Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 8. deseember 2011 13 BJARNAREY OG ELLIÐAEY eru athvarf lundakarla á sumrin. Þar er yfirleltt friðsælt, ólíkt því sem lýst er í bók James Rollins. að útskýra þungan búnað þeirra og spurningar um þessa tilteknu eyju. Ragnar benti á klettinn þegar hann fór enn nær. „Það er veiðihús uppi á eynni þar sem þið getið leigt her- bergi, ef þið þurfíð. Ef þið pírið augun ættuð þið að sjá það.“ Fjölmenni í eynni Gray leitaði andartak og fann það svo. I miðju grænu grasinu stóð nokkuð stórt veiðihús með bláu þaki. „Ég veit þó ekki hvort það er mikið pláss þarna uppi,“ sagði skipstjórinn. „Síðdegis í gær fór annar bátur með ferðamannahóp hingað. Veiðimenn frá Belgíu, frétti ég. Eða Sviss kannski. Þeir ætla að vera héma í nokkra daga. Fyrir utan þá er ekki annað en svolítill búpeningur og lundar til að halda ykkur félagsskap.“ Eins gott, hugsaði Gray. Hann vildi láta eins lítið fara fyrir leit þeirra að upptökum fiseindabylgj- unnar og hægt var. Seichan hrökk skyndilega frá borðstokknum, rakst á Gray og missti næstum fótfestuna áður en hann greip hana. „Hvað er að?“ Hún benti orðalaust út á hafið. Stór, svartur uggi reis hátt upp fyrir yfirborðið og klauf öldumar við skipshliðina. Gray horfði á þegar annar uggi reis upp og fljótlega eftir það sá þriðji, fjórði og fimmti. „Það em fleiri héma,“ sagði Monk hinum megin á skipinu. „Háhymingar. Heil torfa.“ Ragnar þandi út bijóstið og veifaði með handleggnum. „Það er ekki óvanalegt. Stærsti háhyminga- og höfmngastofn á öllu íslandi er í kringum eyjamar okkar. Þeir em forvitnir og hafa gaman af að synda í ólgunni frá kinnungnum. Ef til vill em þeir að vonast eftir smábita. Ég gef þeim oft svolítið af aflanum, ef hann er góður. Hér um slóðir er sagt að það færi mönnum lán.“ Eftir stutta stund, þegar ekkert bólaði á máltíð, synti torfan burt og hvarf öll í einu, eins og eftir eitt- hvert þögult merki. Gray tók eftir að Seichan fylgdist með öldunum, greinilega óróleg yfir stómm rándýmnum. Gott að eitthvað getur hrist upp í jámviljanum. Um leið og báturinn sigldi fram hjá suðurhomi eyjarinnar skoðaði Gray áfangastaðinn. Hann sá að öldumar skullu á dimmum, djúpum sjávarhellum á víð og dreif í klett- unum. Ef fjársjóður hefði verið falinn í votum hellunum fyrir löngu væm flóð og stormar búin að eyði- leggja hann. Besta von þeirra um að finna það sem þau vom að leita að væri á skjólsælli stað, í hraun- sprungu eða helli á þurrn landi. Elliðaey eins og sviss- neskur ostur En hvar áttu þau að hefja leitina? Gray sneri sér að Ragnari. „Við ættum að fara eins djúpt inn í eyna og hægt er til að setja upp búnað- inn. Einhverjar uppástungur?" Skipstjórinn klóraði sér í skegginu og horfði á klettavegginn. „Já. Það er hellingur af hellum og göngum héma. Veldu bara. Staðurinn er eins og harður svissneskur ostur, sorfinn af vindum og regni. En það er einn frægur hellir þarna uppi, sem hún dregur nafn sitt af. EÍliðahellir. Sagan segir að ung stúlka hafi flúið hingað og falið sig í hellinum á flótta undan innrásarmönnum sem fóm um nauðgandi og rænandi - Tyrkir eða sjóræningjar úr Barba- ríinu, það fer eftir því hver segir söguna. Hvað sem því líður, þegar hún var komin í ömggt skjól eign- aðist hún bam, dreng, og ól hann upp hér. Bamið varð vemdari eyjarinnar og var sagt búa yfir sérstökum hæfileikum, gat kallað til aflið í eldi og grjóti til að verja haf okkar.“ Ragnar hristi höfuðið. „Þetta em auðvitað bara sögur, sagðar við eldinn á löngum vetmm.