Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011
13
✓
Fanney Asgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskólans:
Náttúruvísindi á Heimaey
og Víkingahátíð 5. bekkiar!
Það er komið vor og skólaárið í
GRV farið að styttast verulega í
annan endann. Eins og venjulega
einkennist maí af ýmiss konar
viðburðum í skólastarfinu, enda
gaman að gera sér glaðan dag þegar
sólin hækkar á lofti og auðveldara
verður að sinna þeim þáttum skóla-
starfsins sem fara fram utan dyra. í
GRV er í gangi þróunarverkefni sem
heitir Náttúruvísindi á Heimaey og
miðar m.a. að því að efla umhverfis-
vitund nemenda og gera þá meðvit-
aðd um umhverfi sitt og heima-
byggð, efla áhuga og námsgleði
nemenda og - á seinni stigum
verkefnisins - að miðla fróðleik um
náttúru Vestmannaeyja gegnum
veraldarvefinn.
Liður í þessu verkefni eru náttúru-
vísindadagar skólans sem orðnir eru
árviss viðburður. Eldri nemendur
skólans halda sína daga í þessari
viku, 4. og 5. maí. Búið er að skipta
Heimaey upp í ákveðin svæði, eða
umhverfisstíga og hver árgangur fær
ákveðið svæði til að vinna með.
Nemendur skipuleggja vettvangs-
ferð í samráði við kennara sína, afla
ýmissa gagna á vettvangi og vinna
svo úr þeim eftir að heim er komið.
Viðfangsefnin tengjast m.a. gróðri,
dýralífi, veðri, jarðfræði og sögu
svæðisins og því ættu allir að vera
umtalsvert fróðari um umhverfi sitt
og heimabyggð, eftir en áður.
Á fimmtudaginn heldur 5. bekkur
svo Víkingahátíðina sína, í Herjólfs-
dal. Hún er uppskeruhátíð verkefnis
þar sem verkgreinakennsla árgangs-
ins er samþætt leikrænni tjáningu og
Islandssögu. Nemendur kynntu sér
landnámsöldina og hafa unnið
hörðum höndum við að gera
búninga, vopn, verjur, skartgripi,
víkingasmákökur o.fl. Nú er komið
að hápunktinum, sjálfri víkinga-
hátíðinni. Þar lifa nemendur sig inn
í hugarheim og trúarbrögð fólks á
landnámsöld og setja sig í spor þess.
Þama geta víkingamir átt von á að
rekast á ýmsar misjafnar skepnur.
Þeir þurfa að sýna hollustu sína við
gömlu goðin með því að inna af
hendi ákveðin verkefni. Tekst liðs-
mönnum Oðins að drekka af
viskubrunninum? Eða mönnum
Þórs að finna hamarinn Mjölni? Ná
menn Týs að fjötra Fenrisúlfmn?
Tekst Loka að ræna Iðunni og
eplunum? Þetta á allt eftir að koma í
ljós í Dalnum þar sem leikar munu
berast um víðan völl. Foreldmm er
velkomið að fylgjast með og sam-
gleðjast okkur í lokin, við Herjólfs-
bæinn.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður skrifar:
• •
Ograndi tímar - fundaröð um framtíðina
Óhætt er að
segja að við
lifum ögrandi
tíma. Erfiða
um margt en
klárlega tíma-
bil breytinga
og mikilla
sviptinga í
sögu heimsins
og landsins
okkar.
Þrot blindrar markaðshyggju á
kostnað félagslegra sjónarmiða var
vissulega þungt fyrir flesta og
heimsbyggðin sýpur enn hveljur
vegna efnahagshamfaranna nema
kannski Norðurlöndin utan Islands.
Hin varfæru velferðarsamfélög í
Skandinavíu sem hafa verið byggð
upp og varin af frjálslyndum og
félagslegum öflum í meira en öld
stóðu best af sér storma hamfaranna.
