Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 18
EFSTU DEILDAR SÆTI FAGNAÐ. Þó ÍBV riði ekki feitum hesti frá leiknum við Selfoss í síðustu umferð 1. deildarinnar höfðu leikmenn og forráðmenn liðsins ástæðu tll að fagna því þeir urðu 1. deildar meistarar og eru komnir í hóp þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. ÍBV 1. deildarmeistari og komið í hóp þeirra bestu: Þarf að setja liðinu markmið -sem allir vinna eftir og geta sætt sig við, segir Heimir, þjálfari sem setur skilyrði fyrir áframhaldandi starfi - Bjarni, Pétur, og Garner samningslausir Heimir Hallgrfmsson þjálfari l. deildar meistara ÍBV var afar ánægður þegar biaðamaður Frétta náði tali af honum eftir leik. Heimir sagði að það hefði verið ánægju- legt að horfa á bikarinn fara á loft. „Það var mjög ánægjulegt, gaf einhvern veginn öllu eríiðinu gildi,“ sagði Heimir sem ætlar að setja skilyrði verði hann áfram þjálfari. Aðspurður um hvað hefði staðið upp úr hjá honum í sumar datt honum fátt annað í hug en bara það hvað allt hefði gengið upp þrátt fyrir erfiða tíma á köflum. Eyja- menn áttu t.d. við erfíð meiðsla- vandamál að stríða. „Það gekk nánast allt upp, sama hvað gekk á og ég er himinlifandi með það. Oft á tíðum voru tveir til þrír lykil- leikmenn meiddir sama tíma.“ Heimir segir að það sem hafí komið honum mest á óvart var það hversu ungu strákarnir hafi komið sterkir inn þegar lykilmenn voru forfallaðir. „Þeir komu á óvart stuttu eftir að mótið hófst þegar lykilleikmenn eins og Gamer, Andy, Bjarni Hólm og Yngvi voru ekki til taks. Þeir stigu upp og það var mikilvægt.“ Heimir er ekki samningsbundinn félaginu um þessar mundir og segist ekki viss hvort hann muni þjálfa liðið næsta sumar. Ef honum yrði boðið starfið myndi hann þó setja nokkrar kröfur á stjórnina. „Ég átti eftir eitt ár af samningnum mínum en sagði honum upp í byrjun sumars. Ég set kröfur um ýmsa hluti sem þarf að laga til að liðið geti tekið framförum." I augnablikinu eru þrír lykilleik- menn samningslausir en það eru þeir Bjami Hólm Aðalsteinsson, Pétur Runólfsson og fyrirliðinn Matt Gamer. Þessi leikmenn eru liðinu allir gríðarlega mikilvægir og ljóst er að það verður að semja við þessa stráka sem fyrst. Heimir vill ólmur halda öllum leikmönnum liðsins en telur þó að einnig þurfi að styrkja hópinn. „Ég vona það fyrir hönd IBV að allir leikmenn verði áfram það er eina leiðin til að ná stöðugleika. Hins vegar geri ég Matt Garner fyrirliðinn ánægður með árangurinn í sumar: Ekki viss hvað ég geri næsta sumar -Ætla að skoða alla möguleika áður en ég tek ávörðun Matt Garner, fyrirliði Eyjamanna, hefur svo sannarlega spilað sig inn í hjörtu Eyjamanna síðustu árin. Hann kom til Eyja árið 2004 frá Crew á Englandi og hefur síðan verið lykilmaður í liði ÍBV. Hann býr með Eyjastelpunni Bjarteyju Hermannsdóttur og saman eiga þau soninn Morgan Goða. Matt Garner var gerður að fyrirliða í byrjun sumars og hefur staðið þá plikt með stakri prýði. Segir hann að það hafí verið frábært að lyfta bikamum á laug- ardaginn. „Það var frábær tilfinning að lyfta dollunni. Þetta er það sem mann dreymir um sem strákur og þetta er ástæðan fyrir því að maður djöflast í þessu sporti,“ sagði Matt. Eyjamenn hafa staðið sig frábær- lega í sumar og unnið