Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 29
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
29
SLAPPAÐ AF Hluti af hópnum með Birgittu Sunnu og Selmu
GV og evrópska Comenius skólaverkefnið - Ferðalög til Tékklands og Finnlands:
Komu þreyttar heim frá Tékklandi
FLOTTAR Þarna kom sér vel að kunna að spranga.
Comenius er evrópskt skólaverkefni
þar sem skólar koma sér saman um
og vinna að verkefnum og skóla-
heimsóknum. Verkefnið tekur tvö
ár og heitir okkar verkefni, Colour
your maps, og tekur einn skóli frá
fímm löndum þátt í því, Island,
Danmörk, Finnland, Tékkland og
Ítalía.
Sem dæmi um verkefni sem nem-
endur vinna að eru náttúran, gróð-
ur, orka, mengun, vatnið, stjörnu-
himinninn. útivist og fleira.
Nemendur kynnast krökkum frá
öðrum löndum, menningu þeirra og
matarmenningu sem kemur þeim
oft skemmtilega á óvart.
Þau eru í sambandi á netinu við
hvert annað auðvitað, MSN og
Facebook og eru þannig búin að
mynda einhver tengsl áður en þau
hittast erlendis. Þegar út er komið
gista krakkarnir á heimilum og
þurfa að bjarga sér sjálfir því ekki
eru allir góðir í ensku. Það er samt
ótrúlegt hvernig þeir bjarga sér,
eins og t.d. með líkamstjáningu og
látbragðsleik.
Við erum mjög stolt af nemendum
okkar sem taka þátt í þessu verk-
efni og ferðast með okkur út og eru
um leið að koma fram fyrir Islands
hönd. Nemendur okkar þykja mjög
kurteisir og jákvæðir en eru líka
kátir og ófeimnir. En því miður þá
komast færri nemendur í þessar
ferðir en vilja.
Hópurinn er með heimasíður og
dagblaðaútgáfu á netinu þar sem
flest öll verkefnavinna skólanna fer
inn á og slóðin þar er: http://maga-
zinefactory.edu.fi/magazines/Colou
rYourMaps/?artCat= 1
http://www.colouryourmaps.eu
I maí fórum við til Tékklands og
hér er ferðasaga þeirra Birgittu S.
Bragadóttur og Selmu Jónsdóttur.
Ferðasagan okkar, Tékk-
land 7. til 16. maí 2009
Fimmtudaginn 7. maí lögðum við
af stað, Birgitta Sunna og Selma
nemendur í 9. bekk Bamaskólans,
ásamt kennurunum Agústu Guðna-
dóttur og Dóru Hönnu Sigmars-
dóttur, með seinni ferð Herjólfs til
Þorlákshafnar. Þaðan keyrðum við
til Keflavíkur á gistiheimilið B&B
þar sem við gistum í eina nótt.
Einar með sjö ítölskum
strákum
Næsta dag, föstudaginn 8. maí,
vöknuðum við klukkan 5, fómm
upp á flugvöll og keyptum fullt af
nammi. Svo flugum við til Amster-
dam í Hollandi og þaðan til Prag í
Tékklandi. Þar hittum við Italina.
Þar tókum við strætó á neðan-
jarðarhraðlestarstöð. Þegar allir
voru komnir upp í lestina nema
Agústa og ítölsku kennararnir
lokaðist hurðin og lestin fór af stað.
Þannig að Dóra Hanna var ein með
okkur og SJÖ ítalska stráka. Við
fómm út á stöð nr. 3 og biðum eftir
kennurunum sem urðu eftir. Eftir
að við fundum hótelið og höfðum
komið okkur fyrir röltum við um
miðbæ Prag og fundum fínan
veitingastað. A meðan við biðum
eftir matnum komu Finnarnir og
borðuðu með okkur. Meðan kenn-
ararnir voru að klára matinn löbb-
uðum við krakkarnir um og Italirnir
keyptu sér Praga drinking team
peysur og voru allir eins. Fórum til
baka til kennaranna og svo upp á
hótel að sofa.
Tónleikar í kastala-
rústum
Laugardaginn 9. maí fórum við í
fimm hæða verslunarmiðstöð sem
heitir Palladium. Svo um hádegið
lögðum við af stað í langferð með
járnbrautarlest í fimm klst. Við
lærðum ítalskt spil og Selma tapaði
í ÖLLUM spilunum.
Þegar við komum til Brumov-
Bylnice tóku krakkarnir, sem við
áttum að gista hjá, á móti okkur og
við fórum heim með þeim. Um
kvöldið fórum við á tónleika í
kastalarústum og fengum „ógeðs-
legan“ drykk sem heitir Kofola og
Tékkamir sögðu að það væri betra
en kók. En við héldum bara fyrir
nefið og drukkum eins hratt og við
gátum. Itölunum, Finnunum og
Dönunum fannst það líka vont.
