Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 11 a sem flestum bæjarbúum ur að bæjaryfirvöld hafí staðið sig vel í uppbyggingunni ÖFLUGUR HÓPUR, starfsmenn íþróttamiðstöðvar, Allan, Sólveig, Þuríður, Arnsteinn og Sveinbjörn. til hagsmuna bæjarbúa og vinna félögin eftir þeim við niðurröðun æfingatíma. Ég hafði ekkert sérstaklega góða reynslu af þeirri niðurröðun þegar ég starfaði fyrir körfu- boltann á sínum tíma en í dag eru félögin að vinna mun betur saman og leysa þessi mál í flestum tilfellum. Þau reyndu t.d. eftir bestu getu að raða tímum þannig upp að æfingar krakka í hverjum árgangi rækjust ekki á og gekk það betur en áður. Auðvitað eru ekki alltaf allir sáttir en í öllum greinum er boðið upp á tvær til íjórar æfrngar í hverri viku í hverjum aldurshópi. Iþróttafélögin virðast þó öll róa í sömu átt en næsta skref er að sam- ræma íþróttaæfingar öðrum tómstundum eins vel og hægt er. Ekki má heldur gleyma því að skólastjómendur í grunnskólanum lögðu á sig töluverða vinnu við stundatöflugerð svo hægt væri að Ijúka kennslu í Iþróttamið- stöðinni fyrr á daginn og hefja íþróttaæfingar. Við það skapaðist meiri tími í húsinu fyrir félögin sem er vel og yngri krakkamir ná fremur að Ijúka æfingum fyrir klukkan 17.00 sem hlýtur að teljast fjölskylduvænt. Við tökum eitt skref í einu í þessari vinnu og erum að nálgast þau markmið sem stefnt er að.“ Nýjasta framlcvœmdin er útisvceðið við sund- laugina og búningsklefar þar. Sér fyrir endann áþessum framkvœmdum? „Klefamir vom teknir í notkun í júní þrátt fyrir að vera ekki fullkláraðir. Við erum nánast búnir að klára þá núna og finnst mér almenn ánægja með þá framkvæmd á meðal gesta. Klefamir voru komnir á tíma en nú er búið að færa þá í nútímalegt horf sem gerir sundferðina ánægjulegri. Framkvæmdin á útisvæðinu er gríðarlega viðamikil og hefur tekið lengri tíma en menn stefndu að sem er bæði gott og slæmt. Ég er ánægður með það að menn vilja gera þetta almennilega og fara ekki of geyst til þess eins að geta opnað strax. Ofyrirséð vandamál hafa kostað tíma og einnig er erfitt að vinna hratt yfir sumartímann þegar margir em í fríum. Þar sem vetur er genginn í garð geta orðið tafir á ýmsum verkþáttum sem eru háðir veðri og vindum. Því er ómögulegt að gefa út einhveijar tímasetningar enda hafa menn farið flatt á því hingað til. Menn stefndu að því að opna útisvæðið íjúní og eins og einn starfsmaður sagði við mig þá var aldrei talað um hvaða ár það yrði! Töluverða breytingu má samt sjá á svæðinu þessa dagana þar sem verið er að leggja öryggis- tartan á svæðið. Við stefnum að því að opna pott sem allra fyrst en þeir hafa verið lokaðir síðan í september. Margir gestir koma eingöngu til okkar til að mýkja sig í pott- unum og hafa saknað þeirra sárt. Því er það forgangsverkefni hjá okkur að taka a.m.k. einn þeirra í notkun en þó látum við það ekki tefja verkið. Fólk er mjög skilningsríkt þó pottana vanti enda búið að kynna vel hvað bíður handan við hornið.“ Glæsilegt útisvæði um laða að Verður mikill munur á rekstri íþróltamið- stöðvarinnar samhliða opnun hins glœsilega útisvœðis? „Alveg örugglega. Mín tilfinning hefur verið sú að margt barnafólk nenni ekki í sund hér í Eyjum, að standa í lauginni til að fylgj- ast með bömum sínum. Bömin vilja helst vera þar og leika sér enda finna þau ekki fyrir kulda í öllum hamaganginum. Fullorðna fólkið sækir hins vegar í pottana til að slaka á og spjalla við náungann sem bömunum finnst ekkert eftirsóknarvert. Við lögðum mikla áherslu á það við hönnun svæðisins að yfirsýn væri góð hvar sem er á svæðinu. Fólk á t.d. að geta farið í pottinn og fylgst þaðan með bömum sínum við leik hvar sem er á svæðinu. Öll aðstaða verður til fyrir- myndar og hef ég þá trú að nýi nuddpotturinn og gufubaðið eigi eftir að trekkja að. Það þarf ekkert að ræða það hve mikill fengur svæðið er fyrir bömin. Bömin eiga því vafalítið eftir að eiga auðveldara með að draga foreldrana með í sund þar sem allir eiga eftir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ahrif siglinga Herjólfs í Bakkafjöru á fjölda ferðamanna er óskrifað blað en ég held að það megi búast við töluverðri aukningu. Aðstaðan í sundlauginni er einn lykilþáttur í því að fá innlenda ferðamenn til okkar og því til staðfestingar hef ég orð kollega míns á Höfn sem sagði að ferðamenn kæmu nú nokkra daga í röð í sundlaugina eftir að þeir opnuðu glæsilega aðstöðu þar í vor. Aður sáu þeir sjaldan sömu ferðamenn tvo daga í röð og vildi hann meina að þeir stoppuðu lengur á Höfn nú en áður.