Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Síða 19
Frcttir / Fimmtudagur 8. desember 2011
19
Bjartur Bjartmar á gamalkunnum slóðum
Einn með gítarinn náði Bjartmar
Guðlaugsson að fylla Alþýðuhúsið
og gott betur eitt laugardagskvöldið
fyrir skömmu. Og stemmningin var
í anda áranna þegar Alþýðuhúsið
var helsta vígi framsækinnar tón-
listar í landinu. Var ekki sú hljóm-
sveit sem vildi láta taka sig alvar-
lega sem ekki hafði látið ljós sitt
skína þar í þá gömlu góðu.
Þetta upplifði Bjartmar ungur og í
Alþýðuhúsinu fékk hann það í
fyrsta skipti, það upplýsti hann á
tónleikunum. Það var eins og mátti
reikna með, talsvert af fólki, sam-
ferðamönnum Bjartmars í aldri,
sem fæddur er 1952 en það sem
vakti athygli er hvað mikið af ungu
fólki var á tónleikunum. Það má
hann örugglega þakka nýjustu plötu
sinni, Skrýtin veröld, sem hann gaf
út með hljómsveit sinni, Bergris-
unum, í fyrra.
En lög og ljóð Bjartmars eru líka
tímalaus sem hver Islendingur, sem
vill kalla sig því nafni, á að þekkja.
Og hver þekMr ekki sjálfan sig eða
einhvem úr vinahópnum í lögum
eins og Súrmjólk í hádeginu og
cheerios á kvöldin, Týnda kynslóð-
in, Fimmtán ára á föstu og Sum-
arliði er fullur. Allt með því besta
sem gert hefur verið í íslenskri tón-
list og ljóðum þar sem Bjartmar
nær svo listilega að segja hlutina
nákvæmlega eins og þeir eru.
Og Bjartmar brást ekki sínu fólki í
Alþýðuhúsinu þetta kvöld, söng af
ótrúlegum krafti og þegar best lét
tók salurinn undir. Þetta kryddaði
hann með mergjuðum sögum af
sjálfum sér og öðrum, flestar frá
árunum í Vestmannaeyjum. Þetta
kunnu gestir að meta og Bjartmar
var ekki síður ánægður með sitt
fólk og skemmti sér frábærlega.
Sem sagt frábærir tónleikar þar sem
troðfullt Alþýðuhúsið gekk í
endumýjun lífdaga.
Omar Garðarsson.
EKKERT KYNSLÓÐABIL Fólk á öllum aldri mætti á tónleikana og allir skemmtu sér jafn vel.
TEKIÐ Á ÞVÍ. Bjartmar átti auðvelt með að fá gesti til að taka undir með sér enda þekkja allir lögin hans og textana frábæru. Hrund og Ágústa
létu ekki sitt eftir liggja í söngnum.
Kvenfélag Landakirkju:
Góðgæti fyrir munn og
maga og líka andann
Kvenfélag Landakirkju var með sitt árlega aðventukaffi og hlutaveltu og
basar síðasta sunnudag sem var fyrsti sunnudagur í aðventu.
Var kirkjugestum boðið í kaffi í Safnaðarheimilinu að lokinni messu þar
sem séra Kristján Bjömsson predikaði. Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
er farin að setja mark sitt á tónlistarflutning í kirkjunni og ekki skemmir
þegar eiginmaðurinn, Balázs Stankowsky, bregður boganum á fiðlustrengina.
Litlir Lærisveinar glöddu kirkjugesti með söng sínum.
Á eftir var farið í Safnaðarheimilið þar sem kaffi og rjómavöfflur biðu
gesta. Á basamum voru jólakort, smákökur, brauð, kökubotnar og heitir
brauðréttir.
Ágóðinn rennur til kirkjunnar, Hraunbúða, Sjúkrahússins og einstaklinga.
— -/- m
GIRNILEGT Rjómavöfflurnar voru vinsælar eins og venjulega.
KAREN umkringd góðgæti sem konurnar höfðu útbúið.
SÖLUKONUR Fríða og Björg seldu miða og líka Ijóðabók með Ijóðum
sr. Þorsteins Lúthers og diskinn með Litlu lærisveinunum.