Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Qupperneq 9
Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 9 £ eð góðum vinum á mótorhjólum um víðáttur Norður-Ameríku rifja upp ferðina því hver staðurinn á fætur öðrum var merkilegur. „Það var líka mjög merkilegt að koma við á heimili Elvis Presley. Það var ótrúlegt að sjá hversu mikið af dóti var þama, fötin hans, heimilið og þotan.“ Eins og að detta inn í kábojmynd -segir Inga sem óhrædd sat að baki bóndi síns Skólastelpa borgaði matinn Þau Unnur og Simmi segja líka merkilegt að hafa komið við í Oral Roberts háskólanum í Oklahoma, og er nefndur eftir stofnanda skólans. Oral Roberts var á sínum tíma einn af fyrstu sjónvarps- predikurunum frægu í Banda- ríkjunum en hann safnaði sjálfur fyrir byggingu skólans og gaf rikinu svo bygginguna. „Hann slapp nú við að fá þennan slæma stimpil á sig sem sjónvarpspredikarar hafa fengið á sig margir hverjir í Bandaríkjunum en bygging skólans tók um 30 ár. Og eftir að hann hafði gefið Oklahoma skólann þá var það hans eina starf að safna fjárframlögum svo hægt sé að halda skólanum gangandi." „Við skoðuðum skólann og borðuðum í kaffiteriu og þar lenti ég í óvenjulegri lífsreynslu. Þegar ég var að borga fyrir matinn sagði sá sem vann á kassanum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, það væri búið að borga. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en síðar komst ég að því að þama hafði ung stelpa, 19 ára gömul sem var nemandi þarna, ákveðið að gefa tíu næstu í röðinni mat. Ég stoppaði hana og þakkaði henni fyrir og svo labbaði hún bara brosandi í burtu eins og engill,“ sagði Unnur. Á drekaslóð „Það er líka eitt annað sem við verðum að koma að, það er þegar við fórum eina frægustu mótor- hjólaleið í Bandaríkjunum, Dragon- tail og tilheyrir Smokey Mountain í Tennessee. Það er vegur upp og niður mikinn fjallgarð og það eru óteljandi beygjur á honum eða 318 beygjur á 11 mílna kafla. Þetta er einhver hættulegasti kaflinn í banda- ríska vegakerfmu en þama er snar- bratt niður og þýðir ekkert að gleyma sér að horfa á landslagið, þá húrrar maður bara niður. En þegar maður kemur niður, þá fær maður viðurkenningu fyrir að hafa farið þessa leið. Þú ert merktur og þegar þú hittir aðra mótorhjólakappa þá er það það fyrsta sem þeir segja, já þú ert búinn að fara Dragontail." Hefði viljað keyra aftur til baka Vœruð þið til í að endurtaka leikinn næsta sumar? „Þetta er mjög einfalt. Þegar ég skilaði hjólinu þá sagði ég við þá að ég væri alveg til í að taka hjólið og fara með það til baka,“ sagði Simmi og hló. „Það er dálítið fyndið að ég, sem fór í ferðina með semingi, gæti alveg hugsað mér að gera svona ferðalög að lífsstíl. Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að fara á sólarströndina og slaka á þar en þetta er eitthvað allt annað. Maður er frjáls eins og fuglinn enda vorum við ekki búin að skipuleggja ferðina meira en svo að við vissum ekki hvar við myndum sofa hverju sinni. Við miðuðum bara við að koma tímanlega inn í bæina til að finna gistingu og það gekk alltaf upp. Hópurinn var líka mjög þéttur og góður og við vorum mjög samrýmd í öllu því sem við vorum að gera,“ segir Unnur. „Þessi ferð var alveg einstök, veðrið og hversu áfallalaust við komumst í gegnum ferðina gerir hana enn eftirminnilegri. Maður á eftir að ylja sér við minninguna á elliheimilinu þegar maður fer þang- að,“ sagði Simmi að lokum. Viðtal Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Hjónin