Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 4 Sara María Sara María Ólafsdóttir: Afhverju höldum vifl jólin? Svo við getuiri fengið pakka. Aitu þér uppáhalds jólasvein? Stúfur. Hann gaf mér dagatal og sleikjó. Líka svona snjókarl í kúlu sem er hægl að kveikja á en ég verð að passa að hún springi ekki. Hvafl erlu búin að fá í skóinn ? Sleikjó, dagatal, ofsaflotta dúkku en henni fylgdi gítar, föt, skór og greiða. Hvernig setur jólasveinninn dótifl í skóinn ? Ef dótið er of stórt, þá geymir hann það í glugganum hjá skónum. Systir mín sér ekki skóinn sinn og hún þarf að fara fram úr til að kíkja í skóinn. Hvar heldurðu að jólasveinarnir eigi heima? I Heimaklelti. Hvað langar þig í aðfá íjólagjöf? Svona dúkku sem er með takka og þegar þú ýtir á hann þá getur hún labbað sjálf. Svo langar mig líka í Bratz myndina og Audda og Sveppa. Kannski líka Leitina að Villa. Ætlarðu að gefa einhverjum jólagjöf? Já. Elísu, uppáhalds frænku minni, Þorgerði, Kristbjörgu og Emelíu sem er lilla frænka mín. Hún kúkaði einu sinni á leppið og á spegil. Ætlarðu á jólaball? Já. Eg ætla að fara í flottan kjól og dansa. Finnst þér gaman að dansa í kring- um jólatréð? Já. Gunnar Bjarki Sveinsson: Afhverju höldum við jólin? Ég veit það ekki. Attu þér uppáhalds jólasvein? Gunnar Bjarki Já tvo, Stúf og Stekkjarstaur. Mér finnst þeir skemmtilegir. Hvafl ertu búinn að fá ískóinn? Límmiða, fótboltakarl og Pétuf Pan. , . Hvernig setur jólasveinhinn dótið í skóinn ? Veit það ekki en það er allavega enginn strompur í mínu húsi. Hvar heldurðu að jólasveinarnir eigi heima? I fjöllunum. Ég kíkti einu sinni upp í ljall með kfki en sá engan. Hvað langar þig í aðfá í jólagjöf? Hamstur með bandi. Ég sá svo- leiðis í dótablaði. Svo langar mig líka í Spiderman. Ætlarðu að gefa einhverjum jóla- gjöf? Veit það ekki. Ætlarðu á jólaball? Já, kannski í skólanum. Finnst þér gaman að dansa í kringum jólatréð? Já, já. Guðbjörg Sól Sindra- dóttir: Afhverju höldum við jólin? Út af því að þá fær maður jólagjafir og nýtl dót. Attu þér uppáhalds jólasvein? Það er Stúfur af því að hann gaf mér styttu og svo klippti hann líka á mér neglurnar. Hvafl ertu búin aðfá ískóinn? Sleikjó. Einu sinni þegar ég var fjögurra ára þá fékk ég kartöflu af því að ég vildi ekki gera G-stafinn minn. Maður fær nefnilega kart- öflu ef maður er óþægur. Hvernig setur jólasveinninn dótið og kartöflurnar í skóinn? Hann notar löfrastiga til að komast upp en ég held að þeir opni svo bara dyrnar. Hvar heldurðu að jólasveinarnir eigi heima? Guðbjörg Sól Unnur Birna I fjöllunum. Hvað langar þig í að fá í jólagjöf? Ég fékk allavega hamstur í afmælisgjöf. Amma mín, sem heitir Guðbjörg eins og ég, er búin að skrifa upp lista. Ég vil fá Barbie, Bratz og Michael Jackson mynd. Ætlarðu að gefa einhverjum jólagjöf? Já, Emelíu Erlu af því að hún verður hjá okkur á jólunum. Hún er frænka mín. Ætlarðu á