Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Síða 11
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011
11
Meiri jákvæðni hér en í Reykjavík
✓
- segir Andri Þorleifsson sem tók við sem vinnslustjóri Isfélagsins á dögunum
Andri Þorleifsson, 42 ára, tók við
starfi vinnslustjóra hjá Isfélaginu
á dögunum en Andri tengist
Eyjunum þótt hann sé sjálfur
borinn og barnfæddur Reykvík-
ingur. Sambýliskona hans er
Eyjakonan Anna Lilja Marshall
en saman eiga þau soninn Kára
Marshall Andrason sem er fimm
ára og fyrir átti Anna Lilja dótt-
urina Fríðu Jóhönnu Isberg, sem
er 18 ára.
Andri segist hafa ungur flutt í
Garðabæinn þar sem hann bjó fram
á unglingsaldur en auk þess hafí
hann verið með annan fótinn í
Garðinum og alist að hluta þar upp.
Andri vann hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna ehf. í Reykjavík áður en
hann hóf störf hjá Isfélaginu. „Ætli
ég hafí ekki verið þar í ein sjö ár
áður en ég kom hingað. En áður
hafði ég starfað hjá Þormóði ramma
á Siglufírði, Skagstrendingi á
Skagaströnd, Fogo Island Shrimp
Inc. á Nýfundnalandi og víðar,“
sagði Andri þegar hann var spurður
út í hvar hann hefði unnið.
Hvernig kynntist þú Vestmanna-
eyjum ífyrsta sinn?
„Mín fyrstu kynni af Vestmanna-
eyjum vora ferð hingað með föður
mínum og bróður í bamæsku. Ég
man nú lítið eftir þeirri ferð. Síðan
stundaði ég þjóðhátíð nokkuð stíft á
unglingsárunum og upplifði þá
stemmningu alla. Ferðunum hingað
fjölgaði hinsvegar mikið eftir að við
Anna kynntumst 2002. Þá kynnist
ég Vestmannaeyjum af einhverri
alvöra.“
Eyjarnar griðastaður
Hafðir þú, eða þið eitthvað rætt
þann möguleika að flytja til Eyja
áður en staifið í Isfélaginu bauðst?
VarAnna kannski búin að brœða þig
með sögumfrá œskuárunum?
Við skoðuðum það að flytja hingað
fyrir nokkram áram en það datt upp-
fyrir. Árið 2009 bauðst okkur að
kaupa íbúð hér í Vestmannaeyjum
sem nota átti sem sumarafdrep. Það
tengdi okkur frekar við Eyjamar
sem leiddi til þess að við ákváðum
að flytja. Ennfremur langaði mig að
fara aftur að vinna við það fag sem
ér er menntaður í sem er sjávar-
útvegsfræði. Þegar þessi staða var
auglýst hjá Isfélaginu sótti ég um og
fékk og þá var ekki aftur snúið.
Vissulega var Anna búin að segja
mér margar sögur af æskuáranum
og hef ég dregið þá ályktun að gott
sé að alast héma upp og mannlífið
sé almennt gott.“
Andri segir að úr fjarlægð hafi
Vestmannaeyjar verið ákveðinn
griðastaður frá stressinu í borginni.
Við komum hingað til að hlaða batt-
eríin, slappa af og njóta fegurðar
Eyjanna. Það eina sem skyggði á
voru þessar hræðilegu Þorláks-
hafnarferðir með Herjólfi. Þegar
Landeyjahöfn kom í gagnið fóram
við að koma oftar og viðhorf mitt til
Vestmannaeyja batnaði til muna.“
Hvemig hafa svo fyrstu vikumar
verið sem Eyjamaður?
„Fyrstu vikumar hér í Eyjum hafa
verið fínar. Eyjamenn hafa tekið vel
á móti okkur og áberandi miklu
meiri jákvæðni í fólki hérna saman-
borið við barlóminn í Reykjavík.
Það hefur verið mikið að gera bæði
í vinnunni og einnig hafa flutning-
arnir og aðlögun fjölskyldunnar
tekið sinn tíma. Hingað til höfum
við búið dálítið þröngt, en við
ákváðum að kaupa okkur lítið hús
sem við fáum afhent eftir nokkra
daga og þá munu aðstæður okkar
batna til muna hvað það varðar.
Vinnur að mastersverkefni
Eins og áður sagði starfar Andri sem
vinnslustjóri í frystihúsi ísfélagsins
og tók við því starfi 1. desember í
fyrra. „Vinnslustjóri hefur umsjón
með framleiðslustýringu og hrá-
efnisöflun, yfiramsjón með gæða-
málum, sér um skráningu fram-
leiðslu, starfsmannamál og fram-
legðarútreikninga. Auk þess sinni
ég ýmsum verkefnum sem tengjast
vöruþróun, rannsóknum, þróun
vinnsluferla og fleira," sagði Andri
þegar hann var beðinn um að
útskýra í hverju starfið fælist.
Sérðu fyrir þér starfið sem
framtíðarstarf eða er stefnan jafnvel
tekin áfrekara nám?
„Ég sé þetta fyrir mér sem fram-
tíðarstarf. Ég er menntaður sem
sjávarútvegsfræðingur sem nýtist
mér ágætlega í þessu starfi. Ég er
reyndar að vinna að mastersverkefni
í matvælafræði en það tek ég með
vinnu enda mun það nýtast mér í
starfi."
