Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Page 25

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Page 25
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 25 Hafið var ekki lengur eins og falleg kona -Það hafði breyst í grimma kerlingu sem þig langaði ekki til að leggjast með - Kaflar úr bók Þorláks Arnasonar, Orðin sem aldrei voru sögð, þar sem sögusviðið er Vestmannaeyjar - Þorlákur byggir söguna á reynslu fjölskyldunnar þegar Ver VE 200 fórst við Bjarnareyjarhornið - Skipstjóri var Árni Magnússon, faðir hans, sem komst af við annan mann - Fjórir fórust HAMARSHVERFIÐ er miðpunkturinn í fyrsta kafla sögunnar. Hverfið var gott, með mörgum raðhúsum og ágætis fótboltavelli sem var notaður óspart. I fyrstu voru engin mörk á vellinum en síðan reddaði einhver pabbinn því að smíðuð yrðu mörk. Það var mikil bylting en varð þó til þess að utanaðkomandi aðilar sóttu á völlinn og einhverjir þeirra skemmdu mörkin, okkur hverfisbúum til mikillar gremju. Fram að því höfðu mörkin komið að góðu gagni og fengið mörg skotin í sig frá öllum mögulegum sjón- arhornum. Oftast var völlurinn þéttsetinn og maður tók nesti með sér að heiman til að geta hertekið hann. Ef maður fór heim að borða þá átti maður á hættu að missa völlinn. Það hefði verið glapræði. Þess vegna blandaði maður einfaldlega Egilsdjús í brúsa og tók með sér epli í nesti. Seint á sumrin var meira að segja hægt að borða krækiber í hrauninu við völlinn. Held ég hafi þótt skrýtinn En áður en ég fékk að njóta mín á fótbolta- vellinum þá þurfti ég að sanna mig fyrir strákunum. Eg var jú nýr og ég held, eftir á að hyggja, að ég hali verið svolítið skrýtinn. Strákarnir byrjuðu á að grýta í mig vikri. Af vikri er náttúrulega nóg í Vestmannaeyjum og það er ekki eins sársaukafullt að fá vikur í sig eins og grjót. Eg átti eftir að fá grjót í mig síðar, þegar ég flutti til Reykjavíkur og það gat verið ansi vont. Eg kvartaði í mömmu yfir vikurkastinu en hún hlustaði lítið á vælið í mér. Þannig hélt þetta áfram í nokkum tíma, ég var skilinn útundan eða fékk vikur í mig. Eitt kvöldið þegar allir voru úti að leika sér, þá skoraði ég á einn forsprakkann að slást við mig. Sá hét Hjörtur. Hjörtur var ósköp venju- legur strákur en var einn af þeim sem fannst standa ógn af mér í hópnum. Biggi, sem bjó fyrir neðan mig, lýsti viðburðinum og hópur- inn myndaði hring í kringum okkur Hjört. Þetta var sniðugt í upphafi og flestir héldu að þetta væri gamnislagur. Þetta var hins vegar barátta upp á líf og dauða hjá mér. Vígslan á Hamrinum Margra mánaða stríðni var farin að pirra mig og ég kýldi Hjört kaldan nokkrum sinnum. Hjörtur emjaði af sársauka og flýði vettvang. Þetta var ekkert gaman lengur. Þulurinn hætti að lýsa bardaganum. Krakkarnir í hverfinu voru hissa á reiðinni í mér. Það voru meiri kraftar í mér en ég hélt og sennilega hjálpaði reiðin til. Eg eignaðist ekkert endilega vini þennan dag en ég var alla vega orðinn einhver. Eg var ekki nafnlaus lengur. Stríðnin og baráttan hætti ektó en ég varð ekki meira undir en hver annar. Eg stríddi öðrum krökkum og mér var strítt. Frumskógarlögmálið var ríkjandi. Aður en ég varð einn af strákunum í hverfinu var ég vígður inn í hópinn. Vígslan fór fram úti á hömrum. Rétt fyrir neðan fótboltavöllinn okkar var stutt út á hamra. Það var ekki nema fimmtíu metra gangur að snarbröttu bjarginu. Steinhlaðinn varnarveggur skammt frá bjargbrúninni