Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Side 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 8. desember 2011
Eldvarnavika:
Börnin
frædd um
hættuna
Eins og undanfarin ár stóð
Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningsmanna, fyrir
eldvamaviku í gmnnskólum
landsins. Sérstök áhersla var
lögð á kynningu brunavarna fyrir
8 ára börn og fengu þau sérstakt
heimaverkefni til úrlausnar með
foreldrum sínum.
Lausnir verða síðan metnar,
dregið úr réttum lausnum og veg-
leg verðlaun veitt. í tilefni vik-
unnar var börnum hér í Eyjum
boðið í heimsókn á slökkvistöð-
ina, þar sem farið var yfir helstu
þætti í brunavörnum heimilisins.
Þá var sýndur búnaður reykkafara
og hvernig hann er undirbúinn
fyrir reykköfun, einnig var kenn-
arinn látinn slökkva eld með
eldvamateppi.
Öll fá bömin gefins bók um
slökkviálfana Loga og Glóð og
illvirkjann Brennu-Varg en bókin
heitir einmitt Brennu-Vargur og
er spennusaga, en í henni em líka
góðir fróðleiksmolar fyrir börnin
um eldvarnir.
í framhaldi af þessari heimsókn
barnanna viljum við slökkviliðs-
menn hvetja íbúa í Eyjum að yfir-
fara eftirfarandi: Reykskynjara,
slökkvitæki og eldvarnateppi.
Einnig er áríðandi að fjölskyldan
hugleiði flóttaleið ef eitthvað
kemur upp á.
Við slökkviliðsmenn óskum
bæjarbúum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári. Þökkum alla
velvild í okkar garð.
• •
Orn á
Brekku
finnur annað
flöskuskeyti
Vigri Bergþórsson, 12 ára, henti
út flöskuskeytum af frystitogar-
anum Hrafni GK 111 í júní sl.
Var hann þá á veiðum í Kolluál,
64,29°Norður og 26,06°Vestur
Vigri býr að Glæsivöllum 8 í
Grindavík.
Öm Einarsson á Brekku fann
eitt flöskuskeytið í Prestafjöm í
síðari hluta nóvember. Hefur
hann haft samband við Vigra og
pabba hans. Vigri henti út fleiri
flöskuskeytum og var þetta það
fyrsta sem hann frétti af. Það
gladdi hann mjög að sögn Amar.
Fyrr í haust fann Öm flösku-
skeyti í Prestafjöru og kom það
frá Færeyjum. Hefur hann haft
samband við sendanda.
r* 7To1T4 6?7 1
r iSSs*
BALDURSHAGI setur skemmtilegan svip á miðbæinn nú þegar jólin nálgast.
Baldurshagi - Sameinast um jolafjör
Verslanir og fyrirtæki í Baldurshaga ætla að brydda upp á nýjung og
vera með Jól í Baldurshaga í dag, fimmtudaginn 8. desember. „Við
ætlum að vera með sérstaka dagskrá frá kl. 19.00 til 22.00 og Vinaminni
verður með opið lengur eða til 23.30,“ sagði Gréta H. Grétarsdóttir,
kaupmaður í Baldurshaga þegar hún var spurð út í dagskrána.
„Við verðum með tískusýningu og kynningar og hvert og eitt fyrirtæki
verður með sérstakt tilboð fyrir viðskiptavini. Asta Steinunn Ast-
þórsdóttir ætlar að vera veislustjóri og boðið verður upp á söngatriði og
happdrætti. Við vonumst til að viðskiptavinir okkar geti átt ánægjulega
kvöldstund með okkur enda býður húsnæðið upp á ýmsa möguleika.
Ekki skemmir fyrir að fólk getur sest niður á flottum veitingastað og
fengið sér eitthvað spennandi,“ sagði Gréta og vonast til að sjá sem flesta
í Baldurshaga á fimmtudagskvöld.
