringum hann er létt og þægilegt, enda maðurinn skemmtilegur. „Kennsla á að mörgu leyti vel við mig, ef vel gengur er hún gefandi," segir Vilhjálmur þegar hann er spurður út í starfið. „Ég kenni líka stjórnun í Iðnskólanum og mér fmnst það skemmtilegt. Ég er með nemendur sem eru jafnframt á kafi í atvinnulífmu. Þetta er fólk sem er að flytjast í hlutverk stjómanda og fer að hugsa um sinn rekstur út frá því sjónarmiði. Ég er búinn að kenna við Iðnskólann í 19 ár fyrir utan tveggja ára hlé í námi í Bandaríkjunum." Vilhjálmur hefur sinnt öðrum störfum meðfram kennslunni og vann um tíma hjá Þjóðhagsstofnun og Hagstofu íslands. „Þegar ég tók að mér að vera talsmaður Samtaka fjárfesta fannst mér ótækt að vera jafnframt í starfi fyrir opinbera stofnun. Hagstofan er partur af stjórnarráðinu og Þjóðhagsstofnun var ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Það veitir ekki af því að hafa mann í þvt að gæta hagsmuna fjárfesta. Samtök fjárfesta eru starfandi í öllum Evrópulöndum og eru að bera saman bækur sínar. Ég sæki fundi þrisvar til fjórum sinnum á ári og þá aðallega í Brussel hjá Euroshareholders." Skemmtilegt lið við færibandið Vilhjálmur var bankastjóri Útvegsbanka Is- lands í Vestmannaeyjum frá 1980 til 1987 og miklar breytingar hafa orðið á íslenskri viðskiptalífi síðan. „Ég hef hitt fólk sem vann með mér hjá Útvegsbanka Islands en bankinn hefur gengið fimm sinnum í gegnum nafna- skipti síðan,“ segir Vilhjálmur og það eitt og sér segir sína sögu. Þú kynntist Vestmannaeyjum vel þegar þú starfaðir þar sem bankastjóri? „Ég kynntist Vestmannaeyjum aftur því ég var í Eyjum sumarið '69. Þá vann ég í ftski í Isfélaginu og það var mikið að gera. Ég kynnist mörgum merkismönnum þetta sumar og þar vann skemmtilegt lið við færibandið. Menn eins og Eiríkur Þorsteinsson í olíunni, Halli í Turninum, Siggi Sveins frá Múla, Herjólfur Bárðarson og Þröstur Hjörleifsson. Þarna voru líka tveir nýútskrifaðir stúdentar, prófessor Jón Bragi Bjarnason og prófessor Gísli Pálsson." Vilhjálmur kynntist einnig mörgu góðu fólki þegar hann starfaði hér sem bankastjóri og fylgist vel með því sem gerist í Eyjum. „Ég VILHJÁLMUR BJARNASON: Ég held að fyrirtækjaeigendur í Eyjum hafi þetta enn að leiðarljósi og telji að þeir hafi skyldur við sín hjú. Hvort þeir heita Stefán, Guðmundur, Einar, Sigurður eða Haraldur. Myndir Morgunblaðið. DÆTURNAR: Hulda Guðný og Kristín Marta en þarna eru þær eins árs gamlar. Þær eru fæddar í Reykjavík og svo skemmtilcga vill til að ljósmóðir þeirra er Jóna Dóra Kristinsdóttir. Myndina tók Sigurgeir Jónasson. Ég kynntist mörgum merkismönnum við færibandið. Mönnum eins og Eiríki Þorsteinssyni í olíunni, Halla í Turninum, Sigga Sveins frá Múla, Herjólfi Bárðarsyni og Þresti Hjörleifssyni. hef alltaf haldið góðum tengslum við fjöl- skyldu Jóhannesar Tómassonar í bankanum, Þóru Magnúsdóttur, Dídi, og hennar mann, Kristinn heitinn, á meðan hann lifði, Harald Gíslason og Ollu og Eyjólf Martinsson og Siggu, frænku konunnar minnar. Svo er ég líka í mjög góðum tengslum við Guðbjörgu Matthíasdóttur og hennar fjölskyldu. Þetta eru þau sem ég tala oftast við. Svo heimsæki ég alltaf hana Lillu hans