Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 ANTON nýtur lciðsagnar í handavinnunni. ÞÓRA prjónar á stokkinn. JÓLASKRAUTIÐ sett upp. Jóhanna, Alfreð og Anton. utan um sápur er eitt af þeim verkefnum sem fólkið á hæfingar- stöðinni vinnur við og sápurnar virka þá sem ekta líkamsskrúbbur. Sápurnar seljast eins og heitar lummur og alltaf biðlisti eftir sápum. „Eg vinn á tölvu tvisvar í viku, á móti Óla,“ sagði Dæja þegar hún var spurð út í helstu verkefnin. „Við vinnum þetta í samtarfi við Kára á Bókasafninu," bætir hún við og nefnir síðan kortaverkefnin. „Eg byrja á því að mála myndir og svo eru þær notaðar á gjafakortin sem við seljum hérna. Mér finnst skemmtilegt í myndlist og sérstak- lega er gaman að vinna vatnslita- myndir," sagði Dæja og er listræn í sér því hún kemur líka að því að skreyta kerti með perlum og svo vinnur hún líka við þælingu. Ég þæfi stykki og úr þeim verða til glasamottur og svo þæfum við líka og útbúum Tryggðatröll. Þau eru líka mjög vinsæl, og seljast ágætlega," sagði Dæja og það er aldrei nein lognmolla um hana enda er hún alltaf glöð og hress. Ég útbý líka trefla, mér finnst skemmtilegt á Hamri,“ segir Dæja og þegar hún er spurð frekar út í hvað sé skemmti- legast, segir hún „bara allt.“ „Mér finnst fínt að vera á hæfmg- arstöðinni eins og þetta er. Ég fór að vinna í Kertaverksmiðjunni í haust en brotnaði illa á annarri hendinni. Ég varð að hætta þess vegna en það er best að hafa tilbreytingu og erfitt að vera alltaf í þessu sama. Það er hundleiðinlegt," sagði Dæja og auðvilað byrjuð að undirbúa jólin. „Já, ég er byrjuð að undirbúa jólin og það er skemmti- legt. Alltaf gaman um jólin." s Eg er búin að sauma fullt af myndum -segir Júlíana Júlíana Haraldsdóttir er virkilega flink að sauma og hún hefur saum- að fjölda mynda út í stramma. Núna er hún að sauma jólamynd og sporin eru mjög jöfn og fallega unnin. „Ég er búin að sauma fullt af myndum og finnst það gaman," sagði Júlíanna en hún kaupir garn og myndir á handavinnustofunni á Hraunbúðum og henni finnst gaman að koma þangað og skoða úrvalið. „Ég er líka að þæfa. Við þæfðum sápur í gær, mér finnst Ifka gaman að vinna við heimilisstörf," sagði Júlíanna en hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilishaldi. Hún hefur gaman að því að baka, þurrka af, þvo þvotta og brjóta saman þvott. Og það er Júlíanna sem sér um að vökva blómin á Hamri. Boðið er upp á heitan mat í há- deginu sem er eldaður á staðnum og þar er lagt er upp úr að vera með hollan mat og stunda hreyf- ingu. Þar af leiðandi fara þeir sem eru á Hamri í gönguferðir og í leik- fimi. „Hún varð ólétt stelpan sem sá um leikfimina,“ segir Júlíana og brosir. „Það er skemmtilegt í leikfimi hjá Steinu og við erum búin að sjá mynd af litlu stelpunni. Hún kemur kannski aftur til okkar þegar litla stelpan er orðin stærri," segir hún vongóð um að fá Steinu aftur til starfa á Hamri. Júlíana er líka að vinna í Kerta- verksmiðjunni og fyrr um morg- uninn var hún að bursta kerti en oftast er hún að pakka kertum t.d. litlu englakertunum. Hún er farin að undirbúa jólin og átti aðeins eftir að kaupa tvær jólagjafir þegar við- talið fór fram. „Mamma