Mandal gefur út disk - Átta lög við texta Jóns Þorsteinssonar:
Þessir sálmar hafa snert við mér
-Helga Jónsdóttir - Sýna lífið í Eyjum á 17. öld - Tónleikar á laugardag
MANDAL Chris, Bára, Helga og Arnór.
Mandal verður með útgáfutónleika
í Vinaminni næsta laugardag, 10.
desember. Mandal er skipað þeim
Helgu Jónsdóttur, Arnóri Her-
mannssyni, Báru Grímsdóttur og
Chris Foster og á diskinum eru átta
lög við texta Jóns Þorsteinssonar,
þar af sex sem tengjast jólum.
„Þetta er afrakstur af fjögurra ára
samstarfi sem má rekja til þess að
Kári Bjamason kallaði okkur til og
bað okkur um, fyrir hönd Söguset-
ursins, að skoða sálma Jóns Þor-
steinssonar og útsetningar sem til
voru. Jón orti þessi andlegu ljóð og
sálma oft við svokallaða lagboða
og síðan stóð til að halda eina tón-
leika og gefa út disk með þessari
tónlist," sagði Helga en Mandal
stendur sjálft að útgáfu disksins.
„Samstarf okkar í Mandal hófst í
apríl 2008 en til að einfalda þetta
verk var ákveðið að við skoðuðum
jóla- og nýárssálma Jóns. Nú erum
við með átta sálma sem við höfum
samið og útsett lög við og erum að
gefa út,“ sagði Helga en tónleik-
amir urðu heldur fleiri en upphaf-
lega var áætlað því á laugardag eru
níundu tónleikamir.
„Þessir sálmar hafa snert við mér
og úr þeim er hægt að lesa hvemig
lífið var á þeim tíma sem þeir vom
samdir. Mér
finnst líka svo
sérstætt
hvemig ég er
alltaf komin í
byggðina undir
hrauninu. Jón
sat á Kirkju-
bæjum og
samdi þessa
sálma og á
þeim tíma var
húsakostur oft
lélegur og ég
var að leika
mér í
Rauðahelli þar sem talið er að Jón
hafi verið hálshöggvinn. Textamir
em auðskiljanlegir og enginn
ósnortinn af þeim. Við höfum
fengið mikil viðbrögð eftir tónleika
og einn tónleikagesta sagði mér að
hann hafi öðlast bamatrúna aftur og
annar kom til mín og sagði að við
hefðum fært honum jólin eins og
þau vom þegar hann var lítill."
Helga segir að það hafi verið ein-
stakt að vinna með Báru og Chris
sem væru snillingar. Eg er ekki viss
um að fólk geri sér grein fyrir hvað
Chris er í miklum metum úti í
heimi, bæði sem lagahöfundur og
flytjandi. Það em engin landamæri
til hjá þeim. Við notum langspilið
og finnsku kjöltuhörpuna, Bouz-
ouki og gítar og ég fæ að leika á
trommu sem heitir Bodhran. Mér
finnst mikill heiður að taka þátt í að
koma menningararfi Jóns Þor-
steinssonar og Vestmannaeyja á
framfæri. Með diskinum fylgir
textabók ásamt upplýsingum um
tilurð Mandals og upplýsingum um
list sem hægt er að rekja til ársins
1600,“ sagði Helga og þess ber að
geta að tónleikamir em í Vinaminni
á laugardag og hefjast klukkan
21.00.
Talsverðar skemmdir á Skandia þegar skipið fékk á sig brot í Landeyjahöfn
SOÐIÐ í GATIÐ Gat kom á stefnið á Skandía þar sem skipið var að dæla í Landeyjahöfn um helgina. Gert
var við gatið í Skipalyftunni. Þröstur Jóhannsson og Bryngeir Sigfússon, starfsmenn Skipalyftunnar, gera
við gatið á Skandia en stefni hennar var rennt inn í lyftuna.
GATIÐ Höggið virðist hafa verið
mikið.