Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008
15
Körfubolti
Ekki í vandræðum með Álftanes
IBV átti ekki í teljandi vandræðum
með Álftanes á föstudagskvöldið
þegar liðin mættust í forkeppni
Subwaybikarkeppninnar í körfu-
bolta. Leikurinn fór fram í Vest-
mannaeyjum en eftir jafnan 1.
leikhluta tóku Eyjamenn öll völd á
vellinum í 2. leikhluta og voru yfir í
hálfleik 42:25 en staðan eftir fyrsta
leikhluta hafði verið 17:12. Eyja-
menn héldu gestunum svo allan
tfmann í hæfilegri fjarlægð og
sigruðu að lokum 80:55.
Björn Einarsson, þjálfari IBV, var
sáttur við leik sinna manna. „Við
byrjuðum strax á því að komast í
12:5 og ógnuðum mjög vel í sókn-
inni. Við vorunt að keyra mikið á þá
og Baldvin Johnsen var sterkur
undir körfunni fyrir okkur. Álft-
nesingar þurftu því að brjóta mikið á
okkur og við komumst snemma í
bónus, sérstaklega í 2. leikhluta.
Það sem kannski vantaði upp á hjá
okkur var að nýta betur færin undir
körfunni. Baldvin var duglegur að
komnir í 32ja liða úrslit Subwaybikarsins
FORMAÐURINN FÓR FYRIR SÍNUM MÖNNUM. Sigurjón Ö.
Lúrusson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBV var
stigahæstur í ieiknum gegn Áitanesi.
koma sér í færi en var óheppinn með
skotnýtinguna. Þeir breyttu í
svæðisvörn í seinni hálfleik og við
hikstuðum aðeins en tókum bara
leikhlé og löguðum það. Eftir það
var þetta aldrei spurning."
Baldvin og Sigurjón voru mjög
drjúgir fyrir heimamenn í fráköst-
unum og hinn ungi en efnilegi Ólaf-
ur var einnig góður í upphafi leiks.
Þá var Bjöm þjálfari góður í að leita
menn uppi og var með mikið af
stoðsendingum en í lið heimamanna
vantaði nokkra sterka leikmenn,
Þorstein Þorsteinsson, Brynjar
Ólafsson og hinn unga og efnilega
Kristján Tómasson sem er í byrjun-
arliði ÍBV þrátt fyrir að vera aðeins
16 ára gamall.
Stig IBV: Sigurjón Lárusson 29,
Björn Einarsson 18, Baldvin
Johnsen II, Benóný Ægisson 7,
Arnsteinn Ingi Jóhannesson 7,
Jónatan Guðbrandsson 5, Teitur
Guðbjömsson 3.
[iHandbolti kvenna
Eyjastelpur burstuðu Völsung
Meistaraflokkur kvenna hóf keppni á
Islandsmeistaramóti um helgina
þegar liðið fékk Völsung frá Húsavík
í heimsókn. Völsungur er félag á
uppleið í handboltanum, hjá félaginu
eru starfræktir fimm flokkar sem
allir taka þátt í Islandsmótum.
Kvennalið Völsungs er afar ungt og
byggir að mestu leyti á leikmönnum
úr yngri flokkum félagsins.
Kvennalið ÍBV er einnig með lið
sem er að mestu leyti skipað ungum
og efnilegum leikmönnum. Þó eru í
liðinu nokkrir reyndir leikmenn eins
og Þorsteina Sigurbjörnsdóttir, Aníta
Eyþórsdóttir og Bima Þórsdóttir. I
vetur verður kvennalið IBV einungis
skipað leikmönnum frá Vestmanna-
eyjum.
Leikurinn var afar jafn í byrjun en
liðin skiptust á að skora. Þó var það
yfirleitt mun auðveldara hjá Eyja-
stelpum að koma boltanum í net and-
stæðingsins svo það var bara
tímaspursmál hvenær ÍBV tæki öll
völd á vellinum og í stöðunni 7:6
gerðist það. Eyjastelpur settu í lás í
vöminni og gestirnir frá Húsavík
skoruðu ekki meira í hálfleiknum.