jólaball? Já, ég fer með Sigrúnu Yr. Finnst þér gaman að dansa í kringum jólatréð? Já. Ragnar Orri Ingi- marsson: Afhverju höldum við jólin? Kannski af því að jólasveinarnir eru að koma. Attu þér uppáhaids jólasvein? Ragnar Orri Nei, þ'eir eru allir uppáhalds. Hvafl ertu búinn aðfá ískóinn? Jólabók og nammi. Ég fékk enga kartöflu en ég fékk Ifka dótahjóla- bretti. Hvernig setur jólasveinninn dótið í skóinn? Jólasveinarnir hoppa upp í rúmið, setja í skóinn og fara svo að tala við mömmu og drekka kaffi. Hvar heldurðu að jólasveinarnir eigi heima? Uppi í fjöllunum. Hvaö langar þig í að fá í jólagjöf? Eitthvað svona fallegt, fallegt dót til dæmis og einhvern fallegan bíl sem er bestur í heiminum og getur stokkið alveg lengst upp í geim. Ætlarðu að gefa einhverjum jólagjöf? Jebb, Leifi Magnúsi vini mínum og ég ætla líka að gefa mömmu minni einhverja fallega gjöf. Ætlarðu á jólaball? Já ég held það. Finnst þér gaman að dansa í kringum jólatréð? Alltaf. Hinrik Hugi Heiðarsson: Afhverju höldum við jólin? Út af því að... ég man það ekki. Attu þér uppáhalds jólasvein? Það er Stekkjarstaur. Hann er skemmtilegur af því að hann gaf mér playmo gullritara í skóinn. Hvað ertu búinn að fá ískóinn? Gullritarann, nærbuxur, sykurpúða og hárbursta. Hvernig setur jólasveinninn dótið í skóinn ? Hann opnar gluggann, fer svo inn og setur í skóinn. Hvar heldurðu að jólasveinarnir eigi heima? Uppi í fjöllum. Hvað langar þig í að fá í jólagjöf? Mig langar í einhvað lögguplaymo Hinrik Hugi og sparihanska. Ætlarðu að gefa einhverjum jólagjöf? Ég ætla að gefa Arnari Berg, vini mínum. Ætlarðu á jólaball? Bara einhvern tímann. Finnst þér gaman að dansa í kring- um jólatréð? Já. Unnur Birna Hall- grímsdóttir: Af hverju höldum við jólin? Út af því að Jesús fæddist. Attu þér uppáhalds jólasvein? Kerstasníkir, út af því að stundum þegar hann kemur þá gefur hann mér eitthvað flott í skóinn. Hvað ertu búin aðfá í skóinn? Ég man ekki alveg lengur hvað ég fékk. Hvernig setur jólasveinninn dótið í skóinn ? Kannski stingur hann hendinni inn um opinn gluggann. Stundum opna ég gluggann fyrir þeim. Hvar heldurðu að jólasveinarnir eigi heimal 1 fjöllunum. Hvað langar þig í aðfá í jólagjöf? Ég hef óskað mér Barbie en mest langar mig í Bratz eða Pony hest. Kannski fæ ég Pony hest í skóinn í nótt. En þegar ég var lítil þá fékk ég kartöflu en núna er ég breytt og fæ ekki kartöflu í skóinn. Ætlarðu að gefa einhverjum jólagjöf? Já en ég veit bara ekki hvað ég á að gefa mömmu og pabba. Ætlarðu á jólaball? Já og mig langar að fara í Fríðu- búningi. Finnst þér gaman að dansa í kringum jólatréð? Já, en einn daginn var ég bara svo feirnin að ég þorði ekki að dansa. SKÓLALÚÐRASVEITIN fór um bæinn á föstudaginn og spilaði á nokkrum stöðum. Hér eru krakkarnir í Miðstöðinni en þau verða aftur á ferðinni á Þorláksmessu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.