Einfaldlega af því að þau tóku ekki
þátt í kappinu sem hófst með „upp-
reisn frjálshyggjunnar" fyrir rúm-
lega þrjátíu árum víða um Vestur-
lönd og náði hæsta fluginu hér-
lendis eftir aldamótin 2000 með
holskeflu einkavæðingar.
Verkefnið er að læra af því sem
úrskeiðis fór. Byggja upp
manneskjulegt þjóðfélag á
grundvelli jöfnuðar og félagslegra
sjónarmiða. Ár breytinga og
uppbyggingar eru líka ár átaka og
árekstra líkt og við merkjum
daglega í miskunnarlausri
stjómmálaumræðu dagsins.
Við megum ekki láta átökin og
deilumar bera okkur af leið heldur
varða veginn til framtíðar með
málefnalegum hætti. Næstu
vikumar ætlum við þingmenn
Samfylkingarinnar í Suðurkjör-
dæmi að standa fyrir 10 opnum
fundum um allt kjördæmið. Við
byrjum á Homafirði miðvikudaginn
4. maí og endum í Reykjanesbæ
rúmlega þremur vikum síðar með
fundum m.a. í Vestmannaeyjum,
Grindavík og Garðinum. Þannig
þræðum við okkur enda á milli í
þessu mikla og viðfeðma kjördæmi
til þess í annan stað að kynna okkar
viðhorf og baráttumál en ekki síður
til að hlusta á fólkið í kjördæminu
á þessum markverðu tímum.
Eg hvet alla áhugasama til þess að
mæta á fundina. Oháð skoðunum
og flokkum. Allir eru velkomnir.
Við munum auglýsa fundina í
héraðsfréttablöðum og á netinu
næstu vikumar og vonumst við
þingmennimir þrír eftir því að sjá
ykkur sem flest í fundaröð okkar í
maí. Allt er undir og til umræðu;
stjómkerfi fiskveiða, gjaldmiðils-
málin, orkunýting og atvinnu-
sköpun, fjárfestingar í mennta-
kerfinu, nauðsynlegar breytingar í
velferðarþjónustu og allt hitt sem á
brennur.
Björgvin G. Sigurðsson, 1. þing-
maður Suðurkjördœmis.
Sönghópur ÁtVR með tónleika í Reykjavík 14. maí
Sönghópur Átthagafélags Vest-
mannaeyinga á Reykjavíkur-
svæðinu (ÁtVR) heldur tónleika í
kirkju Óháða safnaðarins við
Háteigsveg í Reykjavík laugar-
daginn 14. maí kl. 15. Á efnis-
skránni eru ýmis Eyjalög og
textar. Stjórnandi er Hafsteinn
G. Guðfinnsson. Aðgangseyrir er
kr. 1500 og eru allir hjartaniega
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Sönghópurinn hefur verið starf-
andi í sex ár og eru félagar hátt í
fimmtíu talsins og flestir ættaðir
úr Eyjum. Auk þess starfa þrír til
fjórir hljóðfæraleikarar að stað-
aldri með hópnum.
Æft er reglulega yfir vetrar-
tímann í Kiwanishúsinu í Kópa-
vogi.
Aðalverkefni hópsins er að
halda á lofti lögum og textum úr
Vestmannaeyjum en þar er af
nógu að taka. Hópurinn hefur
sungið víða á Reykjavíkur-
svæðinu síðustu árin við ýmis
tilefni. Haustið 2007 tók Söng-
hópurinn þátt í norrænu vísna-
síður fyrir lögin úr Eyjum, sem
þóttu afar skemmtileg. Fyrir
réttu ári hélt hópurinn eftir-
minnilega tónleika í Kiwanis-
húsinu í Vestmannaeyjum þar
sem um 200 manns mættu, okkur
til ómældrar ánægju.
Sönghópurinn hefur gefið út
einn geisladisk með 15 lögum
sem heitir „I æsku minnar spor“
og hefur honum verið vel tekið.
