Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Page 12
12 Fféttir / Fimmtudagur 8. deseember 2011 Djöflanýlendan eftir James Rollins - Elliðaey kemur ekki lítið við sögu: Vopnaskak og spreng- S í ríki lundans Vestmannaeyjar Gray gekk yfir þilfarið. Þótt him- inninn væri heiðskír, ýfði öflugur vindur sjóinn svo að báturinn valt til og frá undir fótum hans. Hann kom að Seichan og Monk við borð- stokkinn. Þau voru bæði dúðuð í vatnshelda frakka til að verjast sölt- um vindinum. Hádegissólin endur- speglaðist skært í sjónum en gerði lítið til að hita loftið. „Eftir því sem skipstjórinn segir," sagði Gray, „komum við til Elliða- eyjar eftir um það bil tuttugu mín- útur.“ Seichan skyggði hönd fyrir augu og leit í austurátt. „Og erum við viss um að það sé rétta eyjan?“ „Það er besta tilgátan." Þau höfðu lent í Reykjavík fyrir klukkustund og stokkið um borð í einkaflugvél sem flaug með þau til eyjaklasans tíu kflómetra suður af Islandsströnd. Vestmannaeyjar voru eins og röð grænna varðmanna sem stóðu í úfnum sæ - sæ sem var jafnólgandi og saga eyjanna. Þær voru nefndar eftir írskum þrælum, Vestmönnum, sem drápu eigendur sína árið 875 og flýðu til eyjanna. Þar fundust þeir skömmu síðar og voru strádrepnir svo að ekkert varð eftir nema nafnið. Nú á tímum krafðist það dugnaðar að búa héma, á stærstu eynni, og deila landinu með sjófuglum og þéttbýlustu lundanýlendu heims. Ógnvænleg eldíjöll Gray einblíndi á hrífandi höfn Heimaeyjar fjarlægjast fyrir aftan þau, með skærlitum húsum og verslunum, með grænar hlíðar og ógnvænleg eldfjöll í bakgrunninum. Þau höfðu lent á litla flugvellinum á eynni og leigðu strax bát til að ferja þau að hnitunum sem jap- önsku eðlisfræðingamir höfðu gefið þeim upp - en hnitin vom óneitan- lega gróflega áætluð, eftir því sem Kat sagði. Og það vora margar eyjar héma. Það vom fleiri en tólf óbyggðar eyjar í klasanum, ásamt endalausum náttúmlegum stein- súlum og vindsorfnum dröngum. Eyjaklasinn var jarðfræðilega ungur, myndaður fyrir minna en tuttugu þúsund ámm við eldgos á eldstöðvakerfi á sjávarbotni. Það kerfi var enn virkt. Á miðjum sjöunda áratugnum myndaðist syðsta eyja klasans, Surtsey, við gos í sjó. Á áttunda áratugnum gaus Eldfell - annað tveggja eld- fjalla á Heimaey - og gróf hálft, litríkt sjávarplássið í hraun. Gray hafði séð afleiðingamar úr lofti þegar þau lækkuðu flugið að flugvelli eyjarinnar. Götuskilti stóðu enn upp úr hrauninu og verið var að grafa upp fáein heimili í útjaðri bæjarins; af því dró bærinn hitt nafnið sitt: Pompeii norðursins. „Ég held að þetta sé staðurinn," sagði Monk og benti. Elliðaey ekki annað en klettasúla Gray sneri sér við og sá háan svartan klett stingast upp úr sjón- um. Þetta var engin ey með sand- ströndum og höfn í skjóli. Þver- hníptir, svartir klettaveggir vom á allar hliðar Elliðaeyjar, sem var ekki mikið annað en klettasúla sem stóð upp úr öldunum. Efst var eyjan smaragðsgræn - engi með grasi og mosa, svo björt í sólskininu að hún virtist ónáttúmleg. „Hvemig komumst við þangað upp?“ spurði Monk þegar báturinn sigldi í átt að himinháum klettinum. „Þið klifrið, bandarísku vinir." Svarið barst úr stýrishúsinu. Ragnar Magnússon rigsaði út á þil- farið í opnum, gulum regnfrakka, stígvélum og þykkri ullarpeysu. Með þykkt, rautt skegg með gráum yrjum og veðurbarið andlit hefði hann vel getað farið í leður og feld og verið talinn víkingur. Aðeins glettnin í grænum augum hans mýkti þá mynd. „Ég er hræddur um að eina leiðin upp,“ útskýrði hann, „sé eftir reipi. En þið virðist öll í fínu formi til þess, svo að það ætti að ganga vel. Eggert fer með bátinn austur fyrir eyna, þar sem klettamir em lægstir." Ragnar benti með þumlinum á stýrishúsið þar sem sonur hans, Eggert, einhvers staðar á þrítugs- aldri, með rakað höfuð og báða handleggi þakta húðflúri, var við stýrið. „Engar áhyggjur," sagði Ragnar. „Ég fer reglulega með veiðimenn, meira að segja nokkra náttúmljós- myndara, hingað. Aldrei jarðfræð- inga eins og ykkur. En ég hef aldrei misst neinn.“ Hann blikkaði Seichan, en hún var með krosslagða handleggi og virtist ekki skemmt. Þau höfðu búið til þá sögu að þau væm rannsóknarfólk frá Comell háskóla að rannsaka eldfjallaeyjar. Það hafði dugað til Út er komin skáldsagan Djöfla- nýlendan, eftir James Rollins. Hún er spennubók, ein af Sigma-sögum Rollins, kom fyrst út í Bandaríkj- unum seint í júní í sumar. Sögu- sviðið er Bandaríkin og hér á landi þar sem Elliðaey er einn af mið- punktunum. Sagan gerist í nútíman- um en grafin era upp hræðileg atvik og uppfinningar langt aftur í aldir. „Sagan er ofin úr bæði takmarka- lausu ímyndunarafli og nákvæmum rannsóknum. Elliðaey kemur ekki lítið við sögu og Skaftáreldar," segir í bókarkynningu. Bókin er 432 síður, Ásdís Guðna- dóttir þýddi og Æskan gefur út. Birtum við hér kafla úr bókinni þar sem leikurinn hefur borist til Vestmannaeyja. ingar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.