Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Qupperneq 20
ÍFRÉTTIR)
Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293
SUmBRFERÐIR
UMinsn
UMSJCÖÍryJUM:
innur Finnbogason
eyjabud^simnet.is
ÚTSKRIFTARNEMAR við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum tóku daginn snemma á föstudaginn þegar
þau dimmiteruðu. Meðal fastra liða í þeirri athöfn er að vekja kennaralið skólans fyrr en ella og um Ieið
nágrannana í kring. En flestir taka þessari uppákomu vel enda gleðin ríkjandi.
S
Páll Oskar semur
þjóðhátíðarlagið 2011
Á opnum borgarafundi um þjóð-
hátíð, í Höllinni, var farið yfir
framtíðarsýn þjóðhátíðarnefndar
vegna hátíðarinnar. Páll Scheving,
formaður nefndarinnar, hélt tölu og
lýsti áherslu nefndarinnar og stýri-
hóps sem bærinn og þjóðhátíðar-
nefnd koma að.
Meðal þeirra nýjunga sem kynntar
voru á fundinum var breytt forsala
miða. Nú hefst forsalan 6. maí eða
á morgun, föstudag. Eini forsölu-
staðurinn á landinu er Skýlið við
Friðarhöfn en auk þess geta kort-
hafar N1 keypt miða í forsölu á
heimasíðu félagsins. Forsölunni
lýkur svo viku síðar eða 13. maí.
Auk þess var dagskrá þjóðhátíðar-
innar kynnt en meðal skemmtikrafta
má nefna Stefán Hilmarsson, Bubba
Morthens, Mannakom, Buff ásamt
Röggu Gísla, Agli Ólafssyni og
Andreu Gylfa, Bjartmar og Berg-
risana, Dúndurfréttir ásamt Eiríki
Haukssyni, Ara Eldjárn, Dans á
rósum, Tríkot, Ingó og Veðurguðina,
Fjallabræður, Hvanndalsbræður,
Lúðrasveit Vestmannaeyja og fjöl-
marga aðra. Þá verða sérstakir
minningartónleikar Oddgeirs Kristj-
ánssonar á föstudagskvöldinu og
auðvitað fastir Iiðir eins og brennan,
flugeldasýningin, blysin og brekku-
söngurinn. Þá mun Páll Óskar
Hjálmtýsson semja þjóðhátíðarlagið
og koma fram á hátíðinni.
10 ára afmælisveisla Hallarinnar:
Eyjakvöld á afmælinu
Boðið veður upp á Eyjakvöld í
Höllinni á föstudagskvöld eða sams
konar kvöld og haldin hafa verið á
Kaffi Kró í vetur. Obbosí leiðir
sönginn og textum verður varpað á
tjald þannig að allir geta tekið undir
og sungið gömlu góðu Eyjalögin. Á
laugardagskvöld verður eitt stærsta
kvöld í sögu Hallarinnar en hún
verður tíu ára þessa helgi.
„Þetta verður sams konar Eyja-
kvöld og hafa verið á Kaffi Kró í
vetur. Við emm að fá fjölda fólks í
tengslum við blakmótið og viljum
bjóða þeim upp á ekta Eyjastemmn-
ingu en þessi stemmning eins og ég
upplifði hana á Kaffi Kró myndast
ekki nema með þátttöku Eyja-
manna,“ sagði Bjarni Ólafur þegar
hann var spurður út Eyjakvöldið.
„Við færum okkur yfir á föstu-
dagskvöldið og það kostar 1500
krónur á „showið" og diskótek á
eftir. Fólk getur líka komið til okkar
í mat áður en dagskráin hefst en þá
kostar allt saman 4.900 krónur. Með
þessu erum við að halda svolítið upp
tíu ára afmæli Hallarinnar sem er
þessa helgi. Á laugardagskvöldinu
er eitt stærsta kvöld Hallarinnar í
mörg ár en þá verða á áttunda
hundrað manns í mat á lokahófi
blakmótsins.
Við hvetjum Eyjamenn til að koma
og skemmta sér í Höllinni á föstu-
dagskvöldinu og þá geta gestir ofan
af landi upplifað stemmninguna í
gegnum okkur. Obbosí heldur uppi
fjörinu og textum verður varpað upp
á tjald þannig að allir geta sungið
með,“ sagði Bjami Ólafur og vonast
til að sjá sem flesta.
Ný og endurbætt verslun
- Kristleifur Guðmundsson nýr verslunarstjóri í Krónunni
Krónan var opnuð í gær, mið-
vikudag, eftir gagngerar endurbæt-
ur en verslunin hefur verið lokuð
frá því um páska. Iðnaðarmenn og
starfsfólk hafa unnið við endur-
bætur úti og inni og allt orðið klárt
þegar verslunin var opnuð klukkan
11.00. Húsnæðið hefur verið
málað í ljósum litum að utan og
yfirbragðið allt mun léttara en áður
og snyrtilegt. Þá hefur verslunin
sjálf verið tekin öll í gegn að innan
og stækkuð.
Kristleifur Guðmundsson, nýr
verslunarstjóri Krónunnar, sagði
að í rauninni væri búið að endur-
nýja allt innanhúss og hægt að tala
um nýja verslun. Það leynir sér
ekki því verslunin er öll rúmbetri
og með breyttu skipulagi en í
heildina hafa á milli 40 og 50
manns komið að verkinu. „Það er
búið að stækka mjólkurkælinn um
helming og skipta út öllum kælum
og frystum. Þetta er bylting og við
erum komin með búð sem við
erum rosalega stolt af. Það er
umtalsverð aukning á vöruúrvali
og mikið lagt upp úr fersku og
ódýru hráefni. Við erum að bjóða
ferskvöru sem stenst allar kröfur
og væntingar. Nú eru komnir raf-
rænir hillumiðar og búðin er til-
búin en hún verður auðvitað áfram
í þróun. Nú er verið að endumýja
alla starfsmannaaðstöðu og það er
búið að endumýja öll tæki, kæla og
frysta á vörulager,“ sagði Kristleif-
ur, rétt fyrir opnun á miðvikudag.
!
I----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
j,
VIKUTILBOÐ
4.-11. maí
—
Gevalía kaffi soo gr
verð nú kr 598,-
verð óáur kr 798,-
Pfanner Appclsinu.Trönub.safi 1 Itr
Toblerone gulur íoogr
verð nú kr 298,-
verd óður kr 398,-
Knorr Lasagne
verd nú kr 498,"
verð ódur kr 648,-
Pepsi/Max/Appelsín dós 0,331
verá nú kr 79,-
verá úður kr 118,-
SS Griskar Grisahnakkasneiðar
verð nú kr/kg 1678,-
verð áður kr/kg 2098,-
OPNUNARTÍMI:
Mán. - Föst.
kl. 7.30 - 19.00
Laugardaga
kl.10.00 -19.00
Sunnudaga
kl.11.00 -19.00