Inga Traustadóttir og Geir Jón Þórisson eru talandi dæmi um að aldur skiptir ekki máli þegar fólk fær hugdettur og lætur eftir sér að hrinda þeim í framkvæmd. Ég veit ekki hvort þau fallast á að vera komin á miðjan aldur en allavega eru þau vel yfir tvítugt. Og orðin það fullorðin að það hlýtur að vekja athygli þegar þau hafa afrekað að ferðast 8.000 km á mótorhjólum um Bandaríkin. Geir Jón hafði á unga aldri eitthvað átt við mótorfáka og Inga kannaðist við að hafa setið aftan á mótorhjóli en gargaði þá af hræðslu. Þetta var reynsla þeirra af mótorhjólum þegar ákveðið var að halda í ferðina miklu um víðáttur Norður Ameríku. Fyrst áttu þau að aka bílnum sem fylgdi hópnum en þau voru ákveðin í að láta það ekki nægja, fóru að æfa sig á hjólum vitandi að ekki veitti af að skiptast á um að vera á bflnum og hjólunum. Æskuvinurinn kveikti í þeim Hugmyndina átti Hallfreður Emils- son sem hafði dreymt um það frá því hann var krakki að ferðast þvert yfir Bandaríkin, á Route 66 sem liggur frá Chicago til Los Angeles. „Hann hafði kynnst Jóni Þór Eyjólfssyni, sem er álíka mikill dellukarl. Báðir eru þeir í Mótorhjólasamtökunum Trúboðamir og saman áttu þeir sér þennan draum,“ sagði Inga þegar hún var beðin um að segja frá að- draganda ferðarinnar og lýsa því helsta sem fyrir augu og eyru bar á ferðalaginu. Æskuvinur Geirs Jóns, Óskar Páls- son, fór að ræða við þau og var hug- myndin að þau keyrðu bflinn sem átti að fylgja hópnum. „Þá var ljóst að leysa yrði af á hjólunum á þessari 8.000 km ferð sem stóð í 21 dag. Þegar Óskar gaf Geir Jóni Gore- texgalla og lánaði honum hjól var teningunum kastað. Geir Jón æfði sig á því þar til hann fann hjól sem honum líkaði við. Núna er hann í Trúboðunum, Bikkjunum og mótorhjólaklúbbnum Drullusokk- unum heima í Eyjum,“ sagði Inga sem fékk að kynnast því hvemig er að sitja aftan á hjá syni þeirra hjóna. „Við höfðum sáralitla reynslu af mótorhjólum þegar ferðin var ákveðin, Geir Jón hafði sem ungur maður átt skellinöðru og einhvern tímann sat ég aftan á, gargandi af hræðslu. En þegar ég fór að reyna þetta aftur fann ég til öryggis og í ferðinni var ég aldrei hrædd á hjól- inu,“ sagði Inga. Hræðilegt að sjá hópinn milli vöruflutningabílana Lagt var upp 17. september og flogið til Minneapolis óg áfram til Los Angeles þaðan sem þau lögðu upp austur á bóginn. „Við vomm átján á tíu hjólum og tíu manna bfl sem flutti farangurinn. Venjan var sú að við Geir Jón vomm á bflnum fram að hádegi. Þá fengum við okkur samlokur, sem ég smurði, en eftir hádegi skiptum við við ein- hvern úr hópnum," segir Inga og ítrekar að hún hafi aldrei fundið fyrir hræðslu þar sem hún sat að baki bónda síns á hjólinu. „Manni fannst alveg hræðilegt að sjá hópinn innan um stóm vömflutningabílana þegar við vomm á bflnum en þegar við vorum komin út í umferðina sjálf á hjólunum var maður alveg ömggur." STOLT Geir Jón og Inga til í hvað sem er. -í ferðinni var ég aldrei hrædd á hjólinu, sagði Inga. Inga segir að ferðin öll hafí verið mikil upplifun og á sumum svæðum hafi þau dottið áratugi aftur í tím- ann. „Við fórum til Kúbu fyrir nokkrum ámm og þá fannst mér eins og að koma aftur til 1960. Þama var þetta sumstaðar eins og að detta inn í kábojmynd þar sem asn- ar gengu um götur og karlarnir slöppuðu af utan við húsin. Húsin gömul og sæt og lítil Eyjabúð þar sem allt fékkst." Allt önnur Bandaríki Inga segir að lítið sé að sjá þegar farið er eftir hraðbrautum um Bandaríkin. Til þess að