Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Page 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
Krakkarnir á fimm ára deildinni í Hamarsskóla líta sínum augum á jólin:
Jólasveinarnir eiga heima í Heimakletti
Viðtöl
Júlíus G. Ingason
Julius@eyjafrettir. is
Eins og allir vita eru jólin hátíð
barnanna og fullorðnir upplifa
jólin sterkt í gegnum börnin.
Reyndar er það þannig að börn á
öllum aldri fá stjörnur í augun
og fiðring í magann þegar líður
á desembermánuðinn en yngstu
börnin sjá jólin oft á tíðum í
öðruvísi og skemmtilegu ljósi.
Júlíus G. Ingason leit við inni á
nýrri 5 ára deild Grunnskóla
Vestmannaeyja og spurði
nemendur þar út í jólahátíðina.
Daníel Frans Davíðsson:
Af hverju höldum við jólin ?
Af þvf að Jesúbarnið fæddist og til
að fagna afmælinu.
Attu þér uppáhalds jólasvein?
Stúfur, af því að hann er svo lítill.
Hvað ertu búinn aðfá í skóinn?
Fyrst fékk ég nammi hjá Stekkjar-
staur og svo er ég búinn að fá
svona skóladót.
Hvernig setur jólasveinninn dótið í
skóinn?
Hann fer með pokann og setur í
hann. Hjá sumu lólki er ekki læst.
Hjá mér er læst en þá fer hann bara
inn um gluggann.
Hvar heldurðu að jólasveinarnir
eigi heima?
Daníel Frans
Uppi í fjalli. Ég prófaði að kíkja
upp í fjall með kíki en sá þá ekki.
Hvað langar þig aðfá í jólagjöf?
Bara svona bílaleik fyrir tölvuna.
Ætlarðu að gefa einhverjum jóla-
Sjöf?
Já, litla bróður. Ég ætla að gefa
honum eitthvað dót.
Ætlarðu á jólaball?
Já.
Finnst þér gaman að dansa í
kringum jólatréð?
Já.
Birkir Haraldsson:
Af hverju höldum við jólin?
Út af því að þá koma tröllin. Grýla
og Leppalúði koma líka og líka
jólasveinarnir af því að þeir koma
til að gefa okkur í skóinn.
Attu þér uppáhalds jólasvein?
Hurðaskellir. Af því að hann
skellir hurðinni svo fast og þá veit
ég að hann er kominn.
Hvað ertu búinn að fá í skóinn ?
Bolta, nammi, Leiftur McQueen
vettlinga.
Hvernig setur jólasveinninn dótið í
skóinn ?
Hann tekur eitt dót og setur það
bara í skóinn. Hann fer sko í
gegnum rúðurnar og notar töfrastaf.
Hvar heldurðu að jólasveinarnir
eigi heima?
I fjöllunum, sko inni í þeim. Það er
geðveikt flott þarna og þeir fá frið
heima hjá sér.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Birkir
Mig langar í dótastrætó, svona
grænan.
Ætlarðu að gefa einhverjum jóla-
gjöf?
Já, Boga frænda.
Ætlarðu á jólaball?
Já ég ætla að hitta jólasveinana þar.
Finnst þér gaman að dansa í
kringum jólatréð?
Já.
Sigrún Ýr
Halldórsdóttir:
Afhverju höldum við jólin?
Út af því að það eru bráðum að
komajól og þá koma jólasveinarnir.
Attu þér uppálialds jólasvein ?
Já, það er Stúfur.
Hvað ertu búin aðfá ískóinn?
Vettlinga, nærbuxur, bangsa og leik
fyrir Nintendo.
Hvemig setur jólasveinninn dótið í
skóinn ?
Stúfur er svo lítill að hann verður
að stíga upp á rúmið mitt til að
setja í skóinn. Ég á svo stórt rúm
sem nær alveg upp í glugga.
Hvar heldurðu að jólasveinarnir
eigi heima?
Uppi í fjöllum, í fjallinu sem er í
miðjunni.
Hvað langar þig í aðfá í jólagjöf?
Dúkku. Það er til ein svona sem er
ekki alveg venjuleg. Hún leggst
alveg niður.
Ætlarðu að gefa einhverjum jóla-
gjöf?
Sigrún Ýr
Ég á systur og ég ætla gefa henni
og líka pabba. Ég er búin að vera
að föndra og svona.
Ætlarðu á jólaball?
Veit ekki. Ég var einu sinni í ftm-
leikum, f græna hópnum og þar var
jólaball. En ég fer kannski með
vinkonum mínum, Agústu írisi,
Guðbjörgu Sól, Söru Maríu, Krist-
björgu, Sögu og fleirum.
Finnst þér gaman að dansa í kring-
um jólatréð?
Já.
Breki Þorbjörnsson:
Afhverju höldum við jólin?
Þá koma jólasveinamir. Þeir eru
sex.
Attu þér uppáhalds jólasvein?
Já, Kertasníki og Þvörusleiki.
Hvað ertu búinn aðfá ískóinn?
Svona sjóræningja og hauskúpu.
Hvernig setur jólasveinninn dótið í
skóinn?
Hann opnar bara gluggann.
Hvar heldurðu að jólasveinarnir
eigi heinta?
I Jólafjöllunum. Jólakötturinn,
Grýla og Leppalúði eiga líka heima
þar. Grýla étur vondu bömin. Ég
er alltaf góður.
Hvað langar þig í aðfá í jólagjöf?
Spiderman og jólasveinaplaymo.
Ætlarðu að gefa einhverjum
jólagjöf?
Já, ég ætla að gefa ömmu minni.
Ætlarðu á jólaball?
Nei, mér finnst það leiðinlegt.
Finnst þér gaman að dansa í
kringum jólatréð?
Já.
Þorgerður Katrín Adolfs-
dóttir:
Af liverju höldum við jólin?
Út af því að þá koma jólasvein-
arnir.
Attu þér uppáhalds jólasvein?
Stúfur, af því að hann er svo lítill.
Hvað ertu búin aðfá í skóinn?
Bók, prinsessukúlur og Hello Kitty
sokka.
Hvernig setur jólasveinninn dótið í
skóinn ?
Hann fer í gegnum gluggann af því
að hann er opinn. Hann teygir bara
höndina inn.
Hvar heldurðu að jólasveinarnir
eigi heima?
Uppi í fjalli.
Hvað langar þig í aðfá í jólagjöf?
Barbie hest. Mér finnst mest
gaman að leika mér með Barbie.
Ætlarðu að gefa einhverjum
jólagjöf?
Já ég ætla að gefa Helga Þór og
Sigurbimi sem eru bræður mínir.
Ætlarðu á jólaball?
Já ég ætla að dansa og hitta jóla-
sveinana.
Finnst þér gaman að dansa í
kringum jólatréð?
Já, þá syngjum við jólalögin.
Breki
Þorgerður Katrín