minnti mann á að maður var að óhlýðnast mömmu og pabba. Auðvitað var bannað að fara þarna. Það vissum við allir. Það gerði þetta meira spennandi. Þarna vorum við samankomnir; ég, Hjörtur, Vignir og Biggi. Biggi stjómaði athöfninni. Ég var aðeins tvístígandi er ég kom að bjargbrún- inni. Ég fann kaldan vindinn frá sjónum. Seltan snerti kinnar mínar, það var haust í loftinu. Ég lagðist flatur í grasið, Hjörtur og Vignir héldu í fætur mína. Biggi stjómaði. Hann var ákveðinn. „Haldið fast, ekki sleppa!" sagði hann. „Okei, ýtið aðeins, ekki lengra.“ Ég starði niður hamrana á meðan strákarnir héldu mér. Bjargbrúnin nam við mittið á mér. Þetta var magnað. Náttúran í sinni fallegu og hættulegu mynd. Öldurnar brotnuðu fyrir neðan á útskomu og grófu berginu. Eitt handtak og ég væri dauður. Kraminn, klesstur. Orðinn að tyggjóklessu. „Jæja, nóg,“ sagði Biggi. Bara eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Eins og mafíu- foringi. „Nóg, hífa.“ Strákamir hlógu að mér. Hárið á mér var allt upp í loftið og ég var ennþá með stöm. „Sjáið hárið á honum. sagði Hjörtur. „Þú varst skíthræddur." Ég sagði ekki neitt. En ég var ekkert skíthræddur. Alveg satt. Ég vildi svo vera einn af hópnum að ég hefði jafnvel slegist við slasaðan máv. Það var það versta sem maður gerði. Allir vissu að mávar spúðu gulri ælu þegar þeir slógust. Það var ekki gaman að koma heim með gula ælu í fötunum. Lyktin var ógeðsleg og það var ógjömingur að ná henni úr fötunum. Fjölskyldan var hamingjusöm Stundum voru slasaðir mávar úti á hömrum. Ymist höfðu þeir slasast á flugi eða einhverjir krakkar höfðu verið að leika sér að skjóta þá niður með grjóti. En vígslan heppnaðist og strákarnir voru ánægðir með mig. Ég var ekkert hræddur. Þegar maður er búinn að detta í sjóinn nokkrum sinnum og vera nálægt því að drukkna þá em manni flestir vegir færir. Eg held að fjölskyldan mín hafi verið ham- ingjusöm. Við bjuggum í nýju glæsilegu húsi sem foreldar mínir höfðu sniðið að eigin þörfum. Mamma var heimavinnandi en laumaði sér öðru hvoru í að salta síld eða loðnu. Meira upp á félagsskapinn og stemmn- inguna en nokkum tímann vegna skorts á peningum. Pabbi var skipstjóri og átti bátinn sjálfur og hafði þar af leiðandi mjög góðar tekjur. Við höfðum það sem sagt virkilega gott. Ég átti eina systur. Tinna var skírð eftir langömmu okkar en ég var skírður út í bláinn. Var hændur að mömmu sinni Ég var yngri en Tinna og mjög hændur að mömmu minni, hékk svolítið utan í henni og sótti mikið í blíðu hennar. Pabbi var meira í fjarlægð, hann var auðvitað löngum stundum á sjónum en oftast skemmtilegur þegar hann var í landi. Hann átti það þó til drekka hraust- lega með öðrum sjómönnum. I þá daga þá þótti það ekkert tiltökumál, enda leyfðist hetjum hafsins ýmislegt þegar þær voru í landi. Gömul arfleifð sem tengdi sjómenn við hetjuskap. Maður sá líka pabba í hillingum þegar hann kom úr siglingu frá Bretlandi rétt fyrir jólin. Skipstjórinn kom með kalkún, svínakjöt og framandi ávexti. Leikföngin voru ekki af verri gerðinni; fremstur í flokki var forláta skriðdreki sem gat skotið sprengj- um. Byssan var hlaðin með eldspýtum og það kviknaði á þeim þannig að þú gast skotið logandi sprengjum á nærstadda. Allt hverfið kom til að skoða skriðdrekann og ég öðlaðist sterka stöðu í hópnum. Lengi lifi skrið- drekinn! Ég og Tinna systir mín vorum eins og tví- burar. Það var einungis eitt ár á milli