Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Síða 23
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
23
STÓRFJÖLSKYLDAN kemur saman í tilefni af 60 ára afmæli Kristmanns og Kristínar en leiðir þeirra hafa legið saman síðan í 6 ára bekk.
BRÆÐURNIR, Ágúst og Kristmann við störf í KK.
Þessar stóru verslunarkeðjur eins
og Kaupás, sem starfar hér, gera
sína viðskiptasamninga við ís-
lensku fyrirtækin sem framleiða
vöruna sem ég fæ svo til mín og
dreifi svo til Krónunnar og 11-11.
Ég er tengdur tölvukerfi Olgerðar-
innar og Kjörís og útbý nóturnar
hér á þeirra reikninga og á kjörum
sem viðskiptavinirnir hafa hver
fyrir sig.“
Ölgerðin og ÍBV
Ölgerðin hefur þróast og stækkað í
tímans rás, hafið framleiðslu á
söfum, bjór og áfengi. Er orðið eitt
stærsta fyrirtæki landsins í inn-
flutningi matvæla, áfengis, sæl-
gætis, snyrtivara og fleira og fleira.
„Ekki má gleyma samningi sem
gerður var á milli IBV og Ölgerð-
arinnar, sem staðið hefur í nokkur
ár og hefur verið framlengdur til
2013.
Þetta samstarf er mikill styrkur
fyrir ÍBV og hefur eflt allt starf
félagsins. Ölgerðin sér t.d. alfarið
um að auglýsa og markaðssetja
Þjóðhátíð Vestmannaeyja.
Þetta samstarf hefur gert stöðu
okkar hjá K.K. betri og hjálpað
okkur mikið á markaðnum hér.
I tilefni af 70 ára samstarfi Öl-
gerðarinnar og K.K. verða ýmiss
konar tilboð í gangi í bænum."
Höfum aukið okkar hlut
Það er vægt til orða tekið að segja
að íslenskt samfélag hafi tekið koll-
steypu síðustu misseri. Hvaða áhrif
hefur það haft á reksturinn hjá
ykkur? „Við höfum haldið okkar
striki og gott betur. Staðan hér
hefur verið allt önnur og betri en
næstum alls staðar á landinu og við
höfum náð að auka sölu og veltuna
hjá okkur.“
Er breytt mynstur í innkaupum hjá
fólki? „Við verðum ekki miidð vör
við það. Þetta sveiflast bara eins og
venjulega," segir Kristmann en
hvað stendur upp úr þegar litið er
til baka?
„Við höfum verið mjög heppin með
viðskiptavini. Þeir hafa verið okkur
trygglyndir og tvö fyrirtæki hafa
verið með okkur frá byrjun, Bæjar-
sjóður og ísfélagið. Það er líka
gaman að nefna það að þessi þrjú
fyrirtæki eru, eftir því sem ég beist
veit. þau elstu í rekstri í Vest-
mannaeyjum í dag, Vestmanna-
eyjabær, ísfélag Vestmannaeyja og
við.“
Ber ekki kala til nokkurs
manns
Þegar minnst er á gjaldþrot fyrir-
tækja viðurkennir Kristmann að
hafa fengið sinn skammt af þeim.
„Eigum við nokkuð að vera að
ræða það?“ spyr Krislmann og
hlær. „Ég er svo heppinn að geta
hent því sem ég þarf ekki að vera
að burðast með. Lít á þetta sem
hluta af dæminu. Auðvitað verður
að segjast eins og er að þau eru
alltof mörg og alltof stór en það
verður að taka því eins og öðru,“
segir Kristmann og ekki á honum
að heyra að hann beri kala til
nokkurs manns.“
Að lokum segir Kristmann að
alltaf hafí þetta snúist um að skapa
sér og sínum vinnu. Það hafi verið
drifkrafturinn í rekstri Karls
Kristmanns. „Þetta hefur alltaf
verið fjölskyldufyrirtæki. Bræður
mínir tveir hafa unnið með mér,
systir konunnar minnar, Kristín og
dæturnar þrjár og tveir tengdasynir.
Annar þeirra, Ingólfur Arnarsson,
er hér allt í öllu og barnabörnin
hafa verið mjög liðtæk,. Einnig
höfum við verið afar heppin með
okkar starfsfólk." segir Kristmann
að endingu og ekki annað á honum
að heyra en að fyrirtækið eigi sér
bjarta framtíð.
ÍBV og ölgerðin hafa átt í farsælu samstarfi, ekki síst á þjóðhátíð.
KAfeL KMSTKMb
UMBQUtá 0B líl k ItVl .lít'l Uk*
KK er til húsa við Ofanleitisveg þar sem útsýni er glæsilegt.