Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011
ízsýmng-'^g^Fimmtudagur 5. maí kl. 20:00
73.sýning // Laugardagur 7. maí kl. 15:00
u.sýning u Laugardagur 7. maí kl. 20:00
75.sýning n Sunnudagur 8. maí kl. 15:00
Athugið að þetta eru síðustu sýningarnar.
Miðapantanir í síma 892-1285.
Miðasala opnuð 1 og 1/2 klst fyrir sýningu.
Ósóttir miðar seldir hálftíma fyrir sýningu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi
Karl Jónsson
Lést á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 1. maí sl.
Útforin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Guðfinna (Stella) Eyvindsdóttir
ír1
Elskulegur bróðir og frændi
Hallgrímur Þorgrímsson
frá Vestmannaeyjum,
síðast Frostafold 32, Reykjavík
Lést á líknardeild Landakots þriðjudaginn 3. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Fjölskylda og vinir
U1
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
Guðmundur H. Tegeder
lést á Borgarspítala Reykjavíkur
þriðjudaginn 12. apríl sl.
Útförin fór fram miðvikudaginn 20. apríl í kyrrþey.
Jólína Bjamason
Sverrir Þór Guðmundsson Guðrún Linda Atladóttir
Jónína Sigríður Guðmundsdóttir John Norðbúð Tomsen
Gerhard Guðmundsson
Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir Haukur Hauksson
Poula María Guðmundsdóttir
Sumarstörf fyrir námsmenn
fædda 1994 og eldri
Sumarstarf hjá Vestmannaeyjabæ felst aðallega í störfum hjá
Þjónustumiðstöð en einnig í flokkstjórastöðu við Vinnuskóla,
starfi á gæsluvelli, aðstoð við sumarúrræði vegna fatlaðra
barna og önnur þau störf sem til falla hjá Vestmannaeyjabæ.
Laun skv. kjarasamningi STAVEY og Vestmannaeyjabæjar.
Ráðningartími er frá 1. júní til 20. ágúst eða eftir nánara
samkomulagi. Sumarstarfsfólk þarf að vinna á Goslokahátíð
og Þjóðhátíð eins og aðrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar
eftir fyrirmælum yfirmanns. Athugið að einungis þeir sem
lögheimili eiga í Vestmannaeyjum koma til greina í sumar-
vinnu hjá Vestmannaeyjabæ. Hægt er að sækja um störfin
rafrænt á www.vestmannaeviar.is. Einungis er tekið við
umsóknum á vefnum.
Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og
framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar í síma 488-2530.
Bæjarstjórnarfundur
Almennur fundur verður haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja
fimmtudaginn 5. maí kl. 12.00 í fundarsal Ráðhúss.
Útvarpað verður frá fundinum á ÚV FM 1104,0
Bæjarstjóri.
Sumarúrræði fyrir börn
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir aðilum sem áhuga f
áhuga hafa að
aldrinum 6-12 ára
Vestmannaeyjabær auglýsir
bjóða upp á sumarúrræði fyrir börn á
sumarið 2011.
Þeir aðilar sem ætla að reka almenn sumarúrræði fyrir börn
sumarið 2011 geta sótt um styrk til Vestmannaeyjabæjar til að
auðvelda börnum með sérþarfir aðgang og þátttöku í
úrræðinu.
Um er að ræða fjárhagsstyrk og viðbótar starfskraft í sam-
ræmi við þarfir barnanna sem sækja um þátttöku.
Skilyrði fyrir styrk er:
• Fjöldi barna á námskeiði sé ekki undir 10
• Námskeiðstími fari ekki undir sex vikur
• Að tryggt sé að fötluð börn eigi kost á að nýta sér að hluta
eða öllu leyti umrædda þjónustu
• Þess sé gætt að fjöldi starfsmanna sé nægilegur
• Að alls öryggis sé gætt
• Að farið sé eftir ákvæðum æskulýðslaga nr 70/2007
• Að börn með sérþarfir hljóti forgang
Umsóknum ásamt dagskrá og upplýsingum um væntan-
legt fyrirkomulag, skipulag og stjórnun skal skila til Jóns
Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslu-
sviðs.
Vinnuskólinn 2011
Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starfræktur yfir sumar-
mánuðina frá 6. júní til og með 19. ágúst 2011. Allir unglingar
úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólans með lögheimili í
Vestmannaeyjum hafa rétt til þátttöku.
Unglingarnir hefja ekki allir störf í byrjun júní. Þetta er gert til
þess að halda úti nokkuðjöfnu vinnuafli alla sumarmánuðina.
Boðið verður upp á 5 vikna starfstíma (25 vinnudaga) fyrir
unglinga í 8. og 9. bekk en 6 vikur (30 vinnudaga) fyrir ung-
linga í 10. bekk. Vinnutími frá 8.30- 11.30 og frá 13-16.
Á næstu dögum verður nánari upplýsingum um
Vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011 dreift til
barna í 8. - 10. bekk ásamt umsóknareyðublaði.
Umsóknum á að skila til afgreiðslu Ráðhúss eða til
Félagsheimilisins Rauðagerðis. Umsóknarfrestur verður
til 18. maí 2011.
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar
Deildarstjórastaða við GRV
Vegna fæðingarorlofs er staða deildarstjóra, eldri deildar
Grunnskóla Vestmannaeyja, laus til umsóknar, skólaárið
2011-2012.
Stjórnunarreynsla, skilvirkni og markviss vinnubrögð,
kennsluréttindi, hæfni og lipurð í samskiptum, drifkraftur og
áhugi á að gera góðan skóla enn betri, nauðsynlegir þættir.
Frekari menntun í uppeldis- og kennslufræðum og/eða stjórn-
un menntastofnana æskileg.
í Grunnskóla Vestmannaeyja eru um 580 nemendur. Skólinn
starfar eftir Olweusaráætluninni og er að innleiða Uppeldi til
ábyrgðar.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi KÍ og LN.
Umsóknarfrestur er til 20. maí. nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
reynslu skulu sendar í Ráðhús Vestmannaeyjabæjar eða
á netfang Fanneyjar Ásgeirsdóttur skólastjóra,
fanney@grv.is.
Hún veitir jafnframt nánari upplýsingar um starfið í síma
488-2300 og 846-4797.
íbúð óskast yfir þjóðhátíð 2011
Við erum 10 krakkar á aldrinum
22-25 ára. Við höfum leigt af
sama aðila síðustu 2 hátíðir en
það hús er því miður ekki laust í
þetta skiptið og vantar því nýjan
stað til að vera á. Við höfum alltaf
skilað húsinu í frábæru standi og
gengið vel um og ætlum að halda
því áfram. Áhugasamir geta verið
í sambandi í sfma 696-7649 eða
sent á johnbond@hafnarfjordur.is
íbúð til leigu
Góð 3ja herbergja íbúð til leigu.
laus 1. júní. Uppl. í s. 862-2521
Ibúð / hús óskast
4 herb. íbúð eða hús óskast til
leigu sem fyrst á góðum stað í
bænum. Öruggum greiðslum
heitið. Langtímaleiga. Uppl. í s.
848-3559.
Óskast keypt
Er einhver sem vill selja mér sól-
stóla / sólbekki, má vera plast.
Uppl. í s. 551 -0492 eða 862-1021,
Sigrún.
Róðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159,
sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is