“ Verður útisvœðið opið allt árið? „Það hefur ekki verið ákveðið og mun sjálf- sagt ráðast af nýtingu þess og rekstrarkostn- aði. Maður sér fyrir sér að einhverjum hluta þess verði lokað yfir harðasta veturinn, a.m.k. getum við ekki haft rennibrautimar opnar allt árið vegna frosta og vinda. Svæðið er þó byggt til að nota það en ekki til að horfa á þó það verði augnayndi." Stórir póstar framundan í viðhaldi á næstu árum Eru einhverjar fleiri framkvœmdir á döfinni á nœstunni við Iþróttamiðstöðina? „Ég á ekki von á því að bæjaryfirvöld leggi mikla fjármuni til nýframkvæmda í íþrótta- miðstöðinni næstu árin. Mikið hefur verið framkvæmt hér sl. áratug með tilheyrandi rekstrarkostnaði. Auðvitað þarf að halda hús- inu við og nokkrir stórir póstar sem þarf að ráðast í næstu árin sem kosta sitt. Svo er Ijölnota íþróttahús í pípunum og held ég að mörgum þyki nóg um þá peninga sem farið hafa í íþróttamál undanfarin ár.“ Nú er Nautilus með aðstöðu í Iþróttamið- stöðinni. Hvernig hefur samvinnan gengið við Nautilus? „Þetta er allt slétt og fellt. Þeir eru með samning um afnot af húsnæðinu með ákveðnum formerkjum og hafa staðið sig vel. Mér heyrist að kúnnar þeirra séu mjög ánægðir sem er ágætis vitnisburður fyrir þá. Þeirra starfsemi er einföld, viðskiptavinir þeirra hafa afnot af tækjum sem þeir geta komist í þegar þeim hentar, með lágmarks- þjónustu leiðbeinanda. Þetta hentar sumum og öðrum ekki. Ég sjálfur myndi t.d. kjósa að vera í hópatímum eins og boðið er upp á í Hressó með einhvem til að flengja mig áfram. Ég held að tilkoma Nautilus hafi fyrst og fremst aukið kosti fólks til hreyfingar hér í Eyjum og því séu þeir fleiri sem stúnda reglulega hreyfingu í dag.“ Hvað sérðu fyrir þér að vera lengi í þessu starfi? „Ég hef nú bara ekki hugsað út í það. Ég vil hafa krefjandi verkefni fyrir höndum og ef ég fer að finna fyrir því aá starfið bjóði ekki lengur upp á neina áskorun þá leita ég á önnur mið. Kennslap hefur líka alltaf heillað mig og langar mig oft á þann starfsvettvang aftur. Einnig hef ég aldrei getað gefið mér tíma til að sinna íþróttaþjálfun að viti, sem er mér hugleikin, en hún samræmist ekki starfi mínu í dag. Ég verð þó varla jafn ástfanginn af þessu starfi og forveri minn en vonandi jal'n farsæll . Hanrt er og hefur verið þessu bæjarfélagi gríðarlegy verðmætur, meira en margir halda.“ A forstöðumaðurinn sér einhverja ósk um framtíð Iþróttamiðstöðvarinnar? „Ég tel að sú aðstaða sem við erum að verða búin að koma okkur upp sé gífurlega góð í ekki fjölmennara samfélagi. Mikið vill meira og ég neita því ekki að ég vildi gjarnan breyta og bæta ýmislegt. Skilningur minn á stjómsýslunni hefur þó aukist til muna í þessu starfi og hefur maður það að leiðarljósi að vel sé farið með peninga bæjarbúa. Þó ég sjái fyrir mér fullkominn tækjabúnað í íþróttasölunum, fleiri skápa í búningsklefum, endurbætta búningsklefa við gamla sal, litla heita innilaug, aðstöðu fyrir golfara og íþróttasafn þá kostar þetta allt töluverða fjár- muni í framkvæmd og rekstri. Ég er ekki viss um að meirihluti bæjarbúa deili þessum óskum með mér og leyfi því pólitíkinni að þrasa um mikilvægi þessa með tilheyrandi gagnrýni almennings. íþróttamiðstöðin á að þjóna hagsmunum sem flestra bæjarbúa og tel ég bæjaryfirvöld hafa lagt vel til stofnunarinnar síðustu áratugi þó framkvæmdir á útisvæðinu hefðu mátt heíjast mun fyrr. Ég leyfi mér þó að fullyrða að svæðið hefði aldrei orðið jafn glæsilegt og stefnir í hefðu framkvæmdir hafist fyrir t.d. fimm árum,“ sagði Amsteinn að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.