Sunnudaginn 10. maí vöknuðum
við um 8 og fórum að skoða kast-
alarústir. Eftir það löbbuðum við
tíu kílómetra til að skoða eitt blóm
og fórum svo á veitingastaðinn
Koliba Restaurant. Um kvöldið
fórum við á klúbb með stelpunum
sem við gistum hjá og vinkonu
þeirra og fengum okkur ís með
regnhlíf.
Mánudaginn 11. maí fórum við í
skólann klukkan 8. Það var nammi-
búð í skólanum og krakkarnir voru
ekki að latra neitt og átu nammi og
ís í tíma. I tónlistartíma áttu þau að
syngja en enginn söng. I tékknesku
voru bara læti og í stærðfræði
reiknuðu þau fjögur dæmi. Síðan
fluttum við kynninguna okkar fyrir
nemendum skólans en eftir það var
hádegismatur. Eftir hádegismat
fórum við í floorball sem er eins og
bandí og öllum fannst svo leiðin-
legt að við fórum í fótbolta í
staðinn. Eftir fótboltann fórum við í
GPS-túr í hópum um bæinn, en
þurftum fyrst að bíða eftir Itölunum
af því þeir voru að laga á sér hárið.
Við fundum staði og svöruðum
spurningum um þá. Síðan fórum
við heim og það kom rigning í 10
mínútur þannig við horfðum á sjón-
varpið á tékknesku, sem var óskilj-
anlegt og fórum svo að sofa.
Hressilegt sundlaugar-
partí
Þriðjudaginn 12. maí fórum við í
20 km hjólaferð sem var næstum
öll upp fjall. Stoppuðum, borðuð-
um og fórum í fótbolta og einhvern
annan skrítinn leik sem heitir
Lacross. Hjóluðum til baka aðra
leið niður fjallið og vegurinn var
mjög slæmur þannig það var erfitt.
Um kvöldið var sundiaugarpartý í
skólanum og það var gaman.
Miðvikudaginn 13. maí fórum
við í dýragarð sem hét Zoo Lesná
og þar fundum við þann dýrlegasta
kóksjálfsala sem við höfðum á
ævinni séð. Við (Birgitta, Selma,
Niklas, Iira og Katriina) villtumst
og komum síðust í rútuna og allir
voru að bíða eftir okkur. Svo fórutn
við til Zlín og fórum á McDonalds
með Norðurlandakrökkunum.
Eftir það fórum við með rútunni
til Spa Luha ovice og smökkuðum
á ölkelduvatni sem kom upp úr
jörðinni en það var ógeðslegt.
Niklas (frá Danmörku) drakk heilt
glas af þessu fyrir 30 tékkneskar
krónur. Um kvöldið fórum við allir
krakkarnir á pizzastað þar sem
þetta var síðasta kvöldið okkar í
Brumov.
Adrenalíngarður og
hellaskoðun
Fimmtudaginn 14. maí fórum við
með rútu í adrenalíngarð og svo í
hellaskoðun. Síðan var keyrt á
lestarstöðina og þar kvöddum við
Tékkana. Þá tóku við rúmlega þrír
tímar í lest. Þegar við komum á
lestarstöðina ákváðu Agústa og
Dóra Hanna að labba bara á Hotel
Axa eins og sönnum Islendingum
sæmir og tveir Danir ákváðu að
koma með í okkar víkingaför.
Auðvitað villtumst við og löbb-
uðum um alla Prag og svo þegar
þau loksins fundu leiðina þurftum
við að labba á hraðbraut með ferða-
töskumar og full rúta af ferða-
mönnum keyrði framhjá og allir
störðu á okkur. Við komum svo á
hótelið um 11 leytið og allir hinir
voru löngu komnir.
Þreyttar konur á heim-
leiðinni
Föstudagurinn 15. maí fórum við
strax í skoðunarferð með Finnunum
og Dönunum um Prag. Kennararnir
héldu svo áfram að skoða og við
löbbuðum til baka og fórum að
versla í Palladium. Hittumst á
hótelinu kl. 6 og fórum svo öll
saman út að borða, líka Itilarnir.
Eftir mat röltum við um Prag,
fórum svo upp á hótel, kvöddum
Italina og pökkuðum niður.
Laugardaginn 16. maí
vöknuðum við kl. hálf fimm eftir
um eins og hálfs tíma svefn. Fórum
með leigubfi á flugvöllinn, þar sem
við kvöddum Danina og Finnana
og stigum upp í flugvél sem flutti
okkur til Amsterdam. Flugum svo
til íslands, brunuðum í Herjólf og
komum heim. Til gamans má geta
þess að við stelpurnar sváfum f
leigubfinum, í flugvélinni til
Amsterdam, á flugvellinum í
Amsterdam, í flugvélinni til
íslands, í bílnum á leiðinni í
Herjólf og í Herjólfi.
í skrýtnum leik.