Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
HÓPURINN sem mætir í hæfíngu, Júlíanna, Ólafur, Þóra, Anton, Dæja og Alfreð.
Hæfingarstöðin Hamar hefur verið starfrækt í Eyjum síðan í febrúar á þessu ári:
Markmiðið að draga úr áhrif-
um fötlunar og auka hæfni til
starfa og þátttöku í daglegu lífi
-Guðbjörg Sigurgeirsdóttir leit við og ræddi við forstöðukonu og fólk í hæfingu
Viðtöl
Gúðbj'örg STgúrgeifsdöffir'
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Hæfingarstöðin Humar hefur verið
starfrækt síðan í febrúar á þessu ári
Opnun hæfingarstöðvar hefur verið
í burðarliðnunt um nokkurt skeið
enda gera lög unt málefni fatlaðra
nr. 59/1992 ráð fyrir að starfræktar
séu hæfmgarstöðvar fyrir fatlaða.
Markmið hæfingar er að draga úr
áhrifum fötlunar og auka hæfni til
starfa og þátttöku í daglegu lífi.
Með tilkomu Hamars hæfmgar-
stöðvar hefur verið aukið við at-
vinnutengda fjölbreytni í þjónustu
við fullorðna fatlaða.
Fjölbreytt verkefni og
sveigjanlegt umhverfi
Jóhanna Hauksdóttir, umsjónar-
þroskaþjálfí, segir að á Hamri sé
veitt dagþjónusta, hæfing og eða
starfsþjálfun en það fari allt eftir
áhuga, færni og hæfni hvers og
eins. „Markmiðið er fjölbreytt
verkefni og sveigjanlegt umhverfi
auk þess sem unnið er að atvinnu-
leit á almennum vinnumarkaði,
óski fólk þess og eigi þess nokkum
kost.
Við atvinnuleit erum við í tengsl-
um við atvinnuráðgjafa fatlaðra en
hlutverk hans er m.a. atvinnuleit og
stuðningur úti á almennum vinnu-
markaði. Verkefni sem innt eru af
hendi á Hamri miða að þjónustu
við almenning og er lögð áhersla á
ÓLA fínnst gaman að vinna við tölvuna.
tengingu við samfélagið. Við erum
í samstarfi við Heimaey kertaverk-
smiðju og fáum þaðan verkefni auk
þess sem hluti af okkar fólki starfar
árstíðabundið í Heimaey. Einnig
erum við í samstarfi við bókasafnið
og eru unnin sérstök skráningar-
verkefni fyrir safnið. Auk starfs-
tengdra verkefna leggjum við
áherslu á hreyfingu, tómstundir og
aíþreyingu auk ýmissa starfa sem
tengjast heimilishaldi og daglegum
athöfnum. Þá höfum við talsvert
unnið með sköpun og vinnum
handverk sem er til sölu hjá okkur
og bjóðum við gesti velkomna sem
vilja skoða og kaupa hjá okkur
handunna muni,“ sagði Jóhanna en
hún stýrir starfinu á Hamri.
Ég hef áhuga á
tölvum
-segir Óli sem nýlega gaf
út bók
Ólafur Jónsson ræðst ekki á garð-
inn þar sem hann er lægstur því
hann er nýbúinn að gefa út bókina
Sögumar hans Óla og hefur selst
ágætlega. Hann hefur skrifað sögur
í mörg ár og hefur sérstakan áhuga
á tölvum og vinnur verkefni fyrir
Bókasafn Vestmannaeyja.
„Eg er búinn að vera mörg ár að
semja sögur og viðtökurnar hafa
verið góðar, það eru allir mjög já-
kvæðir. Ég skrifa beint á tölvuna og
þeir hjá Eyrúnu settu upp og prent-
uðu. Ég er búinn að selja hundrað
eintök og bókin fæst líka í Odd-
inum. Kristleifur tekur ekkert fyrir
að selja hana,“ sagði Óli og var í
framhaldinu spurður hvað honum
líki best að starfa við á Hamri.
„Ég hef áhuga á tölvum og mér
finnst gaman að vinna á þær. Ég
skrifa sögur og svo er ég með
tölvuverkefni fyrir Kára á Bóka-
safninu. Ég er leita að fréttum frá
Vestmannaeyjum,“ sagði Óli og
verkefnið snýst um að finna fréttir
frá Eyjum sem birtast í vefmiðlum.
Leitarvél með nokkrum uppfletti-
orðum leitar fréttina uppi sem hann
klippir út og færir inn í sérstakt
skjal. Þetta er mikil nákvæmisvinna
og mikilvægt að setja inn réttar
dagsetningar og Óli er mjög
nákvæmur og ræður vel við þessa
vinnu og þeir sem koma að tölvu-
vinnu á Hamri eru langt komnir
með að vinna Fréttablaðið.
Ólafur vinnur líka við verkefni í
Kertaverksmiðjunni en þeir sem
sækja hæfingu eiga kost á tíma-
bundinni vinnu á tímabilinu sept-
ember til desember. „Mér líkar vel
að vinna í tölvu en við erum að fást
við misskemmtileg verkefni héma.
Það er tilbreyting að vinna við
kertin og gaman að hitta gömlu
félagana. Ólafur vinnur líka við að
brjóta Herjólfsbakkana og segir
ágætt að fara í þá á ntilli en mark-
miðið er að fá atvinnu með stuðn-
ingi úti á hinum almenna vinnu-
markaði.
En ertufarinn að undirbúa jólin?
„Já, ég er búinn að kaupa allar
gjafir. Ég á kærustu, hún heitir
Sólveig Harpa og býr á Sauðár-
króki,“ sagði Óli og er hæstá-
nægður því kærastan ætlar að
heimsækja hann febrúar.
„Hún ætlar að koma þegar ég á
afmæli. Fyrri kærastan mín bjó á
Selfossi en það gekk ekki upp hjá
okkur," sagði Óli en hann hefur
þekkt Sólveigu Hörpu síðan 1993.
„Ég kynntist henni fyrst í Svíþjóð
á Norðurlandamóti í sundi og
frjálsum. Þar vann ég mörg verð-
laun en ég á fimmtíu verðlauna-
peninga og bikara. Ég æfi sund og
boccia og kærastan mín æfir líka
boccia og við hittumst stundum á
mótum sem haldin eru í Reykja-
vík,“ sagði Óli hress og glaður.
Mér finnst gaman
í myndlist
-segir Dæja, alltaf kát
og hress
Guðríður Haraldsdóttir vinnur við
tölvuverkefni tvisvar í viku auk
þess sem hún kemur að þæfingu og
kortavinnu á Hamri. Hún færir
blaðamanni forláta baðsápu sem
hún þæfði utan um í fallegum
bleikum og gráum litum. Þæfing