Eyjastelpur á skoruðu hins vegar
fjórtán mörk og leiddu í hálfleik
21:6. Ótrúlegur kafli hjá stelpunum
sem börðust eins og ljón.
I seinni hálfleik slökuðu stelpumar
aðeins á en héldu þó alltaf mikilli
forystu. Leikurinn endaði nteð tutt-
ugu marka sigri ÍBV 37-17.
Stelpurnar stóðu sig allar með stakri
prýði en Þorsteina átti afbragðs leik
einnig átti Eva María Káradóttir
góða innkomu.
KRISTRÚN HLYNSDÓTTIR er ein margra efnilegra
leikmanna í kvennaliði ÍBV
Góður árangur
hjá 6. flokki
kvenna
Stelpumar í 6. flokki kvenna hófu
leik á íslandsmóti á dögunum.
Fyrsta mót vetursins fór fram í
Breiðholtinu og var í umsjá ÍR.
Flokkurinn tefldi fram tveimur
liðum. A-Iið flokksins vann alla
sína leiki í riðlinum nokkuð
örugglega og komst í úrslit en þar
lenti liðið í öðru sæti sem er frá-
bær árangur. B-lið flokksins vann
þrjá leiki af fjórum í sínum riðli
og komst því ekki í úrslit en þær
tryggðu sér hins vegar sæti í efsta
styrkleikaflokki fyrir næsta mót.
Flokkurinn er sterkur í ár en það
eru rúmlega 15 stelpur sem mæta
reglulega á æfingar. Þjálfari
flokksins er Ólöf Aðalheiður
Elíasdóttir.
Framundan
Föstudagur 14. nóvember
Kl.21.30 ÍR-ÍBV, 4. flokkur karla.
Laugardagur 15. nóvember
Kl. 12.00 ÍBV-Grótta, 3. fl. karla.
Kl. 14.00 ÍBV-ÍR 1. deild karla.
Kl. 14.00 KR-ÍBV, 4. flokkur karla
Kl.15.30 Þróttur-ÍBV 4. fl. karla.
Kl. 16.00 ÍBV-Grótta, 3. fl. kvenna
Sunnudagur ló.nóvember
KI.11.00 IBV-Haukar 4. fl. kvk.
Kl.12.00 Aftureld.-ÍBV 4. fl karla.
Kl. 13.00 ÍBV-Haukar, 3. fl. kvk.
|Þrekmeistarinn
Gyða endaði í fjórða sæti
Þrekmeistarinn fór fram á Akureyri
um helgina. Tveir keppendur fóru
frá Vestmannaeyjum, þær Gyða
Arnórsdóttir og Ólöf Birgisdóttir.
Báðar tóku þær þátt í einstak-
lingskeppnum en Gyða tók einnig
þátt í liðakeppni. Árangur Gyðu og
Ólafar var ágætur en Gyða lenti í 4.
sæti. Hún var þó ekki alveg nógu
ánægð með tímann sem hún fór
brautina á en hún bætti sig ekki
síðan í vor.
Lið Gyðu, Topp 5, vann liðakeppn-
ina í ár eftir nokkuð jafna keppni en
fimm eru í hverju liði.
GYÐA ásamt félögum sínum í Topp 5,
Sundfélag íBV:
Róbert fékk þrenn silfurverðlaun
Sundfélag ÍBV fór á sundmót hjá
Ármenningum sem haldið var í
Laugardalslaug á dögunum og fóru
16 sundmenn, 11 og 12 ára, frá
Sundfélagi ÍBV. Alls tóku 366
keppendur þátt í mótinu frá 15
félögum.
A-sveit meyja varð í 5. sæti í 200
metra boðsundi. IBV stillti upp
tveimur boðsundsveitum í drengja-
flokki og stóðu sig báðar frábærlega.