“ Gray og Monk litu hvor á annan. Ef til vill var sannleikskom í gömlu sögunni, vísbending um sprengi- kraft sem var grafinn hér fyrir löngu, falinn af einhverjum sem leitaði skjóls í örvæntingu. „Geturðu sagt mér hvar hellirinn er?“ spurði Gray. Ragnar yppti öxlum af krafti. „Fjandann ætli ég viti það. En það er eftirlitsmaður í veiðihúsinu, Ólafur gamli Bragason. Kallið hann samt Óla. Hann er helvíti öflugur karl. Hann hefur búið þama úti í meira en sextíu ár, jafnharður og hvass og grjótið á eynni. En hann þekkir hvem krók og kima þar. Hann er rétti maðurinn til þess að spyrja." Nú var báturinn kominn fyrir suðurhomið og sigldi hægt að spmngu í klettaveggnum. Þykkt reipi, fest við klettinn á nokkmm stöðum, hlykkjaðist niður að ofan og merkti leið sem hentaði fjalla- geitum betur en fólki. Það var bundið fast í endann. Þau þurftu að róa á litlum báti frá skipinu til að komast að því, en staðurinn var að minnsta kosti nokkuð vel varinn fyrir ölduganginum. Sonur skipstjórans þurfti þó að beita lagni til að koma þeim nær. Stuttu síðar hjálpaði Gray Seichan að klifra úr bátnum upp á hálan klettinn, þar sem hún setti á sig bakpokann og greip þéttingsfast um reipið. Gray starði upp fyrir sig og setti líka á sig bakpokann. Þetta yrði erfið leið. Hann öfundaði Monk skyndilega af gervihendinni. Hann gat brotið valhnetu milli fingranna með nýhönnuðum búnaðinum. Slíkt grip kæmi sér vel á löngu klifrinu. Ragnar var í bátnum með þeim og sá um litla utanborðsmótorinn í skutnum. „Við Eggert verðum í nágrenninu að veiða svolítið. Hringið í okkur þegar þið eruð tilbúin og við komum að sækja ykkur. En látið okkur líka vita ef þið ákveðið að vera yfir nóttina. Við getum komið hvenær sem er á morgun að ferja ykkur aftur til baka.“ „Takk.“ Upp klettavegginn Gray fór úr vaggandi bátnum og á fast land. Kletturinn var votur en líka grófur og oddhvass, sem gaf góða fótfestu. Leiðin upp var brött en það var auðvelt að koma niður fæti á klettasyllumar. Reipið veitti enn meira öryggi. Hann starði upp og naut útsýnis- ins. Seichan kleif ákveðin og hvfid- arlaust, þröngar gallabuxumar lágu þétt við bakhlutann. Hún hraðaði sér svo mikið að það var ljóst að hún var því fegin að sleppa við dökkan sjóinn fyrir neðan. Monk hlaut að hafa tekið eftir hvert Gray var að horfa þegar þeir vom komnir nokkra metra áleiðis. „Ekki láta ítölsku kæmstuna góma þig í að góna svona." Gray yggldi sig að honum. Sem betur fór gleypti vindurinn flest af því sem hann sagði áður en orðin bámst til Seichan. Hann hafði ekki hitt Rachel Verona í meira en fjóra mánuði. Lauslegt samband þeirra hafði dáið út eftir að hún hækkaði í tign innan hersins og var föst á Italíu um leið og vandamálin með foreldra hans sjálfs útilokuðu langar helgarferðir til Rómar. Þau vom enn í sambandi gegnum símann, en þar með var það upptal- ið. Þau skildu bæði, aðskilin af mun breiðari gjá en Atlantshafið var, að þau þurftu að halda áfram hvort í sínu lagi. Kýr sem hengdu hausinn aumkunarlega Hópurinn hífði sig upp yfir kletta- vegginn og upp á gullfallega, grasi gróna eyna með útsýni til allra átta og klettaveggi þakta gróðri í ótelj- andi grænum litbrigðum. Svolítið mistur lá yfir skellaga eynni svo að það glampaði á landslagið. Monk biístraði hátt. „Það er eins og við höfum gengið beint inn í einhverja írska þjóðsögu." Seichan var ósnortin. „Fömm og tölum við umsjónarmanninn.