marga frækna sigra en hvað stendur upp úr hjá fyrirliðanum? „Það mun vera leikurinn gegn Selfoss hérna heima. Þeir komu með fjöldann allan af hrokafullum stuðn- ingsmönnum með sér. Þeir sungu níðsöngva um okkur allan tímann en við tókum Selfoss í kennslu- stund á vellinum og unnum frábæran 3:0 sigur og stuðnings- mennirnir fóru heim með skottið á milli lappana." Matt segir að lykillinn á bak við þessa miklu velgengni í sumar sé það hversu vel leikmenn þekkja inn á hvem annan. „Að mínu mati er lykillinn hversu vel við þekkjum hvem annan. Við höfum verið saman í nánast tvö ár og við þekkj- um vel inn á hvern annan og það vita allir hvers er krafist af þeim. Þannig skilningur gefur manni ákveðið frelsi á vellinum því maður þarf ekki að hafa eins miklar áhyggjur af manninum við hliðina.“ Margir leikmenn liðsins hafa blómstrað í sumar og þá sérstaklega yngri leikmenn eins og Þórarinn MATT: Frábært að lyfta bikarnum. Ingi og Arnór Eyvar sem hafa báðir staðið sig með eindæmum vel í sumar en hvaða leikmaður hefur staðið upp úr hjá Matt. „Að mínu mati hefur Augustine skarað fram úr í sumar. Hann sýndi að hann er frábær leikmaður og við erum heppnir að hafa hann. Hann hefur hefur frábæra fyrstu snertingu og getur opnað hvaða vöm sem er.“ Aðspurður um næsta sumar er Matt nokkuð bjartsýnn á gengi Eyjamanna en hann telur þó mikil- vægt að liðið haldi sem flestum leikmönnum. „Ef við höldum öllum leikmönnum og fáum kannski einn til tvo reynda leikmenn þá getum við haldið þetta út.“ Matt er sem stendur samningslaus og segist hann ætla að skoða sín mál. „Ég er ekki alveg viss hvað ég geri næsta sumar en ég ætla að skoða alla möguleika áður en ég tek ávörðun." Matt segist kunna afskaplega vel við sig í Eyjum og segir þetta kjörinn stað til að stofna fjölskyldu. „Ég hef alltaf kunnað afar vel við mig hér, þetta er frábær staður til að stofna fjölskyldu og kjörinn staður fyrir börn að alast upp. Með ÍBV hef ég auðvitað átt mínar hæðir og lægðir en sem betur fer hafa verið fleiri hæðir og því er ég mjög ánægður hér.“Morgan Goði dafnar vel og vonar Matt að hann feti í fótspor föður síns einn daginn og gerist fótboltamaður en áður en það gerist hefur Matt ákveðinni skyldu að gegna. „Auðvitað vonar maður að strákurinn verði í boltanum en áður en það gerist þarf ég að koma því í hausinn á honum að Everton sé besta félag í heiminum," sagði Matt Gamer, fyrirliði Eyjamanna, á léttu nótunum mér grein fyrir því að það verða alltaf einhverjar breytingar á hópn- um. Ég tel að liðið skorti fyrst og fremst sterkan framherja og skap- andi miðjumann. En fyrst og fremst verða þeir sem fyrir em að bæta sig enn rneira." Næsta sumar mun IBV spila í deild hinna bestu og hefur nýliðum oft reynst erfitt að fóta sig. Vafa- laust em leikmenn liðsins stað- ráðnir í að festa sér sæti í úrvals- deild því ÍBV á hvergi annarstaðar heima. Heimir vill hins vegar ekkert spá um árangur liðsins næsta sumar þegar hann er spurður hvort hann sé bjartsýn á árangur næsta sumar. „Það er erfitt að svara þessari spurningu. Það sem einum finnst gott finnst öðmm slæmt. Nú þarf að setja liðinu markmið sem allir vinna eftir og geta sætt sig við.“ ÞÓRARINN Ingi kannar gæði gullpeningsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.