Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 Hættulegur hundur á ferð: Hvenær bítur hann aftur? Einkenni fellur. Nú er unnið að niðurrifi á malbikunarstöðinni og er verkið unnið af starfsmönnum Skipalyftunnar. A mánudaginn féll sílóið sem verið hefur eitt af einkennum Vestmannaeyja í áratugi. Göngum til góðs Grein Pétur Steingrímsson siöifar: Höfundur er lög- reglumaður. Um kl. 18:00, þriðjudaginn 16. sept- ember sl. var komið að lambi suður á Breiðabakka sem hafði greinilega lent í hundskjafti, lambið var svo illa leikið að það þurfti að aflífa það strax. Hundurinn hafði ráðist á lambið, bitið hnefastórt kjötstykki úr læri þess þannig að kjöttægjur lágu lausar niður eftir lærinu og sást inn að beini, rifið dindilinn af því og rifið gæruna lausa langt fram á bakið, afturhluti lambsins var eitt blóðstykki. Lambið sem var bitið var heimanlingur á Breiðabakka og því mun gæfara en önnur lömb og greinilega ekki varað sig á hætt- unni. Fyrr í sumar hvarf annar heiman- lingur af Bakkanum og hefur ekki spurst til hans síðan, spurningin er hvort hann hafi lent í sama hunds- kjaftinum og eigandi hundsins fjar- lægt hann og látið hann hverfa til að bjarga eigin skinni. Það er alveg á hreinu að umræddur hundur hefur komið stoltur og alblóðugur til eiganda síns eftir þennan verknað og það hefur ekki farið fram hjá neinum hvað hann hefur verið að gera. Ef eiganda hundsins hefur ekki grunað neitt þá, þá hlýtur hann að hafa farið að hugsa eitthvað þegar hann las greinina í síðustu Fréttum um dýrbítinn á Breiða- bakka. Undirritaður var mikið suður á Breiðabakka í sumar, fór þangað nánast daglega og gerir enn. Kom það mér mjög á óvart að sjá hve algengt það er að hundaeigendur sleppi hundum sínum lausum þarna suður á eyju (þó það sé bannað) og aki síðan langt á undan þeim þannig að hundarnir ráfi alveg eftir- litslausir um svæðið í langan tíma. Dag eftir dag kom sama fólkið, stöðvaði bílinn sunnan við rimla- hliðið, vestan Lyngfells, hleypti þar hundinum lausum, ók síðan suður og niður Höfðaveginn fram hjá Breiðabakka og lét hundinn elta bílinn. Hér með skora ég á um- ræddan hundaeiganda að gera upp málið og láta aflífa hundinn því þetta er mjög hættuleg skepna, nánast gangandi tímasprengja. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þessi umræddi hundur ræðst á lítið barn. I nýrri samþykkt um hundahald í Vestmannaeyjabæ sem mér skilst að hafi tekið gildi, stendur eftir- farandi en þarf að taka til fram- kvæmda: (25. janúar 2008). I 2. gr. stendur. Framkvæmd og eftirlit með hundahaldi í Vest- mannaeyjum annast hundaeftirlits- menn í umboði bæjarstjórnar Vest- mannaeyjabæjar og geta þeir leitað aðstoðar lögreglu. í 4. gr. stendur m.a. í gjaldskránni skal sömuleiðis ákveðið hvert handsömunargjald, sbr. 6. gr. þess- arar samþykktar skuli vera. í 5. gr. stendur m.a. í 8. mgr. hennar. Hundurinn má aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald á honum. Gæta skal þess að hundurinn valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna. I 9. grein 5. greinar stendur eftir- farandi. Heimilt er að sleppa hund- um lausum á eftirfarandi svæðum: Opnu svæði fyrir hunda á Hauga- svæðinu. í 6. gr. stendur: Hundar sem ganga lausir utandyra skulu hundaeftirlitsmenn handsama og færa til geymslu bæjarins. Sama gildir um hættulega og óleyfilega hunda. Kostnaður við töku, geym- slu og fóðrun hunda skal að fullu greiddur af eiganda. Ég vil hér með skora á bæjaryfir- völd að koma þessari hundasam- þykkl í framkvæmd sem allra fyrst. Mér skilst að það sé búið að ráða hundaeftirlitsmann til að vinna eftir þessari samþykkt en hann vantar tól og aðstöðu. Ekki er búið að ákveða þá upphæð sem hundaeigendur skuli borga fyrir að leysa út hundinn eftir að hann hefur verið handsamaður. I Reykjavík er þessi upphæð nálægt 20 þúsundunum sem borga þarf hundaeftirlitinu og aðrar 20 þúsundir fyrir gistinguna (pr. sólahringur) í hundageymsl- unni. Þykir það mjög há greiðsla en hundaeigendur þar hugsa sig vísl tvisvar um áður en þeir sleppa hundunum lausum aftur þar sem það er bannað. í Reykjavík eru svæði þar sem hundaeigendur geta látið hunda sína hlaupa lausa eins og hér í Eyjum. Hér hafa hund- aeigendur stór svæði austur á Haugasvæðinu til að viðra hundana sína og þar geta þeir sleppt þeim lausum. Þar er önnur lausaganga dýra bönnuð og þeir sem eru hræddir við hunda og vilja ganga úti í náttúrunni vita að á Haugasvæðinu geta verið lausir hundar. Á Haugasvæðinu geta þeir hundaeigendur sem ekki nenna að ganga með hundana sína, ekið stóran hring um svæðið þar sem þeir geta svo látið hundana elta bílinn. Svo