Hjálmars í Bankanum þegar ég kem til Eyja,“ segir Vil- hjálmur og er í framhaldinu spurður hvað sé minnisstæðast frá þeim tíma sem hann starf- aði hér. Sjávarútvegur og mikil vinna „Það sem hélt samfélaginu saman var sjáv- arútvegur og mikil vinna. Atvinnurekendur höfðu það eitt að leiðarljósi að fólkið hefði nóg að gera. Það var ekki alltaf auðvelt og mér er minnisstætt hvað einn frystihússforstjórinn sagði þegar útlitið var ekki gott. „Við verðum að harka þessa daga, svo fólkið fari ekki á atvinnuleysisbætur," og mér finnst það táknrænt fyrir afstöðu atvinn- urekenda. Þeir litu svo á að þeir hefðu skyld- ur við sitt fólk. Ég held að fyrirtækjaeigendur í Eyjum hafi þetta enn að leiðarljósi og telji að þeir hafi skyldur við sín hjú. Allir þessir menn hvort þeir heita Stefán, Guðmundur, Einar, Sigurður eða Haraldur, þeir hugsuðu vel til síns fólks og það var ekki alltaf launað. Svo eru aðrir hlutir setn sitja djúpt í minni. Það var samstaðan þegar hörmungar gengu yftr. Slys eins og þegar Heimaey og Pelagus strönduðu og Hellisey fórst. Svo var einn laugardagsmorgun í janúar 1984 þegar allir bátar höfðu fyllt sig af loðnu austan undir Hornafirði eftir langa og erfiða leit. Maður gat eiginlega mælt ánægjuna á umferðarhrað- anum í bænum. Á eftir fylgdi góð vertíð. Undirstaðan í Eyjum var sjávarútvegur, og er og verður enn. Kvótakerfið hefur breytt miklu, það eru allt aðrar og meiri kröfur um arðsemi. Mér finnst fyrirtækin hafa aðlagað sig að breyttum aðstæðum á undraverðan hátt.“ Úthluta sjálfum sér arði Þú hefur verið áberandi sem talsmaður Samtaka fjárfesta og komið með spumingar og athugasemdir á hluthafafundum og m.a. gagnrýnt stjórnendur einstakra hlutafélaga á Islandi. Hvers vegna? „Ég held að þau sjónarmið sem ég hef komið fram með, eigi fullan rétt á sér og eigi við um alla sem hafa áhuga á sparnaði og fjárfestingum. Kannski eru þetta neytenda- sjónarmið, það eru umboðsmenn skuldara en enginn umboðsmaður sparifjáreigenda. Ég hef verið að fjalla um ýmis grundvallaratriði í viðskiptum, í félagarétti og eins innherjavið- skipti og reynt að koma því til skila hvað slík viðskipti þýða. Það sem hefur verið að gerast í viðskiptalífinu sýnir hvað hægt er að fara illa með fyrirtæki með rugli. Eins og því að láta fólk trúa því að 0,5 prósent af landsfram- leiðslu fari í rekstrarkostnað hjá FL Group. Trúir því einhver?" Þú hefur líkafjallað um kaupréttarsamn- inga? „Já, þeir eru farnir úr öllum böndum og eru ekki í tengslum við árangursmælingar." Hvað voru menn að spá? „Fara í kringum hlutafélagalögin og úthluta sjálfum sér arði.“ Hvernig á almenningur að hafa getu og þekkingu til að átta sig á því sem er að gerast? „Það er búið að plata fólk upp úr skónum og það hafa engir fjallað um þetta fyrr en ég gerði það í vetur. Nú er ég að kenna þetta.“ Viðskiptaþekking en ekki viðskiptasiðferði Allt virtist vera í góðum gír á seinni hluta síðasta ár og svo hrynur allt eftir áramót. Gengistryggð lán hafa hækkað upp úr öllu valdi vegna falls íslensku krónurinar og sömuleiðis verðbólgan og þar með verð- tryggð lán líka. Fyrirtæki, sem virtust mala 4

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.