Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Qupperneq 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011
iHandbolti barna:
Mótin verða ekki mikið stærri
- segir Magnús Bragason, hjá ÍBV-íþróttafélagi, sem hélt um síðustu helgi eitt
stærsta handboltamótið sem haldið hefur verið hérlendis
Um síðuslu helgi var haldið risa-
stórt handboltamót barna í
Vestmannaeyjum. Alls voru þátt-
takendur um 800 talsins frá
fjórtán félögum en um var að
ræða eldra ár í 6. flokki, bæði í
drcngja- og stúlknatlokki. Mótið
tókst afar vel og hið eina sem sett
var út á, voru samgöngur.
Magnús Bragason var einn þeirra
sem komu að mótshaldinu en hann
sagði að líklega sé þetta eitt stærsta
handboltamót sem haldið hefur
verið hér í Eyjum. „Jafnvel á land-
inu öllu en handboltamótin verða
ekki mikið stærri en þetta. En við
tókum að okkur þetta mikla verkefni
og margir sem komu að mótshaldinu
með einum eða öðrum hætti. Eg vil
einmitt nota tækifærið og þakka
þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu
okkur um helgina. An allra þessara
sjálfboðaliða hefði ekki verið hægt
að halda þetta mót.“
Hann bætti því við að allir þeir
sem hann hafi rætt við um helgina,
hafi verið afar ánægðir. „Auðvitað
hefðum við viljað hafa Landeyja-
höfn opna því þá hefðum við fengið
fleiri foreldra. Samgöngurnar gerðu
okkur svolítið erfitt fyrir en allt
hafðist þetta og ég gat ekki séð
annað en að allir hafi verið mjög
ánægðir. Eitt lið komst ekki á
mótið, því miður, en aðrir komust til
Eyja. Aðstaðan hér fyrir svona mót
er auðvitað alveg einstök. Þessir
krakkar fá hér að spila á þremur
handboltavöllum í fullri stærð, allir
undir sama þakinu og svo er sund-
laugin í sama húsi. Nýja útisvæðið
sló algjörlega í gegn hjá þessum
krökkum. Þessi aðstaða þekkist
ekki annars staðar en svo vorum við
að nota Týsheimilið líka. Eftir
mótið kom fólk, faðmaði mann og
þakkaði fyrir helgina þannig að ég
reikna með að allir hafi verið sáttir í
mótslok.
IBV var með fjölmennasta hópinn
í mótinu en fímm karlalið voru í
mótinu og tvö kvennalið. A-lið
drengjanna varð í öðru sæti í sinni
deild, þeir unnu þrjá leiki en töpuðu
einum. Strákarnir enduðu jafnframt
E-LIÐ ÍBV drengja lenti í öðru sæti í sinni deild um helgina.
Islandsbo.►'
hlandsbot
lilondil
(íonrfjboti'1
\dsbonk
A-LIÐ ÍBV stúlkna lenti í öðru sæti í sinni deild.
B-LIÐ ÍBV stúlkna endaði í þriðja til fimmta sæti í sinni deild.
í þriðja sæti íslandsmótsins en ár-
angurinn úr öllum mótum vetrarins
er lagður saman. Alls tóku yfir 80
lið þátt í vetur þannig að árangur A-
liðsins er frábær. B-liðið vann sína
deild í mótinu, vann þrjá leiki og
gerði eitt jafntefli. C-liðið vann
einn leik en tapaði þremur en D-
liðið vann sína deild og vann alla
sína leiki. E-liðið vann þrjá en
tapaði einum og lenti í öðru sæti í
sinni deild.
Sigurður Bragason, þjálfari
strákanna, sagði að mótið hefði
verið algjör snilld og langbesta mót
vetrarins. „Það eru allir sammála
um það að þessi mót sem við höld-
um hér, eru langskemmtilegustu
mótin. Alls eru þetta tíu mót yfir
veturinn og það toppar okkur
enginn. Hér eru góðir dómarar,
frábær aðstaða og enn betra skipu-
lag.“
A-lið kvenna vann fjóra leiki en
tapaði einum og lenti í öðru sæti í
sinni deild. B-liðið tapaði þremur
en vann einn og endaði í þriðja til
fimmta sæti í deildinni.
Einbeiting í lagi.
Mark í uppsiglingu.
Lok, lok og læs hjá Elvari.
hloudibanli
Islandsbankl
A-LIÐ ÍBV drengja sem endaði í þriðja sæti íslandsmótsins
B-LIÐ ÍBV drengja vann sína deild í mótinu um helgina.
C-LIÐ ÍBV drengja vann einn leik í mótinu.
D-LIÐ ÍBV vann alla sína leiki og deildina sína í mótinu.