Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2008 Umhverfisviður- kenningar 2008 I síöustu viku var upplýst hverjir hlutu viðurkenningar fyrir snyrtimennsku í ár. Það eru um- hvefisnefnd Vestmannaeyjabæjar og Rotaryklúbbur Vestmanna- eyja sem standa að viðurkenn- ingunum. Fyrir vel heppnaðar endurbætur á húseign fengu Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, Vest- mannabraut 69 viðurkenningu. Fallegasta garðinn eiga Ingibjörg Hjálmarsdóttir og Júlíus Oskars- son, Ashamri 16. Snyrtilegasta húsið og garðinn eiga Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, Illugagötu 15a. Snyrtilegasta fyrirtækið er Smart, Vestmannabraut 30, í eigu Lindu Hannesdóttur og Gíslal ngólfssonar. Frá afhendingunni. '■>' ■ S 11 ii Grunnskóli Vestmannaeyja: Fyrsti grunnskólinn sem setur skákkennslu á stundaskrá Börn í 1. til 5. bekk Grunnkóla Vestmannaeyja læra nú skák í skólanum og er það trúlega í fyrsta skipti sem skák er kennd sem námsgrein á grunnskólastigi á Islandi. Skákennslan kom óvænt upp á en nemendur fá kennslu í skák í stað danskennslu fram að áramótum. „Þetta virðist hafa tekist vel og krakkarnir eru mjög ánægðir ,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, að- stoðarskólastjóri GV þegar hann var spurður út í nýja námsefnið. „Danskennarinn er í fæðingar- orlofi og við veltum því fyrir okkur hvað við gætum sett inn í staðinn Þá datt okkur í hug að prufa skákkennslu þar sem við höfum góðan skákkennara. Hugmyndin er að vera með skákkennslu fram að áramótum og þá tekur danskcnnslan við. Ef reynslan verður góð þá getur allt eins verið að við verðum áfram með skákennslu næsta vetur. Skákstarf í sumum grunnskólum er mjög öflugt en ég held að þetta sé fyrsti grunnskólinn sem setur skákkcnnslu á stundaskrá en nemendur í 1. til 5. bekk fá eina kennslustund á viku. Þetta er liður í að efla skáklistina en Taflfélag Vestmannaeyja hefur unnið mjög gott starf í Eyjum og vonandi verður þetta til að efla okkur enn frekar,“ sagði Sigurlás en Björn Ivar Karlsson kennir krökkunum skák í skólanum. Viltu vita meira um lundann? Því föstudaginn 29. september viður í Miðstöðinni, Strandvegi 30, staddur Jóhann Oli Hilmarsson með kynningu á bók sinni Lundinn. I bókinni eru margar nýjar upplýsingar um lundann og einnig margar frábærar myndir. Allir sem vilja vita meira um lundann eru hvattir til að mæta. Eftir kynningu verður létt spjall um lundann, þen- nan frábæra fugl, og menn geta skipst á skoðunum því hér eru margir sem þekkja vel til hans. Kynnir Pcíll Scheving. Hin ríkisrekna fiskveiðiráðgjöf hefur brugðist Á pallborði, Árni, Einar Kr. Þorgerður Katrín, Skapti Örn Ólafsson og Þórlindur Kjartansson, formaður SUS. Karlaleikfimi í Týsheimili Leikfimin er byrjuð! Tímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.50 til 20.00. Kári VEIÐIFÉLAGIÐ HEIMAEY Lokahóf veiðifélags Heimaeyjar verður haldið í Blíðukró kl.20 laugardaginn 27. september. Farið yfir líðandi sumar og framhaldið rætt. Mætum snyrtilegir þar sem stefnt er að því að taka mynd sem nota á í jólakort til annara lundaveiðimanna á næstu jólum. Stjórnin Á sunnudaginn lauk í Vestmanna- eyjum milliþingi SUS, Sambandi ungra sjálfstæðismanna, en það hófst seinnipart föstudags. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þau Árni M. Mathiesen, Einar Kristinn Guðfinnsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sátu í pallborði á þinginu og svöruðu fyrirspurnum frá ungum sjálfstæðismönnum. Rúmlega 100 ungir sjálfstæðismenn tóku þátt í þinginu sem lauk með því að samþykkt var stjórnmála- ályktun milliþingsins. Um sjávarútveg segir að hann gangi nú í gegnum mikið umrótar- skeið. „Niðurskurður aflaheimilda í þorski á síðasta ári hefur komið þungt niður á greininni. Að mati SUS er ljóst að hin ríkisrekna fiskveiðiráðgjöf hefur brugðist. Brýnt er að fleiri aðilar komi að rannsóknum og fiskveiðiráðgjöf þannig að fram fari vísindaleg umræða og gagnrýni hverju sinni um ákvörðun um heildarafla. Ekki er síður mikilvægt fyrir sjávarútveg og byggðir landsins að vikið verði nú þegar frá skattlagningu á fyrirtæki í sjávarútvegi umfram önnur fyrirtæki með svonefndu auðlindagjaldi. Mikið óréttlæti er að mismuna atvinnugreinum með þessum hætti sem í þokkabót kemur af mikilli hörku niður á sjávarbyggðir á landsbyggðinni," segir m.a. í ályktun SUS Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480878-0549 - Vpstmanimoyjiun. Bitstjórk Ómar Gairlarsson. Blaðamenn: GnSbjörg Signrgcirsdóttir og Júlíns Ingason. tþróttir: Júlíns Ingason. ÁbyrgSarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn Eyjapicnt . Vostmannaoyjiim. ASsetnr ritstjómar: Stnindvegi 47. Simai: 481 1300 & 481 3310. MyndritL 481-1293. NetfangAafpóstur: fi-ottir@oyjalivttir.is. Yeffang: http/Avwvv.eyjafivttir.is FRÉTTTR koma út alla fimmtudaga. Blaðið or solt i áskrift og oinuig i lausasölu ú Klotti, TYistinum, Toppnum, Vöruval, Horjólfi, Idughafiia rvorsl un i u n i, Krónunni, Isjakannm, vorslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRETTTK oru prentaðar í 8000 ointökum. FRÉTTER oru aðilar að Samtökum bæjar- og lióraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritiui, notkun Ijósniynda og annað or ólioiinilt ncnia lioimilda sé gotiö.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.