er það hundahaldið í mið- bænum sem er sér kapítuli út af fyrir sig. í miðbænum sér maður allt of oft lausa hunda þó svo að eigendur þeirra séu þar einhvers- staðar nálægt. Þeir eru oftast of langt í burtu til að grípa inn í ef til þess kemur. Nokkrum sinnum hef ég horft upp á þar sem hundaeigen- dur eru að láta hundana sína skíta á Stakkagerðistúninu, líta flóttalega í kringum sig og ganga síðan í burtu, án þess að þrífa upp eftir dýrið. Tvisvar hef ég gert athugasemd við eiganda hunds vegna þessa athæfis en fengið dræmar undirtektir. Margoft hefur maður rekist á stóra skítahrúgu eftir hund í miðbænum og stundum verður fólk fyrir því að stíga ofan í þennan ófögnuð. Ég vil hér með einnig skora á hundaeigendur og biðla til bæjar- yfirvalda að skikka hundaeigendur til að stofna félag, hagsmunafélag hundaeigenda í Vestmannaeyjum. Hér áður fyrr var mjög gott ástand á þessum málum og mjög öflugt hundavinafélag starfandi. Þá voru allir hundar í Vestmanna- eyjum skráðir og með sitt númer, til var myndalbúm með mynd af hverjum hundi í bænum sem var geymt á lögreglustöðinni og því var mjög auðvelt fyrir yfirvöld að koma týndum hundi til réttra eig- enda. Félagið sá um að dýralæknir kæmi reglulega til Eyja og allir hundar væru bólusettir við þeim sjúkdómum sem þeir eiga á hættu að sýkjast af. Ágætu hundaeigendur. eitt skemmt epli í hópnum smitar fljótt út frá sér og allir dæmdir eftir því. Með vinsemd og kveðju. Pétur Steingrímsson Laugardaginn 4. október fer fram landssöfnun á vegum Rauða kross Islands undir slagorðinu Sameinum fjölskyldur. Göngum til góðs er umfangsmesta fjár- öflun Rauða kross Islands sem fram fer annað hvert ár. Allar 50 deildir félagsins víðsvegar um landið taka þátt. Takmark söfnunarinnar er að gefa öllum á Islandi kost á að vera með, með því að ganga með bauk í hús eða með því að gefa. Milljúnir barna, kvenna og karla um allan heim hafa orðið viðskila við ástvini sína, t.d. af völdum stríðsátaka og náttúruhamfara. I ár verður safnað fyrir sam- einingu fjölskyldna sem sundrast hafa vegna stríðsátaka í Kongó og mun söfnunarféð rennur óskert til verkefnisins. I samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn í Kongó er unnið að því að koma börnum sem týndust í stríðinu aftur í foreldrahús. Ibúar í Kongó eru tæplega 4 milljónir. Þar hefur borgarastyr- jöld geisað síðan árið 1998, þó að vopnahlé hafi formlega verið gert árið 2003, og eru um 1,3 milljón manns á flótta innan landa- mæranna. I fyrra voru hátt í 500 börn sameinuð fjölskyldum sínum í Kongó en hundruð bíða enn í þeirri von að fjölskyldur þeirra finnist. Frá því í janúar á þessu ári og til loka maí hefur Rauði krossinn sameinað 120 börn og fjölskyldur þeirra í Kongó. Vestmanneyjadeild Rauða kross íslands óskar eftir sjálfboðaliðum í Vestmannaeyjum og eru þeir sem geta veitt söfnunni lið vin- samlegast beðnir um að hafa samband á skrifstofuna, Arnardrangi við Hilmisgöu, milli klukkan 16 og 18 á mánudag og miðvikudag. + Rauði kross íslands Vestmannaeyjadeild í Skanssvœðið: I Gamli sjóveitutankurinn að gefa sig (Jtkall hjá slökkviliði: Eldur í rafmagnskassa Stuttu eftir hádegi á þriðjudaginn var Slökkviliðið kallað út að sumarbústað við Ofan- leiti. Talið var að eldur væri í sumarbú- staðnum en svo reyndist ekki vera. Rauk úr rafmagnskassa í nágrenninu og virðist sem vatn hafi komist inn í hann. Slökkviliðsmenn fullvissuðu sig um að engin hætta væri á ferðum. Egill Egilsson, altmuligt maður hjá Vestmannaeyjabæ, var á sinni venjubundnu eftirlitferð á Skanssvæðinu í gærmorgun, þegar hann heyrði skruðninga og læti að baki sér. Þegar hann leit við var stór hluti af útveggjum gamla sjóveitutanksins á Skansinum að hrynja. Sjóveitutankurinn brotnaði mikið í eldgos- inu 1973, en hluti hans stóð uppi og hefur verið eitt af helstu minnismerkjunum um gosið. Hann var byggður árið 1931 og tekinn í notkun árið eftir. Fyrir þann tíma hafði sjór til fiskþvotta verið tekinn beint úr höfninni. Sjórinn var oft tekinn á sömu stöðum og útrennsli var í sjó og var því ekki boðlegur til vinnslu en þó notaður. Var þetta mikið vanda- mál og brýnt að leysa. í sjóveitunni var sjór hreinsaður og leiddur í hús og í fiskvinnslu á pallakrónum. Sjóveitutankurinn sá gömlu sundlauginni á Miðhúsatúninu einnig fyrir hreinum sjó. ísfélagið: Guðmundur með 1100 milljónir Aflaverðmæti Guðmundar VE 29, sem er í eigu ísfélagsins, er komið í 1.100 milljónir króna. I síðustu viku landaði Guðmundur um 660 tonnum af frystum makrfl og sfldarafurðum. Aflaverðmæti veiðiferðarinnar var um 90 milljónir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.