Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 20
20
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
Ég spilaði á nikkuna, klæddur í
gervið. Þegar karlinn var orðinn
fullur og fór að leita á mig sagðist
ég þurfa að fara fram á klósett. Þá
fór ég inn í mitt herbergi, þreif mig
í framan og skellti mér í mín
eigin föt. Síðan bankaði ég upp á
hjá honum, en hann hleypti mér
ekki inn. Það skipti mig engu máli
þar sem ég var hvort sem var
orðinn blindfullur.
Með hönd á því allra
heilagasta
Svona gekk þetta tvær helgar í röð.
Ég mætti til hans í fullum skvísu-
skrúða en lét mig hverfa þegar
hann gerðist of ágengur. Eftir það
var karlinn víst farið að gruna eitt-
hvað. „Þegar skvísan fer, kemur
Gylfi alltaf rétt á eftir og vill
komast inn.“ Þegar við ætluðum að
leika þetta þriðju helgina í röð fékk
ég ekki sömu móttökur og áður.
Alli hafði ekki kveikt á neinum
kertum og virtist ekki eins glaður
að sjá „vinkonu“ sína og vanalega.
Aður en ég vissi hvaðan á mig stóð
veðrið rauk hann með krumluna í
klofið á mér og áður en ég vissi
hafði hann náð föstu taki á mínu
allra helgasta. Það virtist ekki duga
honum að grípa og finna að þarna
væri eitthvað sem hentaði honum
ekki, heldur togaði hann nú af öllu
afli og ég hélt hann ætlaði að slíta
hann af mér. Eftir nokkra slund
losaði hann þó takið og ég átti
fótum mínum fjör að launa. Hann
varð að sjálfsögðu brjálaður, og
sama er að segja um alla þá á ver-
búðinni sem ekki tóku þátt í grín-
inu. Þeim þótti illa farið með aum-
ingja Alla. Ég hef allar götur síðan
haldið því fram að hann hafi lengt á
mér fermingarbróðurinn um nokkra
sentimetra í þessum átökum.
í slagsmálum á Lillabar
Við strákarnir héldum áfram að
drekka þótt ekki væri hægt að leika
stelpu lengur til að verða sér úti um
sopa. Það varð þó erfiðara að
bjarga sér um ábót þegar við urðum
uppiskroppa með áfengi. Einu sinni
þegar okkur vantaði vín kom einn
félagi okkar með stórt ílát fullt af
einhverju ávaxtasulli sem hann
hafði bruggað.
Þetta drukkum við þangað til við
fórum á Lillabar seinna um
kvöldið. Aður en langt um leið
höfðu brotist út slagsmál inni á
staðnum og löggan mætti á svæðið.
Steini bróðir og Dóri slógust við
einhverja náunga og börðust svo
við lögguna þegar hún reyndi að
skakka leikinn. Ég stóð hins vegar
álengdar og reyndi að forðast að
blanda mér í þessa styrjöld sem
endaði með því að löggan sneri
Steina niður og settist ofan á hann.
Dóri fékk svipaða meðferð. Síðan
voru þeir settir í járn og hent í
fangaklefa.
Stungið í grjótið
Ég vissi ekki hvað ég átti af mér að
gera á meðan þeir sátu inni. Eftir
að hafa ráfað um bæinn frameftir
kvöldi ákvað ég að fara niður á
lögreglustöð til að forvitnast um
hvort ekki ætti bráðum að sleppa
þeim út. Lögregluþjónn kom til
dyra, en áður en ég náði að bera
upp spurninguna var búið að þrffa í
öxlina á mér og henda mér inn í
klefa. Klefinn minn var beint á
móti þeim sem Steini var í. Ofar-
lega á hurðinni var lítið kringlótt
gægjugat. Nú sá ég hvar Steini var
að reyna að troða hendinni úl um
gatið og freista þess að opna klef-
ann. Hann var grannur og með
langar og mjóar hendur, en hafði
ekki erindi sem erftði og gafst upp
á endanum.
Mín fyrsta nótt af mörgum í
fangaklefa reyndist þó ekki svo
slæm. Við Steini skemmtum okkur
konunglega við að hlusta á foringj-
ann kalla háskælandi á mömmu
sína úr klefanum. Hún var á Siglu-
ftrði og heyrði auðvitað ekkert í
honum. Eftir á að hyggja var hann
sá eini af okkur með viti - hann
iðraðist en ekki við.
Of ungur til að stinga inn
Daginn eftir var réttað yfir okkur.
Þetta var árás á lögreglu og því
þurfti að kalla til dómara. Ég var
leiddur fyrir hann þótt ég hefði ekki
slegist við lögguna. Þegar dómarinn
spurði mig hvenær ég væri fæddur
kom skrítinn svipur á hann. Hann
vissi sem var að það mátti ekki
stinga mér inn, því ég var ekki
nema fimmtán ára. Það vissi ég þó
ekki fyrr en löngu seinna. Niður-
staða dómarans var sú að reka
okkur úr bænum og senda okkur
heim með Herjólfi.
Þessi niðurstaða dómarans var að
mínu mati verri en fangelsisdómur.
Þetta þýddi að nú þurfti ég að snúa
aftur heim og horfast í augu við
pabba - og taka afleiðingum gjörða
minna. Það var því ekki einungis
sjóveiki sem plagaði mig um borð í
Herjólfi heldur bættist kvíðinn ofan
á. Hann fylgdi mér í rútinni norður
á Akureyri og magnaðist upp þegar
við fórum um borð í Drang sem
ferjaði okkur til Siglufjarðar.
Skammaður fyrir að
koma of seint heim
Um leið og við komum í land á
Siglufirði hittum við mann sem hét
Kjartan og var tollvörður. Hann
sagði okkur að það vantaði menn á
fragtskipið Kötlu, svo að við Steini
réðum okkur þangað áður en við
fórum heim til að mæta pabba.
Klukkan var tvö að nóttu þegar við
birtumst heima. Pabbi tók á móti
okkur blindfullur, faðmaði Steina
að sér og kyssti og sagðist ánægður
að fá hann heim. Mér benti hann
hins vegar á að koma inn í stofu að
tala við sig. Það hvarflaði að mér
að hlaupa út í staðinn fyrir að
fylgja honum inn í stofu, en ég lét
mig hafa það. Pabbi gekk hægum
skrefum inn í stofu, settist í sófann
og benti á klukku sem hékk uppi á
vegg. „Sérðu hvað klukkan er? Var
ég ekki búinn að segja þér að koma
heim klukkan tíu?“ Vissulega átti
ég að koma heim klukkan tíu - en
það hafði verið fyrir mánuði. Meira
sagði hann ekki og ég slapp því
ansi billega.
Birt með leyfi útgefanda. Fyrirsögn
og millifyrirsagnir eru Frétta.
r
\
Ós/qifjötsfylífu minm ojj vinum mmum,
sanéýíisfófi og stafsfóí/q 9-íraunSúða
flkðiíegrajóla ogfarscddar á /<pmandi ári
‘Paífa y/furfyrir vinsemd
og umfujggju ígegnum ífið.
V
Inga Píaraldsdóttir, PíraunBúðum
Kæru Vestmannaeyingar!
Guð gefi ykkur heilagan jólafrið
og gjöfult komandi ár.
Þökkum ykkur þær móttökur
sem við höfum fengið í
Y estmannaeyjum.
Kveðja Maríanna og Vamik