okkar og við lékum okkur oft saman heima. Hún spilaði ekki fótbolta með mér en oftast lékum við okkur saman úti með krökkunum í hverfinu. Ég var alltaf ástfanginn af Tinnu, það var alveg sama hvaða vitleysu hún sagði mér að gera, alltaf hlýddi ég. Þannig var ég með púðurkúlur undir húðinni í lófanum í fjögur ár vegna þess að Tinna systir mín bað mig um að halda á blysinu sínu á gamlárs- kvöld. Blysið reyndist vera raketta sem hún kveikti í á meðan ég hélt á henni. Seinna sagðist hún ekki hafa verið alveg viss. Fínt að ganga úr skugga um það með því að láta litla bróður prófa. Ég kunni ekki að vera fúll út í Tinnu og fyrirgaf henni á meðan mamma kældi sárið. Ég hefði auðvitað átt að bíða aðeins lengur með það. Keppni í lundapysjum Það var svo margt hægt að gera í Vestmanna- eyjum sem barn. Maður var alltaf að bralla eitthvað úti. Haustin voru samt skemmti- legust því í september fékk maður að vaka lengur en öll önnur börn á Islandi. Þá var lundapysjutíminn. Þá var haldin keppni á eyjunni. Hver getur safnað flestum lunda- pysjum? Ormamir niðri í bæ höfðu ákveðið forskot á okkur sem bjuggum úti á hömrum. Pysjurnar sóttu í Ijósin og lentu oft á Ijósa- staumm, auk þess voru hreiðrin nær mið- bænum. Hverfið okkar var hins vegar nýtt og illa lýst. En við dóum ekki ráðalausir. Eftir fund í ráðuneytinu var ákveðið að myndum stela innkaupakerrum í Kaupfélaginu svo að við yrðum fljótari að safna lundapysjum. Gulli, bróðir hans Hjartar, ætlaði að hjálpa okkur. Gallinn var hins vegar sá að við þurft- um að hjálpa honum í staðinn. Við þurftum að bera út Morgunblaðið fyrir hann í tvær vikur en það var vel þess virði. Duglegustu pysjusafnararnir fengu mynd af sér í Vikublaðinu. Við vorum ákveðnir í að vinna. Ég, Hjörtur og Biggi fórum því saman á veiðar. Gulli skildi okkur eftir niðri í bæ. Hann ætlaði að rúnta um bæinn og ná í okkur seinna um nóttina. Þessi uppfinning okkar með innkaupakerrurnar kom samkeppnis- aðilum okkar í opna skjöldu. Við vorum langfljótastir að fylla pappakassana okkar af pysjum. En ekkert bólaði á Gulla. Við biðum því með þrjár fullar innkaupakerrur af pysjum niður í bæ. Andstæðingar okkar litu kerrurnar hýru auga en við vörðum þær með kjafti og klóm. Loksins kom Gulli. Hann tók kassana og fór með þá í bílskúrinn heima hjá sér. Og við hófumst handa aftur. Þannig gekk þetta um nóttina. Sagan ferðaðist hratt. Auðvitað mætti löggan á svæðið og skemmdi fjörið. Pysjumetið okkar var ekki tekið gilt. Við fengum heldur enga mynd af okkur í Viku- blaðið. Hins vegar komumst við í stærsta blað allra landsmanna, Morgunblaðið. Viku seinna þegar við vorum að bera út Morgunblaðið þá uppgötvaði Hjörtur að á baksíðu blaðsins var sagt frá óprúttnum lundapysjuveiðimönnum í Vestmannaeyjum. Nokkrir pörupiltar höfðu gerst svo bíræfnir að stela innkaupakerrum úr Kaupfélaginu til að flýta fyrir pysjusöfnuninni. Við fögnuðum gífurlega við þessa frétt enda fannst okkur sem réttlætinu hefði verið fullnægt. Morgunblaðið var miklu merkilegra blað en Vikublaðið. Við vorum orðnir pínu frægir. Li'kt og Daltónbræður sem Lukku-Láki barðist við. Frægir fyrir slæmt mannorð. En okkur var alveg sama. Við höfðum sett nýtt met. Við náðum að safna 147 lundapysjum á einni nóttu. En ímyndunaraflið var líka fjörugt á þessum árum. Oft heyrði maður í herþotum sem flugu yfir Vestmannaeyjar að næturlagi. Hver

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.