Diskurinn verður til sölu á tón-
leikunum.
Félagar í Sönghóp ÁtVR vonast
til að sjá sem flesta Eyjamenn
sem og aðra er áhuga hafa á
sönglist úr Vestmannaeyjum í
kirkju Óháða safnaðarins þann
14. maí kl. 15. Forsala aðgöngu-
miða verður hjá kórfélögum og
við innganginn.
Nánari upplýsingar um tón-
leikana og forsölu miða verða á
heimasíðu Átthagafélagsins:
http://atvreyjar.123.is/
móti í Sarö í Svíðþjóð, þar sem og þjóðlagatónlist í þrjá daga.
yfir tvö hundruð manns komu Hópurinn vakti verðskuldaða
saman og spiluðu og sungu vísna- athygli fyrir sönginn en ekki
Tækifæri atvinnulífsins:
Ný upp-
tökumann-
virki
Undanfarna mánuði hafa Ný-
sköpunarmiðstöð Islands, At-
vinnuþróunarfélag Suðurlands og
Fréttir staðið fyrir fundaröð um
Tækifæri atvinnulífsins. Föstu-
daginn 13. maí nk. verður haldinn
síðasti fundurinn í þessari funda-
röð að sinni og mun hann fjalla
um tækifæri varðandi ný upptöku-
mannvirki í Vestmannaeyjum.
Á fundinn munu koma fulltrúar
Vestmannaeyjabæjar og halda
erindi sem fjallar m.a. um gerð
mannvirkis, kostnað, fyrirhug-
aðan rekstur mannvirkisins,
hvemig tryggja megi sem besta
arðsemi af framkvæmdinni og
hvaða tækifæri liggja fyrir at-
vinnulífi hér í Eyjum.
Einnig er gert ráð fyrir því að á
fundinum komi svör varðandi
fyrirhugað útboð og rekstur
mannvirkis, með hvaða hætti
mannvirkið verði rekið í fram-
tíðinni og tækifæri sem fylgja því.
Þá verður fjallað um hvaða
skipum upptökumannvirkið getur
sinnt, hvaða tækifæri eru fyrir
iðnaðarmenn, hvaða tækifæri eru
fyrir útgerðarmenn ásamt því
hvemig þjónusta upptökumannn-
virkisins verður verðlögð.
Fundarmönnum verður að lokum
gefinn kostur á að koma
spumingum á framfæri við full-
trúa Vestmannaeyjabæjar varð-
andi málið.
Fundurinn er áætlaður á dagskrá
föstudaginn 13. maí kl. 12.05-
12:55 á Kaífi Kró.
Skráning er hjá Hrafni
(hrafn@sudur.is) 481-2961 eða
hjá Frosta (frosti@nmi.is) 481-
3355.
Sjúkrabíll á
Slökkvistöð
Framkvæmda- og hafnarráð tók á
síðasta fundi sínum fyrir bréf frá
Heilbrigðisstofnuninni í Vest-
mannaeyjum dags. 26. apríl þar
sem óskað er eftir tímabundinni
aðstöðu fyrir sjúkrabíl á Slökkvi-
stöð Vestmannaeyja en núverandi
aðstaða fyrir sjúkrabifreið RKÍ
verður ekki til staðar eftir 1. maí
nk. Ráðið samþykkti, að fenginni
jákvæðri umsögn slökkviliðs-
stjóra, að fela framkvæmdastjóra
að gera skriflegan samning um
tímabundin afnot af húsnæði í
Slökkvistöð Vestmannaeyja fyrir
sjúkrabifreið RKÍ í Vestmanna-
eyjum.
Samstarf
vegna
dýpkunar
Á síðasta fundi framkvæmda- og
hafnarráðs greindi Sveinn R.
Valgeirsson frá viðræðum milli
Vestmannaeyjahafnar, Siglinga-
stofnunar og Björgunar ehf. um
hugsanlega aðkomu Lóðsins
varðandi Landeyjahöfn.