kynnast landinu og íbúum þess verði að fara eftir gamla Route 66 og sveitaveg- unum. „Þar er allt önnur menning og allt önnur Bandaríki en þau sem þú kynnist á austur- og vesturströnd- inni. Fyrst fórum við um Kaliforníu og Arizóna þar sem mér fannst lang- fallegasta landslagið. Annars staðar var skógur það mikill að lítið sást og svo endalausar sléttumar. I Smoky- fjöllunum var skógurinn sérstaklega mikill en þar fórum við m.a. um svokallaðan Drekahala, Dragontail, þar sem 318 beygjur eru á 11 mflna vegarkafla. Það var mjög sérkenni- legt en lítið að sjá fyrir skógi. Andstæðan voru stórir bómull- arakrar sem eru eins og maður hefur séð í bíó og var mikil upplifun að sjá þá.“ Ein stærsta upplifun ferðarinnar að mati Ingu var stór kross sem stendur upp úr miðjum akri í Texas. „Ég held að hann sé ein 300 fet en undir honum er garður þar sem píslarsaga Krists er sett á svið með kennileitum og styttum eins og við þekkjum úr Biblíunni. Allt var þetta ofboðslega fallegt." Segir Inga að þetta hafi verið ein mesta upplifunin í ferðinni. „Það var líka ógleymanlegt að fara um stór- brotið landslagið í Arizona með sínar eyðimerkur, fjöll og tinda sem við þekkjum svo vel úr bíómyndum. Þar komum við t.d. í lítinn bæ, Otman, sem er eins og klipptur út úr gamalli bíómynd. Með litlum búðum og karlarnir á sínum stað framan við húsin." Þegar Inga er beðin um að segja hvað henni finnist standa upp úr, nefnir hún strax krossinn í Texas og Otman bæinn. „Ekki má heldur láta hjá lfða að minnast á sjálfan kónginn en við heimsóttum Grace- land, heimili Elvis Presley í Memphis, Tennessee. Frá Tulsa lá leiðin til Flórída og um leið fórum við út af Route 66 sem endar í Chicago. í Tulsa heimsóttum við Biblíuskóla sem kenndur er við Oral Roberts. Hann byrjaði á að byggja upp Biblíuskólann og byggði síðan sjúkrahús og háskóla, allt fyrir eigin pening og gaf síðan Tulsaborg." Báðu Guð um varðveita hópinn Varðst þú aldrei hrædd í ferðinni? „Eitt atvikið náði að stoppa í mér hjartað. Við Geir Jón vorum í bfln- um og sáum ekki röðina okkar á enda. Það voru vöruflutningabflar á milli og allt í einu koma tvö hjól undan bílunum og mátti litlu muna að annað þeirra lenti í árekstri,“ sagði Inga og var Guði almáttugum þakklát fyrir að ekki fór verr. „Annars byrjuðum við hvern dag á að mynda hring og biðja Guð um að varðveita okkur og deginum lauk með því að við þökkuðum fyrir varðveisluna." Inga segir að þeim hefði ekki veitt af þessum 21 degi sem þau ætluðu í ferðina. „Við urðum að halda vel áfram til þess ná að finna hótel fyrir myrkur. Aður en við lögðum upp á morgnana slógum við inn hótel á GPS tækin þannig að við vissum hvert átti að fara en ef við komum að hóteli sem okkur leist á þá gistum við þar.“ Værir þú til í að fara aftur í svona ferð? „Þetta er eitthvað sem þú gerir kannski einu sinni á ævinni en auðvitað væri ég til í að fara aftur. Þó með færra fólki því það getur verið erfitt að halda hópinn í mikilli umferð, ekki síst í stórborgum. Þá mátti lítið út af bera.“ Inga og Geir Jón eiga tjögur börn, tvö tengdabörn og þrjá afa- og ömmustráka. Hún segir að þau hafi ekki hal’t áhyggjur af foreldrunum. „Þau fylgdust með okkur á netinu og ég held að þau hafí bara verið stolt af okkur gamla fólkinu.“ Ferðinni lauk í Orlando í Flórfda þar sem lúin bein voru hvíld. „Og veitti ekki af,“ sagði Inga og hló eins og henni einni er lagið. FERÐABÆN Hver dagur hófst með bæn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.