Bestum árangri hjá IBV náði
Róbert Emil, sem fékk silfur-
verðlaun í 50 m, 100 m og 200 m
bringusundi. Þjálfari Sundfélagsins
er Sigrún Halldórsdóttir en henni til
aðstoðar eru Berglind Karlsdóttir og
Ágústa Halldórsdóttir. Sundfélagið
vildi koma á framfæri þakklæti til
Gríms Kokks fyrir frábæran stuðn-
ing.
Róbert Emil með
silfurpeningana þrjá.
Iþróttir
Bjarni H. til
Danmerkur
- Bjarni Hólnt Aðal-
steinsson leik-
maður Meistara-
flokks ÍBV í knatt-
spyrnu niun a
næstu dögum fara
I til Danmerkur til
þess að skoða aðstæður hjá 2.
deildar liðinu FC Fyn. Félagið
situr sem stendur í öðru sæti
deildarinnar með 24 stig og er í
ntikilli baráttu um að komast upp.
Bjarni spilaði 21 leik með IBV í
sumar og skoraði í þeim tvö mörk.
Hann var lykilmaður í vörn
Eyjamanna sem fékk fæst mörk á
sig í 1. deildinni í sumar. En eins
og stendur er Bjarni samningslaus
og því gæti ÍBV reynst erfitt að
semja við hann ef áhugi er frá
liðum að utan.
Atli til Asker?
Norska 2. deildar-
félagið Asker hefur
boðið Atla Heimis-
syni, leikmanni
ÍBV, samning en
þetta staðfesti hann
í samtali við blaða-
gær. Atli, sent var
valinn besti leikmaður 1. deildar-
innar í sumar, hel'ur æft með
Asker að undanförnu og hafa lór-
ráðamenn félagsins hrifist af
frammistöðu hans og boðið
honum samning. Atli er samn-
ingsbundinn Eyjamönnum til
2010 og því þarf Ásker að greiða
fyrir leikmanninn ef samningar
eiga að nást. Asker er þó komið
með samkeppni því norska I.
deildar liðið FK Haugesund hefur
einnig boðið Atla til reytislu hjá
sér. Atli fer því aftur til Noregs
eftir stutt stopp á íslandi. Atli
sagði að honum lilist afar vel á
aðstæður hjá Asker en hann ætlaði
að skoða aðstæður hjá FK
Haugesund vel og vandlega áður
en hann tæki einhverja ákvörðun.
mann Frétla í
Frábært í
körfunni
7. og 10. flokkur drengja í körfu-
bolta kepptu báðir í íslandsmótinu
um helgina. 7. flokkur keppti í
Smáranum í Kópavogi og gerðu
strákarnir sér lítið fyrir og unnu
þrjá af fjórum leikjum sínum.
Þrjú lið urðu efst og jöfn að
stigum, ÍBV, KR og Grindavík en
IBV hreppli efsta sætið sam-
kvæmt tölfræði leikjanna.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá
strákunum. Stigahæstir í 7. flokki
unt helgina voru þeir Aron með 53
stig, Sigurður með 46 og Valtýr
með 34.
10. flokkur keppti svo í Rirna-
skóla í Grafarvogi en strákarnir
unnu tvo af fjórum leikjum sínum
og enduðu í þriðja sæti, sem er
framar vonum. Báðir flokkarnir
leika í A-riðli. Stigahæstir í 10.
flokki voru þeir Alexander Jarl
með 48 stig, Jóhann Rafn með 32
og Ingvi Rafn 20.
Um helgina spilar svo 11.
flokkur í A-riðli en keppnin fer
fram á ísaftrði. Auk ÍBV og
heimamanna eru Fjölnir, Breiða-
blik og Njarðvík í riðlinum. Þá
fer 10. flokkur einnig til Isafjarðar
og leikur gegn heimamönnum.