er búin að setja jólaljós út í glugga en ég vil ekki hafa kveikt á þeim þegar ég fer að sofa. Ég veit hvað ég fæ frá mömmu í jólagjöf, ég mátti velja,“ sagði Júlíanaog bíður spennt eftir jólunum. Þóra prjónar trefla á prjónastokk Þóra Magnúsdóttir prjónar trefla og smyrnar myndir þegar hún er á Hamri. Hún prjónar á prjónastokk en það var enginn önnur en Júlí- anna sem kenndi henni að prjóna á stokkinn. Júlíanna var svo heppin að fá prjónastokk frá ömmu sinni og síðan voru fleiri smíðaðir og nú er hægt að kaupa þessa ffnu trefla á Hamri eftir Þóru, Júlíönnu og Anton. „Það er gott að vera hérna,“ sagði Þóra þegar hún var spurð hvernig henni líki á Hamri og það er stutt í brosið því hún er bæði glaðlynd og góð. Hún vann áður í Kertaverk- smiðjunni en vill heldur vera á Hamri og það mikilvægt að hafa val því ekki hentar öllum að starfa við það sama. Þóra gerir líka fallegar myndir í vatnslitum sem nýtast vel á gjafakortin. Þóra fer líka í tölvuna sem afþreyingu og leggur kapal o.fl. „Ég er líka að þæfa, glasamottur og klæði utan um steina og sápur. Við vorum í jólasápugerð í gær,“ sagði Þóra en hún fer líka í tölvuna og notar hana þá sem afþreyingu, leggur kapal o.fl. Fólkið á Hamri hefur líka verið að leira og nú er ætlunin að vera í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja um að brenna leirinn í ofninum þar enda brennsluofnar mjög dýrir.“ Þegar Þóra er spurð hvort hún sé farin að undirbúa jólin brosir hún og segist vera búin að skreyta. „Ég fór á tónleika í gærkvöldi með Páli Oskari og Diddú, það var alveg frábært. Síðan var jólamót hjá íþróttafélaginu Ægi og það var gaman.“ Anton fékk að stjórna Lúðra- sveitinni Anton Sigurðsson hefur áhuga á handavinnu, prjónar trefla á prjóna- stokk, nýbúinn með einn og er að byrja á öðrum. A Hamri eru nokkrar smiðjur þar sem ákveðin verk eru unninn. Herjólfsbakkarnir eru settir saman og heftaðir í Ægissmiðjunni og þar sem ein smiðjan var kennd við karlkynið þá var um að gera að fá Freyjusmiðju og þar eru gjafakortin unnin, perlað o.s.frv. Tæknismiðjan er þar sem tölv- umar eru en Anton hefur ekki mikinn áhuga á að vinna við tölvur. „Tölvan mín er biluð en ég fæ að fara í tölvuna hjá mömmu. Mín er í viðgerð. Ég er með síðu á Face- book, “ sagði Anton. Þegar hann er spurður út í jóla- undirbúninginn segist hann hafa verið í jólaboði þar sem Lúðrasveit Vestmannaeyja kom og hann fékk að stjórna sveitinni. „Jarl leyfði mér að stjórna og hann ætlar að láta mig vita ef það vantar stjórnanda. A mánudag verður helgistund í kirkjunni sem kirkjustarf fatlaðra stendur fyrir. Við bjóðum vinum og fjölskyldu," sagði Anton en hann fer alltaf í Olís á laugardögum og það er svaka gaman. „Ég er kominn í jólafrí í Olís svo ég sef út á morgun,“ sagði Anton en spjall okkar fer fram á föstudegi. „Jú, ég er ánægður og vil vera áfram á Hamri. Svo fer ég á jóla- hlaðborð í Höllinni með Gleði- gjöfunum, sem er félagsskapur fyrir 18 ára og eldri, þannig að það er nóg að gera,“ sagði Anton. JÚLÍANNA er búin að snuma fullt af myndum í stramma. DÆJA cr mjög ánægð með starfið á Hamri þar sem hún hefur nóg að gera.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.