“ Hún var í fararbroddi á göngunni yfir að tveggja hæða veiðihúsinu á miðju enginu til hægri. Á vinstri hönd lækkaði landið frá hæsta tind- inum í mörgum lögum af svörtu bergi. Gray vonaði að umsjónar- maðurinn gæti hjálpað þeim að leita. Eftir stutta göngu komu þau að einu byggingunni á eynni. Húsið var viðarklætt með fáeinum litlum gluggum og leit frekar út eins og hlaða, sérstaklega vegna nokkurra kúa sem hengdu hausinn aumkun arlega og stóðu á beit lengra uppi í grænni brekkunni. Svolítill reykur leið upp um eina skorsteininn á húsinu. Þau fóm gegnum hlið og yfir lítinn grænmetisgarð. Gray gekk að útidyrahurðinni og drap á dyr. Þegar enginn kom til dyra skoðaði hann klinkuna og komst að því að húsið var ólæst. En hvers vegna ætti það svo sem að vera annað? Hann ýtti upp hurðinni. Aðalherbergi veiðihússins var dimmt og kæfandi heitt eftir kalda gönguna. Rispað og blettótt fjala- borð stóð fyrir framan lágt eldstæði svo að herbergið var bæði fundar- salur og borðstofa. Flöktandi olíu- lampi lýsti upp borðplötuna sem var full af landa- og sjókortum. Þau vom öll á víð og dreif og greinilegt að farið hafði verið vel í gegnum þau. Gray renndi niður jakkanum svo að hann hefði greiðan aðgang að SIG Sauer byssunni sinni. Seichan stífnaði líka upp og tók upp hníf. „Hvað er að?“ spurði Monk. Gray leitaði í húsinu. Staðurinn var of hljóður. Kortahrúgan minnti meira á hemaðaraðgerðir en veiði- ferð. Lág stuna barst frá herbergi baka til í húsinu. Gray tók upp byssuna og flýtti sér áfram, fór með veggjum og hélt byssunni á lofti. Seichan gekk hinum megin í herberginu. Gray leit snöggt inn í bakher- bergið og kom auga á grannan, sterklegan, gamlan mann bundinn við stól, nef hans var brotið, vörin spmngin og það blæddi úr henni. Þetta hlaut að vera Ólafur Braga- son. Gray skoðaði herbergið áður en hann gekk inn. Það var enginn annar í því. Hann fór til mannsins, höfuð hans hallaðist aftur þegar hann heyrði fótatak Grays. Sljó, ringluð augu litu á Gray áður en haka mannsins féll aftur niður á bringu. „Nei, nei ..." sagði hann með lágri stunu. „Ég sagði ykkur allt sem ég veit.“ Dregur til tíðinda Seichan sneri sér að Gray. „Það lítur út fyrir að fleiri viti af fis- eindabylgjunum og hafi verið á undan okkur hingað." Hún þurfti ekki að nefna nein nöfn. Én hvemig gat Guild vitað af þessari eyju? Illur grunur læddist að honum og hann starði á hana. Eitthvað hlýtur að hafa sést á svip hans. Seichan stífnaði upp af reiði en hann sá líka sársauka í augum hennar. Hún flýtti sér að dyrunum. Hún hafði lagt sig alla fram um að sýna fram á hollustu sína. Hún átti ekki tortryggni hans skilið. Gray gekk að dyrunum, snerti handlegg hennar og bauð fram þögla afsökunarbeiðni en hann hafði ekki meiri tíma fyrir særðar tilfinningar. Hann veifaði til Monks. „Ég ætla að leita í húsinu. Hjálp- aðu umsjónarmanninum. Við verðum að koma honum á fætur. Hver sem er héma hefur ömgglega tekið eftir því þegar við komum." Stór sprenging kvað við á eynni svo að gluggamir hristust. Gray flýtti sér yfir herbergið. Hann þekkti hvellinn í TNT-sprengiefni. Úr einum glugganum sá hann dökkt reykský stíga upp úr klettunum hálfa leið yfir eyna. Hópur svartra og hvítra lunda hóf sig til flugs og flögraði skelfingu lostinn gegnum reykinn. Einhver var að reyna að sprengja sig dýpra inn í eyna. Nær þeim kom hann auga á hreyfingu. Átta menn risu upp handan við klettana og stikuðu yfir engið, bognir í baki og létu klettana skýla sér eftir megni. Þeir vom vopnaðir rifflum, sem glampaði á í sólskininu. Þama vom veiðimenn- imir sem Ragnar skipstjóri hafði talað um. En raunvemlega veiðin virtist vera rétt að byrja. Birt rneð leyfi útgefanda. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Frétta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.