Nú er það stefna ríkisstjórnarinnar
að gjörbreyta kvótakerfinu og sjáv-
arútveginum um leið. Þú hefur
ekkert hræðst það að taka við starfi
íþessum geira við þessar aðstœður?
„Breytingar á fiskveiðistjómunar-
kerfinu era vissulega til að auka á
óvissu um framtíð fyrirtækja og
starfsmanna þeirra í þessum geira.
Ég hef samt enga trú á því að stjóm-
völd á íslandi, hvaða nöfnum sem
þau nefnast, fari út í það róttækar
breytingar að fyrirtæki í sjávar-
útveginum neyðist til að leggja upp
laupana með tilheyrandi gjald þro-
tum og uppsögnum á starfsfólki.
Þannig að ég hræðist það ekkert að
vinna í þessum geira við núverandi
aðstæður," sagði Andri að lokum.
Auðvitað hefur gott starf aðdráttar-
afl. Ég lít á þetta sem framtíðar-
starf að sjálfsögðu. En auðvitað
þarf að koma í ljós hvemig til tekst,
hvort okkur muni ekki líða vel
héma.“
Fallegri miðbær
Örvar segist hafa fylgst með Eyjum
úr fjarlægð og segir að hann sjái
mikla breytingu á Vestmannaeyjum.
„Þegar ég hugsa til baka þá tók
maður eftir svartsýni í kringum
aldamótin ef ég man rétt. Núna er
meiri stemmning, kannski er ein-
faldlega neikvæð fylgni við
stemmninguna í bænum.
Landeyjahöfn hafði hins vegar
jákvæð áhrif í sumar, það tóku allir
eftir því. Miðbærinn er orðinn fal-
legri frá því að ég fór upp á land og
gaman að sjá nýju verslunarmið-
stöðina.“
Eruð þið búin aðfinna ykkur heim-
ili íEyjum?
„Við eram enn að leita að húsnæði
til leigu, við eram ekki tilbúin að
festa kaup á fasteign en viljum
leigja til 12-18 mánaða, þurfum
jafnframt að selja húsnæði hér á
Álftanesi, það mun eflaust ganga
brösuglega meðan unnið er að því
að draga úr skuldsetningu sveitar-
félagsins."
ÖRVAR GUÐNIARNARSON, verðandi fjármálastjóri Isfélagsins.
Reynsla nýtist í nýju starfi
Eins og áður sagði tekur Örvar við
sem fjármálastjóri hjá Isfélaginu.
Hann hefur m.a. unnið áður við
auglýsingagerð en nú síðast starfaði
hann hjá Islandsbanka. „I starfinu
hjá ísfélaginu felst almenn ábyrgð á
fjármálastjórnun félagsins, áætlana-
gerð, ársreikningar, bókhald, sam-
skipti við hluthafa, innkaup og upp-
lýsingatæknimál. Allt bæði spenn-
andi og áhugavert. Bæði nám mitt
við Háskólann í Reykjavík og fimm
ára starfsfreynsla í fjármálageir-
anum, bæði hjá Glitni og síðar ís-
landsbanka nýtist í nýja starfmu.
Frá hrani hef ég t.d. unnið við end-
urskipulagningu stærri fyrirtækja
En það er rétt, ég var í auglýsinga-
geiranum en græði nákvæmlega
ekkert á því að hafa þann bakgrann
í því starfi sem ég tek við hjá
Isfélaginu. Ég hálfpartinn festist í
því eftir Verzlunarskólann og losn-
aði ekki fyrr en 2006 þegar ég hóf
störf hjá Glitni og hafði þá verið í
nokkur ár í háskólanámi með
auglýsingavinnunni. Ef ég ætti
samt að nefna eitthvað sem ég get
tekið með mér úr auglýsinga-
geiranum þá væri það helst að
tölvukunnáttan er með besta móti
og alla jafna era skýrslur og ýmis
skjöl tiltölulega snyrtilega sett upp,
það er mikilvægt.“
Stefna ríkisstjórnarinnar
hræðir
Örvar segist hafa kynnt sér
rekstrarumhverfi sjávarútvegsins
fyrir kvótakerfið fyrir fáeinum
misserum. „Mér varð ljóst hvemig
greinin hefur stórbatnað á sl. áram.
Ég sannfærðist um að kvótakerfið
væri gott kerfi. Greinin dafnaði
t.a.m. þrátt fyrir töluvert sterka
krónu á tímabili en fyrir kvóta-
kerfið voru eintómar gengis-
fellingar, gjaldþrot og leiðindi.
Stefna ríkisstjómarinnar sem endur-
speglaðist í hinni svokölluðu
fymingarleið er aðferð til að reyna
að þjóðnýta hagnað greinarinnar en
hagnaður greinarinnar er ekki fasti
heldur góður árangur í núverandi
kvótakerfi. Við fymingu aflaheim-
ildanna mun þessi hagnaður gufa
upp þegar skammtímahugsun mun
taka við af langtímahugsun
útgerðarmanna. Að sjálfsögðu
hræðir stefnan," sagði Örvar að
lokum.
Júlíus G. Ingason